Alþýðublaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 3
Ellefu stjórnmála- flokkar buðu fram Kaupmannahöfu 22. s-cpt. (NTB-Reuter). Sólskinsveður var um alla Dan mörku í morgun er kjörstaðirnir opnuðu kl. 9. Fjölmenntu kjós- endur á kjörstað og það óvenju- vel, enda hafa flesitir kjörstaðir tilkynnt mun betri kjörsókn en árið 1960. Um það bil klukkutíma eftir að kosningamar hófust lágu fyrir úrslit frá minnsta kjörstað landsins, Hirshólmum við Fred- erikshavn, en þar höfðu allir þeir 16 kjósendur, er þar áttu að kjósa, skilað sér. Ekki er talið að úrslitin þar gefi neina vísbend- ingu um heildarúrslitin, en ihaldið jók fylgi sitt þar úr 3 atkvæðum síðast í 9 atkvæði nú. Hins vegar töpuðu jafnaðarmenn 3 atkvæð- um. Stemmingin við kjörstaðina ein 3 frönsk börn numin á brott MIKILL ÁHUGI RÚSSA Á FLOTAÆFINGUNUM LONDON, 22. sept, (ntb-r.). Sóvézkar flugvélar, skip og kafbátar fylgjast með svoköll- uðum „Teamwork”-æfingum lierskipa frá sjö N a t o -lönd- um, er hófust í gær á Norður- Atlantshafi. Tvær orrustuþot- ur af Crusader-gerð frá banda ríska flugvélaskipinu „Inde- pendence” hafa þegar rekizt á tvær sovézkar sprengjufiugvél- ar af gerðinni „Bison” og fylgt þeim burt af æfingasvæðinu suðaustur af íslandi þar sem æfingarnar fara að nokkru leyti fram. Kleber S. Masterson aðmír- áll, hinn bandaríski yfirmaður æfingaflotans, sagði á blaða- mannafundi um borð í banda- ríska flugvélaskipinu „Wasp”, að áhugi Rússa á æfingunum væri eðlilegur. Svo virtist sem Rússar hefðu átt von á æfing- unum. En ef þeir hefðu vitað hvað við mundum aðliafast, hefðu þeir safnað skipum sín- um á ákveðnum svæðum, í stað þess að dreifa þeim, sagði hann. , Masterson aðmíráll sagði, að æfingaskip hefðu nokkrum sinnum hitt fyrir rússnesk skip flugvélar og kafbáta á æfing- unum. Við höfiun rekizt á Rússa sex eða sjö sinnum og haft mikið að gera. Við höfum séð nokkra kafbáta. Þegar mál ið hafði verið rannsakað héld- um við æfingunum áfram, sagði hann. Aðmírállinn var beðinn að segja álit sitt á ferðum minni sovézkra skipa, sem sáust að- eins tvær sjómilur frá „Wasp.” Hann svaraði, að sennilega mundu sovézk skip halda sig í námunda við Nato -flotann næstu daga. Hann sagði, að stöðugt eftirlit væri haft með sérliverri flugvél, sem nálgast N a t o -skipin. Tvær sovézkar könnunar- flugvéiar af gerðinni „Bison” sáust í 100 sjómílna fjarlægð. Þeim var fylgt burtu af svæð- inu áður en þær komust nær flugvélamóðurskipinu Wasp, en sem svarar 30 sjómílum. Framhald á síðu 10. kenndist af glaðvaerð einkanlega úti á landsbyggðinni. Á kjörstað fyrir sunnan Kolding bauð kjör- stjórnin af og til upp á súkkulaði og smákökur handa kvenfólkinu en körlum var boðið upp á vindla og sígarettur. Kosningaþátttakan var einkanlega mikil í Suðurjót- landi, en þar f jölmenntu kjósend- ur þýzka minnihlutans til þess að reyna að forða þingmanni sínum frá falli. Er talin mikil hætta á að hann falli. Við þingkosningarnar árið 1960 var kosningaþátttakan 85,5%. Við þjóðaratkvæðagreiðsluna í fyrra var hún 73%. í ár eru um 3 millj ónir kjósenda í landinu, þar af 340 þúsundir manna, sem kjósa í fyrsta sinn. Nettófjölgun kjósenda er 250 þúsundir. Um það bil 150 af 179 þingmönnum þingsins höfðu boðið sig fram til endurkjörs. Af hinum nýkjörnu þingmönnum munu þeir verða elztir, sem kjörnir þingmenn Juli- us Bomholt menntamálaráðherra jafnaðarmannaflokksins, Erik Er- iksen leiðtogi Venstre og Axel Lar sen,. Hið nýja þing mun koma saman til fundar hinn 10. október nk. Stuðningsmenn nuverandi rík isstjómar voru 98 talsins með því að 76 jafnaðarmenn studdu hana, 11 fulltrúar Radikale Venstre, einn fulltrúi Grænlands, er var ráð- herra um Grænlandsmál og jafn- aðarmaður sá, er kjörinn var sem fulltrúi Færeyja. Ekki færri en 11 flokkar tóku þátt í kosningunum í dag, þar af einn nýr og þrír, er ekki áttu full- trúa á siðasta þingi.Eru þeir Dansk Samling, kommúnistar og Retsr forbundet. Retsforbundet missti þingmenn sína síðast eftir að