Alþýðublaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 8
f
Frpnskt skopblað hefur grefið de Gaulle nokkrar ráöleggingar í sambandi við hattaval í S-Ameríkuferðinni.
raMMIIUUIUlffllilliUini
FERDALAG DE GAEIEEE
TIE RÖMÖNSKU AMERlKU
|\E GAULLE er lagður af stað í
"'jlengstu utanför sína síðan
hann varð forseti Frakklands og
verður f jarverandi frá París í tæp-
an| mánuð. Hann mun hpimsækja
tíuj lönd í Rómönsku Ameríku.
Eftir komuna til Venezúela hélt
hann ferðinni áfram til Kolombíu,
Eqjuador, Perú, Bolivíu, Chile, Ar-
geptínu, Paraguáy, Uruguay og
Bnsilíu þar sem ferðinni lýkur.
!rranskt herskip á að sveima
un ian strönd Suður-Ameríku. De
Gaiulle mun tvívegis hvílast um
boj-ð, jafnframt því sem hann mun
senda Pompidou forsætisráðherra
fyrirmæli þaðan til að unnt verði
að halda ráðuneytisfundi í fjar-
veru hans.
Ferðalag de Gaulles hefur ver-
ið í undirbúningi í rúmt ár. Fransk
ir embættismenn hafa ferðazt um
Rómönsku Ameríku í marga mán-
uði til að ganga frá öllu í sam-
bandi við ferðalag forsetans, allt
frá öryggisvandamálum til samn-
inga um stjórnmálaviðræður. Fyr-
ir fimm mánuðum gekk de Gaulle
undir tiltölulega alvarlegan upp-
skúrð og læknar hafa ráðlagt hon-
um að reyna ekki of mikið á sig.
En de Gaulle hefur hafnað öllum
mijtbárum, því að hann telur þetta
er|iða ferðalag mikilvægustu
stjórnmálaathöfn sína síðan hann
lejfsti Alsír-deiluna 1962.
Ferðalagið er eins konar próf-
rajtn, bæði hvað heilsu hans
snprtir og stefnu hans í innanríkis-
ogl utanríkismálum. Takist hið
eríiða ferðalag bærilega telur
hann sig hafa sannað fyrir sjálf-
um sér og frönsku þjóðinni, að
hann sé í fullu fjöri og hæfur til
að gefa kost á sér í forsetakosning
unum í nóvember 1965 og sitja út
7 ára kjörtímabil.
EERÐALAGIÐ hefur hins vegar
einnig mikilvægar pólitískar
hliðar, Nauðsynlegt er fyrir de
Gaulle með tilliti til innanríkis-
mála, að viðhalda þeirri goðsögn
um sjálfan sig, að hann sé einhver
valdamesti maður heimsins. Þar
eð stefna hans í Evrópumálum
hefur engan sérstakan árangur
KASTLJÓ£' i
haft í för með sér hefur þessi goð
sögn beðið nokkurn hnekki í Frakk
landi. Velgengni í Rómönsku Am-
eríku mundi bæta úr þessu og
verða honum mjög gott vopn í
kbsningabaráttunni 1965, en þá
munu stjórnarandstæðingar að
sjálfsögðu einnig ráðast á utanrík-
isstefnu hans.
Með tilliti til utanríkismála er
ferðalagið liður i greinilegri til-
raun de Gaulles til að vingast við
þróunarlöndin. Síðastliðið ár hafa
verið mörg teikn á lofti, að Frakk
landsforseti hafi sinnt Asíu, Afr-
íku og Rómönsku Ameríku miklu
meir en Evrópu.
I sumar lét hann upplýsinga-
málaráðherra sinn gera grein fyr-
ir helztu grundvallaratriðum
franskrar utanríkisstefnu í þess-
um hlutúm heims. í stuttu máli
sagt var stefnan sú, sem stjórnin
í París kvað sig fylgjandi, á þá
leið, að stórveldin ættu aðíorðast
íhlutanir og að hin einstöku þró-
unarlönd ættu að njóta óskoraðs
sjálfstæðis.
Með þessu telur de Gaulle, að
aftra verði Bandaríkjunum, Sov-
étríkjunum og Kína frá því að
hlutast til um stjórnmálaþróunina
í þróunarlöndunum, ekki bara
vegna landanna sjálfra, heldur
vegna þess að slík afskipti ein-
hvers stórveldanna mundu leiða til
íhlutunar hinna stórveldanna
tveggja, en slíkt gæti stofnað
heimsfriðnum í hættu.
Framtíðarstefna de Gaulles er
á þá lund, að hann hyggst fylkja
um sig eins mörgum smáríkjum
og meðalstórum ríkjum og hægt
er og fá þau til að gæta eins kon-
ar pólitísks og efnahagslegs hlut-
leysis gagnvart Sovétríkjunum,
Kína og Bandaríkjunum.
