Alþýðublaðið - 22.10.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.10.1964, Blaðsíða 7
Barnaskóli Siglufjarðar settui 10 BÆKUR FRA LEIFTRI Prcntsmiðjan Leiftur í Reykja- vík hefur gefið út 10 nýjar bæk- ur fyrir börn og unglinga, fjór- ar ætlaðar telpum en sex drengj- um. Telpnabækurnar eru: Þrjár í sumarleyfi eftir Irene Ravn, Knútur Kristinsson þýddi; Naney og leyndardómur gamla hussins eftir Carolyn Keene, Inger Halls- dóttir þýddi; Hanna tekur á- kvörðun eftir Brittu Munk, Knút- ur Kristinsson þýddi; og Matta- Maja verður fræg eftir Björg Gazelle. Gísli Ásmundsson þýddi. Síðastnefndu bækurnar tvær eru 14. og 13. bækurnar í bókaflokkum með samnefndum söguhetjum. Af drengjabókum Leifturs er ein íslenzk, ,Tói og flugbjörgun-' arsveitin eftir Örn Klóa, en þatt~ mun vera dulnefni höfundar. Er þetta 5. bók hans um þessa sögu- lietju. Hinar bækurnar eru Sgg- an af Tuma litla eftir . Mark Twain, þýðanda ógetið; Blóð-ref- ur eftir Karl May, þýðanda óget- ið; Kim og gimsteinahverfið eft'r Jane K. Holrn, Knútur Kristins- son þýddi, og loks Smyglaraskip- ið og Kjarnorkuleyndarmálið crt- ir Henri Vernes, sem Magir.;3 Joehumsson hefur þýtt báðar. Seg- ir á titilsíðu að þetta séu æsi- spennandi drengjasögur um af- reksverk hetjunnar Bob Morans. I Barnabækur Leifturs eru flesíar um og yfir 100 bls. að stærð. Barnaskóli Siglufjarðar var sett Ur á Siglufjarðarkirkju kl. þrjú síðastliðinn laugardag þann 3. okt. Athöfnin hófst með því að sung ið var „ísland ögrum skorið", gn síðan las sóknarpresturinn séra Ragnar Fjalar Lárusson ritningar- grein og lagði út af henni. Síðan hélt Hlöðver Sigurðsson skóla- stjóri Barnaskólans skólasetnipg- arræðu. Hóf hunn mál sitt með því að tala um að margt hefði breytzt síðan skólinn var settur síðast, en nú væri um 100 börnum færra en þegar flest hefði verið í skólanum, og nú væri aðeins 12 bekkjardeild ir en hefðu flest verið 17. Vegna kennaraskorts varð að tvískipta nokkrum bekkjum, sem annars hefði þurft að þrískipta. Tveir kennarar láta nú af störf um við skólann, þær Anna Þráins dóttir og Guðný Pálsdóttir, Anna er á förum til Noregs, en Guðný fer í Kennaraskólann. í stað þeirra átti að ráða tvo fasta kennara, en illa gekk að fá menn með kennararéttindi, og var því horfið að því ráði að fá rétt- indalausan kennara. Ekki fékkst þó nema einn slíkur, ungur Sigl- firðingur, Ólafur Ragnarsson. Sagði skólastjóri, að.hann hefði nú I verið ráðinn, og vænti skólinn góðs af starfi hans. Hinir föstu j kennarar skólans múnu bæta við j' sig kennslu fram yfir. það, sém skylt er, til að anna kennslunni. Starfsfólk skólans er að mestu i leyti það sama og undanfarið, að , öðru leyti en því, að Arnör Sig-' urðsson hefði látið af störfum sem umsjónarmáður við skólann, en við því starfi tekið-Oddúr JónSson. Harmaði skólastjóri þau mistök, sem því hefðu valdið, að Arnór hætti starfi, og ságöi að hann hefði rækt störf sín' með sérstakri prýði. Arnór hefur nú vérið ráð- inn umsjónarmaður við barnaskól ann í Borgarnesi. Hlöðver Sigurðsson skólastjóri ræddi síðan um kennaraskortinn og sagði það vera erfiðasta vanda mól skólanna nú á dögum. Taldi hann eina helztu ástæðuna fyrir kennaraskortinum yerá léleg lauh kennar.a miðað við aðrar stéttir þjóðfélagsins. Skólastjóri sagði, að kennarastarfið væri bæði á- hvrgðarmikið og erfitt starf og það væri lán fyrir hvern skóla, að hafa góðum kennurum á að skipa, Sagðist hann vona, að úr þessum & Tíminn og Kennaraskólinn Þann 115. þ. m. birtist í Tím- anum forsíðufrétt um Kenn- araskóla íslands. Greinin er rituð af K.J., fréttamanni blaðs ins. Segir K. J. þar: „Þó minnst mönnum keyra um þverbak þegar Kennara- skólinn sem tekinn var í not- kun baustið 1952, hefir sprengt af sér öll bönd.