Alþýðublaðið - 24.09.1964, Síða 7

Alþýðublaðið - 24.09.1964, Síða 7
SAMBAND starfsmanna í bandaríska bílaiðnað- inum, UAW, gerði nýlega kjarasamning við Chrysler fyrirtækið, sem markar tímamót í sögu sambandsins. Aldrei fyrr hafa í einum og sama samningi náðst fram jafn mörg hagsmunaatriði verkamanna. Til- kynnt var, að samningar hefðu tekizt skammri stundu áður en verkfall átti að hefjast. Tölufróðir menn segja, að kostnaður fyrirtækisins vegna hinna nýju kjarabóta verði 57 sent, (um 25 íslenzkar krón- ur) á hverja vinnustund. í eftirfarandi grein er stuðzt við frásögn bandaríska vikuritsins Newsweek af samningunum. Aðeins o5 mínútum áður en verkfall skyldi hefjast, náðist samkomulag milli Crysler fyrir- tækisins og samninganefnda UAW. Verkfall var lengi talið því sem næst óhjákvæmilegt þar eð mikið bar á milli. Slíkt verkfall mundi hafa haft geysi- víðtækar afleiðingar og snert allt efnahagskerfi landsins. Báðir aðilar fullyrða, að hið nýja sam- komulag muni ekki verða til þess að auka verðbólgu í iand- inu. Aðrir eru þó þeirrar skoðunar að enn sé langt í land með, að hægt sé að segja fyrir um hverj- ar afleiðingar samkomulagið muni hafa á efnahagslíf lands- ins í heild. Bent er á, að erfitt sé fyrir önnur stéttarfélagasam- bönd að leggja fram sams konar kröfur og UAW gerði í samning- um við Chrysler, því hér er nær eingöngu um að ræða aukningu ýmissa hlunninda, en ekki bein- ar kauphækkanir. Megin atriði samkomulagsins eru sem hér segir: Eftirlaun: Hækkunin nemur $4,25 (um 180 kr.) á mánuði fyrir hvert starfsár. Áður var greitt $2,80 (um 120 kr.). Verkamenn sem þegar eru komnir á eftirlaun fá $,1,45 (um 65krónur) á mánuði fyrir hvert starfsár. Hætta siemma störfum: Verka menn, sem hætta störfum sex- tugir fá sérstök mánaðarlaun, allt að $400 (rúmlega 16.000 kr.) unz til koma greiðslur frá því opin- bera. Kostnaður fyrirtækisins af þessum sökum er talinn nema 18 sentum (um 8kr.) á hverja vinnu- stund. Frítími: þeir 20.000 starfsmenn, sem starfa við færibönd í verk- smiðjum Chryslers munu fá tólf mínutna aukafrí á dag til við- bótar við 24 mínútur, sem þeir áður höfðu. Kostnaður af þessum | sökum er talinn 3,25 sent á vinnu stund (um 40 kr.). Vísitöluuppbót: Árléga verðilr kaupið umreiknað og tillit tekið til hækkana á vísitölu framfær- slukostnaðar. Áætlaður kostnað- ur 9 sent (um 3,70 kr.) á vinnu- stund. Árleg karphækkun: Næsta ár munu launin hækka 2,5% og á þriðja ári héðan í frá mun kaup- ið hækka um 2,8%. Samanlagður kostnaður talinn nema 15 sentum (um 6,45 kr.) á hverja vinnu- stund. Orlof: Þeir sem unnið hafa eitt ár eða lengur fá vikuorlof til viðbótar venjulegu orlofi á full um launum. Tveir nýir frídagar fengust viðurkenndir og verða greiddir, föstudagurinn langi, og afmælisdagur hvers verká- manns. Kostnaður: 8,5 sent (um 4 kr.) á hverja vinnustund. Tryggingar: Fyrirtækið mun greiða öll iðgjöld af líftryggingu veikinda- og slysatryggingu hvers starfsmanns. Áður greiddi Chrys- ler aðeins 50% þessara iðgjalda. Áætlaður kostnaður á vinnustund er 3 sent (um 1,25 kr.) Talið er fullvíst að í kjölfar þess- ara samninga muni fylgja samn- ingar við Ford og General Motors, sem varla munu vilja hafa verk- smiðjur sinar lokaðar