Alþýðublaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 2
Á RÍtstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt GröndaL - Fréttastjórl: Arni Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltrúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — ASse.tur: AlþýSuhúsið vi3 Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja AlþýðublaBsins. — Áskriftargjald kr. 80.00. — X lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkm-inn. Bágindi kommúnista BÁGINDI steðja nú að Alþýðubandalaginu og íslenzkum kommúnistum. Allt. logar í deilum og ihver höndin er upp á móti annarri. Flokksklíkur herjast um völdin og hámarki munu deilurnar að líkindum ná á flokksþinginu, sem fyrirhugað er að halda í haust. För f immmenninganna á fund Bresnevs í Moskvu hefur að vonum ivákið athygli. Þar með hafa ís- lenzíkir kommúnistar stimplað sig Moskvustimplin um rækilegar en. nokkru sinni fyrr, þótt þeir hafx gert árangurslitlar tilraunir til að má af sér Moskvumerkið frammi fyrir íslenzkxxm kjósend- um. Athyglisvert er, sem nú er upplýst, að Moskvu ■förin var aldrei rædd í miðstjórn flokksins, og að þingmenn kommúnista á Norðurlandi höfðu ekki hugmynd um að verið væri að bjarga kjör- •dæmum þeirra austur í Moskvu eins og ivikublaðið Frjáls þjóð komst að orði. Það undrar því engan þótt nú hrikti í Alþýðu Ibandalaginu og óbreyttum flokksmönnum gremj- ist hegðan foringjanna. Óánægðastir allraeru Þjóð- fvarnarmenn, ,sem við síðustu kosningar gengu til liðs við Alþýðubandalagið, og hafa fram að þessu stutt það með ráðum og dáð. Málgagn Þjóðvarnar tmanna segir, að samstarfinu innan Alþýðubanda- lagsins sé stefnt í tvísýnu, og undra þau ummæli engan, því Þjóðvarnarmenn eru ekki jafn hrifnir af Mosk'vustimplinum og sumir bandamenn þeirra. Vlafalaust verður þess ekki langt að bíða, að ■til stórtíðinda dragi í Alþýðubandalaginu, þegar valdastreitan nær hámarki. Kann þá svo að fara, að Þjóðvarnarflokkurinn kljúfi sig frá því á ný, þótt of snemm sé enn ,.um slíkt að spá“. Tillaga um samstarf FÁMENNUR hópur hernámsandstæðinga íkom saman til tillögugerðar ivið Mývatn fyrir S’kömmu. Ein þeirra tillagna, sem hópurinn sam- þykkti, var að leitað skyldi samstarfs og samvinnu við hernámsandstæðinga í öðrum löndum. Samtök hemámsandstæðinga hafa verið ötul við að koma upplýsingum um starf sitt á fram- færi, og hlakka 'vafalaust margir til að heyra til- Ikynningar um samstarf samtakanna við hernáms andstæðinga í Austur Þýzkalandi, svo eitt dæmi sé nefnt. Ekki ætti ís'lenzkum hernámsandstæðingum heldur að verða skotaskuld að komast í samband við hernámsandstæðinga í öðrum jámtjaldslönd- txm, þar sem dvelur rússneskur her grár fyrir járn txm. Þess er að 'vænta, að forystumenn samtakanna dkýri þjóðinni senn frá árangri og nytsemi þessa samstarfs. Husqvarna Husqvarna eldavélin er ómissandi í liverju nútíma eldhúsi — þar fer saman nýtízkulegt útlit ogr allt það, sem tækni nútímans gretur gert til þess að matargerðin verði húsmóðurinni auðveld og ánægjuleg. Husqvarna elda- vélar fást bæði sambyggðar og með sérbyggðum bökunarofni. Leiðarvísir á íslenzku, ásamt fjölda mataruppskrifta fylgir. Eldri kaupendur fá sendan leiðarvísi gegn kr. 25,00 greiðslu. SÚBURLANOSBRAUT 16 • REVKJAVÍK • SÍMI 3S2 -K H K KYRRÐÁ HEIMILUM! ÞAÐ HAUSTAR AÐ. Gróðurinn hefur misst sinn sumarlit. í dag lemst hann niður í görðunum. Allt gránar og dökknar. Á sunnu- dagsmorgun voru austurfjöllin komin með gráa kolla. Nú fjölgar óðfluga í borginni. Þúsundir koma heim úr sumaratvinnunni og utan- borgarvist. Skólarnir byrja1 kennslu og inn um dyr þeirra streyma þúsundir ungmenna. Ekk- ert af þessu er nýtt. Þannig hefur þetta verið á þessum árstíma. Þeg- ar haustar að breytist alit eins og allt breytist aftur á vorin. Á VORIN er létt yfir manneskj- unni. Það er tími endurvakningar, gróðurs og ástar. Haustin eru tími starfs og íliugunar. Ég hef víst oft sagt það áður, að menn eiga að gera áætlanir um líf sitt og starf og reyna að fyigja þeim. Það er víst að þegar menn leggja á ráðin um verkefni sín og líferni fram í tímann, þá eru þær ráða- gerðir til góðs fyrir þá sjálfa og samfélagið. Ég held að það væri mjög til bóta fyrir alla aðila, að menn settu sér það mark að dvelj- ast sem mest á heimilum sínum í skammdeginu. ÉG HEF TEKH) EFTIR ÞVÍ víða, að borgir gjörbreytast á kvöldum þegar fer að hausta. Þá sér maður varla manneskju á götum borga, aðeins bifreiðar, sem þjóta um. Að vísu eru veitingahús opin, en það er eins og tugþúsundirnar séu inni hjá sér og hafi lokað að sér. HÉR ER SVIPURINN ANNAR. Það er jafnvel algengt, að menn fari í heimsóknir á síðkvöldum, „líti inn til kunningjanna" allt til miðnættis og setjist upp. Þetta er fráleitur ósiður. Allt öðru máli gegnir, ef menn hafa fyrirfram ákveðið að hittast. Það er eðlilegt og sjálfsagt, en hitt á að hverfa úr samlífi okkar. Yfirleitt er bezt að kyrrlátt sé á heimilum eftir kvöldmat í skammdeginu. Þetta er iíka þýðingarmikið á þeim heimil- um þar sem börn og unglingar eru við nám. Gestagangur á síðkvöld- um er óhollur fyrir alla og ekki sízt börn og unglinga. ÞAÐ ER MARGT hægt að gera á síðkvöldum hausts og vetrar. Það er hægt að lesa sér til gagns og skemmtunar. Það er hægt að hlusta á útvarpið, en þar er margt að fá af ágætis efni, en forðast ættu menn að hlusta á allt, Og nú er sjónvarp 'komið á þúsundir heim ila og færist sífellt í aukana, og þó að ákjósanlegt væri, að þetta sjón- varp væri undir okkar eigin stjórn, þá er margt í því til skemmtunar, fróðleiks og göfgunar, sem vert er að horfa á. En aftur segi ég: En forðast ber að glápa á það allt saman. FÉLAGSSTARF FER NÚ aO liefjast fyrir alvöru. Nær öll félög halda uppi margbreytilegu starfL Almenningur á að taka meiri þátt í því en hann hefur gert til þessa. Það eru til fieiri félög en þau sein fyrst og fremst ræða um og starfa að stjórnmálum. Söfnuðirnir halda uppi ýmis konar félagsstarfi íþróttafélögin gera það einnig, þð að seint gangi hjá þeim og starf þeirra og starfsleysi sé efni í sér- stakan pistil, en tilgangurinn með starfi þeirra er góður ef unga fólk- ið tekur þátt í því af heilum hug. ÞANNIG MÆTTI LENGI telja. Tilgangur minn er aðeins sá, að hvetja fólk til kyrrðar á heimilum sínum. Hannes á borninu. HAUST-LAUKARNIR eru komnir. Páskaliljur — Tulipanar Hyasintur — Crocus Sendi í póstkröfu hvert á land sem er. Gróöurhús Paul V. Michelsen Hveragerði. Auglýsingasíminn er 14906 g 23. sept. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.