flokk urinn hafði um þriggja ára skeið tekið þátt í ríkisstjórn með jafn- aðarmönnum og Radikale Venstre. Framh. á bls. 4 Poitiers, Frakklandi, 22. sept. (ntb-reuter). Þrjú böm voru í gæráag numin á brott er þau voru á heimleið úr skólanum. Hefur lögreglan þegar hafið leit er nær um land allt og beinist hún einkum að ungri konu er sat við stýrið í bifreið sinni, er sást í grennd við stað þann, þar sem síðast er vitað um börnin. Var það skömmu áður en þeirra var saknað. Lögrcglan hefur tilkynnt að í skólatösku eins barnsins hafi fundizt bréfmiði, þar sem for- eldrar barnsins eru vöruð við að gera lögreglunni aðvart. Sé það gert, má hamingjan hjálpa barni yðar, segir þar. Ekki er vitað til þess, að gerð hafi ver- ið krafa um lausnarfé og ekki er heldur vitað um ástæðurn- ar fyrir ráni þessu. Börnin þrjú eru Joel Biet, 5 ára, Patrick Guillon, 5 ára, og Christine Guillon 6 ára. Afi barna þess- ara var vanur að fylgja þeim lieim úr skólanum dag hvem. í gær hélt liann aðeins áleiðis með þeim, en hjólaði frá þeim til að sjá hvort þau rötuðu ein. Hann beið eina klukku- stund og er þau komu ekki hjólaði hann til baka og fann orðsendingarnar. MiMMMHMMIMMiMVMVMWMMMVnHMVHVHMMVMMHVM Beygði sig fyrir verkfollsmönnum Saigon, 22. sept. (NTB-Reuter). Ríkisstjórn Kahn hershöfðingja féllst í dag á kröfur verkfallsfor- ingjanna, sem í gær boðuðu alls- herjarverkfaU. Er talið að þessi undanlátssemi ríkisstjórnarinnar muni valda óánægju á ýmsum stöð- um í landinu. Allsherjarverkfall- inu hefur verið aflýst eftir að rík- isstjórnin þvingaði stjórn stórr- ar vefnaðarverksmiðju til þess að fallast á kröfur verkalýðsins. Ríkisstjómin samþykkti í gær að verða við ýmsum kröfum eftir að um það bil 60 þúsund verka- menn höfðu gert verkfall og tug- þúsundir fóru mótmælagöngur um götur Saigon, þrátt fyrir bannið gegn verkföllum og kröfugöngum. Undanlátssemin hefur, að því er góðar heimildh; í hernum segja, valdið verulegri óánægju meðal nokkurra foringja hersins, þeirra, er björguðu stjórn Kahn hershöfð; ingja í stjórnarbyltingunni fyrir níu dögum síðan. Er hér einkum um yngri liðsforingja að ræða, er krefjast þess, að Kahn reki ákveð- na stefnu og sýni í verki, að hann vilji gera allt, sem nauðsyn- legt er, til að koma í veg fyrir að grafið verði frekar undan rík- isstjórninni. Stjórnarskránni ákaft mótmælt Valetta, Malta, 22. sept. (ntb-reuter). Hertoginn af Edinborg setti í dag fyrsta þing Möltu sem sjálf- stæðs ríkis. nia heyrðist til her- togans vegna háværra hrópa í flokksmönnum Verkamannaflokks- ins, er stóðu fyrir utan. Hertoginn hélt ræðu sína við mjög háværa andstöðu mikils mannfjölda, er samankominn var í borgarhverf- unum nálægt þinghúsinu. Voru áhangendur ríkisstjórnarinnar þar einnig staddir og hugðust þeir fagna orðmn hertogans. Mikill f jöldi lögreglumanna réð ist hvað eftir annað að kröfu- göngumönnum Verkamanna- flokksins og reyndi að tvístra þeim. Kom lögreglan Verka- mannaflokksmönnum inn í hlið- argöturnar. Mótmæli Verkamanna flokksins eru gegn hinni nýju stjörnarskrá er veitir kaþólsku kirkjunni mikið vald, liinum nýja varharsamningi við Bretland og einnig þeim fjárhagssamningi, er gerður hefur verið við Bretland. í ræðunni, er hertoginn flutti, segir, að Malta muni gera form- legan samning við Bretland um fjármál og varnarmál. Um utan- ríkismál segir, að ríkisstjórnin muni vinna að öflun nýrra mark- aða fyrir landbúnaðarafurðir eyjar skeggja. Auk þeirra verzlunarvið- skipta, er landið hefur haft við Vestur-Þýzkaland, mun stjórnin vinna að því, að koma á svipuðum viðskiptum við Austurríki, Líbyu og Sviss. Malta hefur samþykkt, að NATO fái að hafa áfram stöðv- ar sínar á eynni. Um tíuleytið valt bifreið af gerð inni Austin Gipsy ofarlega í'Vaðla heiði vestanverðri. Ökumaðurinn. var einn á ferð og varð hann fyrir nokkrum meiðslum og þurfti að sauma sár hans. Ekki munu þau, þó hafa verið mikil. ALþÝÐUBLAOIÐ — 23. sept. 1964 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.