“ Þetta væri hægt að segja ef allur skól- inn hefði þegar verið reistur. Nú er ekki svo. Aðeins hluti af aðalbyggingu hefir verið tekinn í notkun, en sá hluti, engan veginn fullsmíðaður. Kennaraskólinn er mér vitan lega eina opinbera byggingin hér í borg, þar sem í upphafi er gert ráð fyrir mikilli stækk- un — þegar ástæður og fjárráð leyfa. Þar að auki munu rísa á skólalóðinni, æfingaskáli, fim leikaskóli, eða alls átta 'bygg- ingasamstæður. Enn fremur segir K. J.: „Kennslustofur dæmdar ó- liæfar vegna þröngra stiga og slæmrar loftræstingar". Kennslustofurnar í Kennara- skóla íslands eru hinar full- komnustu sem enn hafa verið smíðaðar hér á landi, loftræst ing betri en þekkist í öðrum skólum og stigagangar rúmir. Einhver kennsla hefur farið fram í risherbergi, sem ætlað er fyrir safnmuni. Loftræsting þar er til fyrirmyndar. — K.G. HUUMMMHHWWMmHtMMMUMMUtUUUUMMMtMVW málum rættist á næstu árum, og skólar landsins gætu valið úr kenn urum. Hvað Siglufirði viðvíki sagðist skólastjóri vona, að úr vandamálum skóianna . rættist jafnhliða yandánjálum. bæjarfél- agsins, og hvor.t tveggja héldist í hendur á uppleið, ehis- og það hefði haldist. i hendúr' á niður- leið undánfarin ár. Þessu næst ræddi skóíástjóri um skólakerfið yfirleitt óg 'hvað þar mætti faára til bétri vegar. Síðan talaði hann nm hlutverk skólanna óg beindi svo máli steu'til nem- enda skóíáns’ sérstaklega. Kvað liann þá eiga að lítá á namið eins og hvert annað starf,- hliðstætt störfum fullorðna fólksins og gera sér ljósan .tilgahg starfsins, sem hann- sagði áðallega vera fcvíþættan Annars vegar hinn hagnýta ár- angur, sem kæmi áð beinu gagni í lífinu, en hins vegar það, sem miðaði að því að gera alla að betri mönnum og riýtari þjóðfélags- þegnum. •:_ -- Öll störf, hverjú hafni, sem þau nefnast, .krefjast mikillar þekkingar, sagði skólastjóri. Þeir, sem eitthvað eru 'búnir að læra, komast álltaf bétur áfram í lífinu og þeir fá éinnig þetur laúnaðar stöður, hélt skólastjóri'áfrám. Ég hvet ýkkur þyí; némendur góðir til að stundá námið af kappi, það veitir ykkur meiri ánægju óg eyt ur andlegan þroska ykkar. Maður- inn er vitsmunagædd vera og vif teljum okkur æðri en aðrar verui jarðarinnar. Okkur er eiginlegt að leita þekkingar og við viljum allt af vita meira og rneira, — meira í dag en í gær, eins og ágætu ljóði, er þið hafið lært. Skólastjóri sagði, að það leiðinlegt líf og leiðinlégur skóli, ef menn vildu aðeins vita það, sem þeim væri nauðsynlegt, og er mennirnir almennt yrðu þannig, gætu þeir ekki lengur talið sig æðri en dýrin, því að mörg hefðu mjög gaman að því að læra. Eitt það dásamlegasta í lífinu, ságði hann vera að auka við ingu sína og læra. Aðeins eitt til, sem gæfi okkur meiri það væri að gera aðra menn á- nægða eðá veita þeim gleði á hvern hátt. — Við erum öll sammála eitt, sagði Hlöðver Sigurðsson, skólastjóri að lokum, það er að eiga skemmtilegan vetur í skól- Frh. á 1S. síðu. wymimar Austurbæjarbíó: „SKYTTURNAR“ — eftir sögu Alexandre Dumas. Frakkar hafa nú sýnt minn- ingu Alexandre Dumas þá vafa sömu virðingu að setja saman eftir hinni frægu sögu hans „Skytturnar“ og ber Bernard nokkur Borderie á- byrgð á þeim verknaði. Mynd þessi er sýnd í Austurbæjar- bíói og á sjálfsagt eftir að öðl- ast nokkrar vinsældir, en ekki er það fyrir eftirminnilegan Ieik, snjalla persónusköpun, af burða tækni.góða leikstjórn.né 'annað slíkt sem til kosta má tclja. Hitt mun ráða, að miklir og harðir atburðir gerast, skylmingar eru ótæpt sýndar og talsverð glettni fylgir. Það má og telja að Gerard Barry í hlutverki D'Artagnan er ári snjall trúður og að því er virðist snjall skylmingamaður. Ekki get ég stillt mig um að minnast á það hér, að Austur- bæjarbíó á þakkir skildar fyrir að láta kvikmyndasýninguna (og væntanlega sýningar sínar allar?) hefjast réttstundis. Mættu öll kvikmyndahús liafa sama sið. 11111111 iiiitiiiiiiiimiMiimiiMiiiuiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiniiiiiiiiiiiiiiiii> i • limilllMIIMIMMIIIIIIlMMIII I ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 22. okíóber 1964 y

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.