vegna verk- falla, þegar helzti keppinautur þeirra setur árgerð 1965 á mark- aðinn. Forsvarsmenn annarra bílafram- leiðenda eru auðvitað ekki sem ánægðastir með þessa samninga og finnst Chrysler fyrirtækið hafa rof ið samstöðu bílaframleiðenda. Þeir eru einnig þeirrar skoðunar að kostnáðurinn af hin- um nýju samningum verði töluvert meiri en forsvarsmenn Chryslers vilja vera láta. Vegna hærri fastakostnaðar hjá Fordverksmiðjunum telja sérfræð- ingar, að þar muni kostnaðurinn [af þessum kjarabótum, ef um semst verða um 60 sent á hverja vinnu- stund, en ekki 57 sent eins og for- svarsmenn Chrysler telja að það sé hjá sínu fyrirtæki Það er Walter Reuther, hinn 57 ára gamli formaður sambands starfsmanna í bílaiðnaðinum, sem fyrst og fremst á heiðurinn af þessari samningagerð. í fyrsta skipti síðan árið 1955 hefur hon- um nú tekizt að rjúfa samstöðu bílaframleiðenda. Bent er á að það hafi verið hyggi legt kænskubragð hjá honum að ákveða að verkfallshótun skyldi fyrst beitt hjá Chrysler, þar sem það fyrirtæki var veikast fyrir af hin'um þrem stóru bílaframleið- endum vestra. Reuther hafði þau orð um þetta samkomulag, að það væri sögu- legasta samningagerð í sögu banda rískrar verkalýðhreyfingar. Þegar samninjgar höfðu tekizt hringdi Reuther til Ujmdon B. Johnson forseta og tilkynnti honum það. Eitt af því, sem þessi nýi samn- ingur hefur í för með sér, er að nú munu skapast ný störf fyrir fjölmarga unga mcnn, sem at- vinnulausir eru. Ástæðan til þess er að sjálfsögðu sti að samkvæmt samkomulaginu fara mcnn nú fyrr á eftirlaun en áður. Bílafrámleiðendur telja sér nokk urn akk í þessu, þar eð afkÖst munu aukast eftir því sem meðál- aldur starfsmanna lækkar. Það eitt, að frítíminn frá færi- böndunum lengist úr 24 mínútum upp í 36 mínútur, mun hafa það í för með sér að Chrysler verk- smiðjurnar verða að ráða að minn- sta kosti eitt þúsund nýja menn til starfa. Og ef sama verður uppi á tén- ingnum hjá Ford og GM mun þurfa miklu fleiri nýja menn þvF- þau fyrirtæki hafa langtum fleirl starfsmenn en Chrysler. Samningaviðræðurnar voru að sjálfsögðu bæði langar og straág- ar. Þegar tveir dagar voru eítir til verkfalls' sat Chrysler enn við> sama keip og í upphafi samninga- umleitanna, og fjórum stundum áður en verkfallið skyldi hefj- ast var mjög tvísýnt um hvört samningar mundu takast. Aðalmenn af hálfu Chrysler verksmiðjanna í þessum samninga- viðræðum voru John. Leary og William O'Brien . Viðræðurnar fóru fram i höfuðstöðvum Chrysíer verksmiðjanna rétt hjá Detroit. Þar var mikil þröng á þingi cg höfðu samninganefndarmenn fá herbergi til umráða. Stundum ?,á- ust nefndir á gangi á bílastáeðl fyrir utan bygginguna, og eín und- | irnefnd sást halda fund í Chrýsler jbíl, sem einn af samninganefrídðr- mönnum UAW áttí Aðalstarfið fór fram í niu. undirnefndum. Megin viðurværi nefndarmþifna meðan. samningaumleitanir stóðti Framhald á síðu Ifu'1 Walter Reuther formaður sambands verkamanna í bílaiðnaðnum, er til hægri á myndinni. Við hlið hans stendur Leary, sem var aðalmaðurinn í samningunum af hálfu Chrysler. Myndin er tekin skömmu eftir að siamningar. tpkust. AL'þÝÐUBLAÐIÐ - 24. sept. 1964 , T • j

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.