KAÐ ER í ÞESSU LJÓSI
-sem skoða verður ferða-
lag de Gaulles til 10 ríkja Róm-
önsku Ameríku. Þau eru í heims-
hluta, sem er vanþróaður en þó
svo langt á veg kominn, að Frakk-
land gæti gegnt vissu hlutverki í
menningarmálum, tækni og efna-
hagsmálum.
Þau hafa sterkar rómansk-
ar erfðavenjur, sefn gera
mannleg samskipti við Frakkland
auðveld en valda jafnframt erfið-
Franihald á 13. síðu
8 23. sept. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
f upphafi vai
Þjóöleikhúsið:
KRAFTAVERKIÐ
Sjónleikur í þrem þáttum
eftir William Gibson
Þýðandi: Jónas Kristjánsson
Leikstjóri Klemenz Jónsson
Leiktjöld: Gunnar Bjarnason
Búningateikningar: Lárus Ing
ólfsson.
EFTIR sýningu Þjóðleikhússins á
leik William Gibsonsi um krafta-
verkið á Helen Keller er ung
stúlka minnisstæðust: Gunnvör
Braga Björnsdóttir: Helen Keller
sjálf.
Saga Helenar Keller, um leið
hennar frá myrkri til ljóss, er
löngu alkunnari en frá þurfi að
segja. Hún er orðin ein af helgi-
sögnum aldarinnar, sagan um mátt
mannsandans að yfirstíga ótrúleg-
ustu erfiðleika, hversu hugsun og
skilningur, þekking, megnar að
skapa sér heim úr óskópni. „í upp-
hafi var orðið”. Sagan um Helen
Keller í bernsku er saga um sköp-
un heims, um leið orðsins til barns
ins í myrkrinu. Og hinni ungu
leikkonu, Gunnvöru Brögu, tekst
að miðla áhorfendum sínum þess-
um skilningi með furðu einföldum
og áhrifasterkum hætti, kannski
betur en sjálfur leiktextinn gefur
beint tilefni til.
Það virðist stundum talið skyld-
ugt hrós um góðan leik að hann
sé „innlifaður”. Og víst mun það
satt og rétt að Gunnvör „lifir sig
inn í” hlutverk Helenar: hún skil-
ar á sviðinu trúverðugri líkamlegri
návist telpunnar. En fyrst og
fremst er nún náttúrlegt barn á
sviðinu hverja stund, engin lítfl
leikkona að „leika” ósköp ólukku-
lega litía stúlku í útlöndum. Það
kynni að mega mæla fyrir „blæ-
brigðaríkari” eða „nákvæmari”
túlkun hlutverksins, gera kröfur
um fyllri „skapgerðarlýsingu”; —
en yrði það ekki á kostnað barns-
ins í leiknum? Falslaus einlægni
Gunnvarar, upprunalegur þokki
og hiklaust öryggi á sviðinu, þar
sem hún virðist öldungis eins og
heima hjá sér, eru leikgáfum henn
ar bezta kjölfestan og stuðla mest
að því að gera Helen hennar Kell-
er trúverðuga og minnlsstæða. Og
það er verðugt lof leikstjórans og
samleikenda hennar að þau koma
alstaðar til móts við hana, gera til
hennar engar kröfur sem henni
eru um megn.
Það væri sannarlega gaman áð
mega spá þessari ungu stúlku mik-
illi framtíð og frama á sviðinu. Og
mörgum þætti vist ýmsu ólíkleg-
ar spáð eftir Kraftaverkið í Þjóð-
leikhúsinu á sunnudagskvöld.
★ UMGERÐ OG INNTAK
William Gibson byggir verk sitt
á réttum heimildum; flest það,
sem fyrir ber eða frá er sagt í
Kraftaverkinu mun eiga fót fyrir
sér í minningum Helenar Keller
sjálfrar og frásögnum kennslukonu
hennar, Annie Sullivan. En „sann-
leiksgildi” af þessu tagi dugir
skáldskaparverki einatt skammt
til ágætis. Og það er fljótsagt um
Kraftaverkið að það er frama-
verk af einföldustu gerð, stílað
upp á það eitt að ná alþýðuvin-
sældum, sem líka hefur allvel tek-
izt víða um heim. Bernskusaga
Helenar Keller er að vísu þannig
lagaður gimsteinn sem óbrenglað-
ur mundi standast ýmsa umgerð;
en líklega er það fánýtt að reyna
að ímynda sér hvað gagnrýnni,
djarfari og metnaðarfyllxi
höfundi hefði orðið úr henni.
Kannski ekki neitt neitt. Gibson
lætur sér nægja að fella söguna í
umgerð yfrið viðkvæmrar fjöl-
skyldulýsingar þar sem nóg er af
liagnýtri amerískri lifsvizku og
einhverskonar útsölu-sálarfræði er
Sviffsmynd úr ’-aftaverkinu.