Alþýðublaðið - 22.10.1964, Blaðsíða 15
kom með þessi blöð í morgun. —
Heyrðu sagðu ég þá við hana,
þú ættir ekki að vera að kaupa
, þessi blöð, blessuð reyndu held-
ur að gleyma þessu öllu. Ég veit
livað þú gengur í gegnum elsk-
an, þú skalt ekki halda, að ég
viti ekki, að þú hefur vorið a'ð
gráta í alla liðlanga nótt. Þú
hefur ekki gott af því, og ekki
kemur það blessuninni honum
Tom að neinu gagni úr þessu.
Þú ert bara að gera mig vitlausa
méð þessum óhemjulátum. og nú
ættirðu bara að hætta þessu. En
auðvitað gerði hún það ekki. Til
þess var ekki nokkur von.
Hún var óðamála og brosti
til okkar. Þegar hún var að segja
okkur frá öllu þessu. Hún hefði
getað haldið endaiaust áfram að .
blaðra svona, en þegar hér var
komið spurði Pétur. — Er
Sandra ekki heima?
— Nú var það Sandra, sem
þið ætluðuð að hitta, sagði hún.
Ég hefði getað sagt ykkur strax
að hún er ekki heima, og ég hef
ekki hugmynd um hvenær von
er á henni heim.
— Nei, við komum ekki til
að hitta Söndru, sagði Pétur. Við
komum til að hitta þig.
— Ef þið ætlið að fara að
tala um prakkarastrikið, sem við
gerðum þér, begar þið Anna
komuð hingað síðast . . Þú mátt
ekki vera reiður út af því. Það
var í rauninni Tom, sem átti
hugmyndina að því. Mér fannst
alls ekki rétt að ég þættist vera
móðir hans. Því mér fannst að
við gætum sáert þær tilfinning-
ar, sem þú bærir í brjósti til þinn
ar raunverulegu móður. Og ég
sagði við. Tom: — Hvað held-
urðu að hann haldi um mig, að
ég skuli vera móðir hans og vera
ekki eidri en þetta. — Þú ert
svo prýðileg leikkona Ivy, sagði
Tom- þá. Ég hlakka til að sjá þjg
leika móður mína. Og það var
nú meinið. Ég get aldrei sett mig
lir færi. um. að leika smáhlut-
verk, fái ég tækifærj til. Þetta
er meðfæddur fjári hjá.mér. Ég
ætlaði mér að verða leikkona,
en svo eignaðtst ég Söndru og
þá var sá draumurinn búinn. Ég
komstraunar aldrei almennilega
af stað.
Allt í lagi við skulum bara
gleyma þessu prakkarastriki,
sagði Pétur. En það sem mig
langar til að fá að vita núna
frú May.
— Kallaðu mig Ivy, elskan.
— Það sem mig langar til að
vita hélt Pétur áfram, er livers
vegna þú sagðir lögreglunni, að
þú hefðir ekki hringt til mín í
mín í gærmorgun.
— Nú einmitt það. Mér fannst
eins og henni létti. Ég hringdi
alls ekki í þig, og sagði lögregl-
unni þess vegna bara sannleik-
ann. Átti ég heldur að ljúga að
þeim. Hefðirðu heldur viljað
það? Segðu mér bara hvað ég
hefði átt að segja lögreglunni.
— Frú May, ég vil að þú segir
sannleikann, og játir að hafa
hringt í mig í gærmorgun og beð
ið mig að hitta þig á ákveðnu
kaffihúsi við veginn til Lond-
on, sagði Pétur.
— Ég get ekki farið að segja
það núna, sagði hún hálf vand-
ræðalega. Því ég er búin að segja
lögreglunni, að ég hafi ekki
hringt. Fari ég- að segjá annað
núna vita þeir, að ég er að ljúga,
og það kemur hvorki mér né þér
til góða. Ef ég hefði vitað fyrr
hvað ég átti >að segja, hefði ég
auðvitað . . .
— Þú hringdir í mig, sagði
Pétur.
— Hún hristi höfuðið. — Nei,
það gerði ég alls ekki.
Hann hélt áfram þolinmóður.
— Ég þekkti rödd þína mæta-
vel. Það var ekki um að villast.
— Nei, elskan. Ég hef ekki
hugmynd um hver þetta gæti
hafa verið, en allavega var það
ekki ég. Hún sneri sér nú að
mér. Heyrðir þú í þessari mann
eskju, sem hann heldur að hafi
verið ég?
— Pétur hristi höfuöið. Þú
veizt að hún gerði það ekki. Því
þú talaðir bara við mig.
— Þetta er heilmikil ráðgáta,
sagði hún og studdi hönd undir
kinn. Ef einhver hefur sagzt vera
ég í símanum . . . Ég get sann-
að að ég hringdi ekki til þín og
ég er búin að sanna það fyrir
lögreglunni. Ég sagði Við lög-
regluþjónana: í gær fór ég ekki
út fyrir dyr, fyrr en eftir hádeg
ið, og ég borðaði hádegismatinn
seint eins og ég geri nær ævin-
lega. Paula kom til mín um
morgunmn, eins og hún er sjálf
til vitnis um. Hún fékk lánað
straujárnið mitt til að strauja
p'na blússu og nokkra kjóla, því
straujárnið hennar var í ein-
hveriu lamasessi. Lítið bið bara
í kringum ykkur, sagði ég, og
bað gerðu þeir svo sannarlega.
Þeir le;tuðu allstaðar eins og þeir
bvggiust við að síminn hiá mér
væri falinn í skdrsteininum eða
guð má vita hvar. Ef bú v'lt líka
leita Pétur, þá er það meira en
velkomið, því ég kann alls ekki
bennan áhyggjusv:p á þér.
— Hann stóð strax upp og .
fór út,.
Mér fannst Ivy May verða
hálf hissa, að hann skyldi hafa
tekið þessu boði hennar svona
á stundinni. en hún yppti aðeins
öxlum góðlátlega.
— Ég segi alveg satt, Anna,
sagði hún. Ég hringdi ekki í
hann.
— En gæti ekki verið að það
hefði verið Sandra, sem aðeins
hefði stælt rödd þína?
— Sandra? sagði hún skyndi-
lega hvasst. Nú voru augu henn
ar ekki lengur sakleysisleg held
ur hvöss og hörð.
— Þið hafið afskaplega líkan
málróm, sagði ég. Hún hefði átt
afar auðvelt með að segjast vera
þú.
Það var skrýtið að fylgjast
með henni meðan hún var að
ráða þgð við sig hvort 'hún ætti
að samþykkja það sem ég hafði
sagt eður ei. Hún gat aðeins sagt
það sem hún var búin að hugsa
löngu fyrirfram, eða það sem
einhver annar hafði sagt henni
að segja.
Að lokum hristi hún höfuðið
Hún hristi það nokkrum sinnum
með aukinni áherzlu.
Þetta var ekki Sandra. Hún
var hjá Tom, þegar hann hringdi
í Pétur. — En hefur þér ekki
dottið í hug, að það hafi verið
konan, sem hann segist hafa hitt
á strætisvagnabiðstöðinni?
— Hún gæti ekki stælt rödd
þína, sagði ég. Þið hafið aldrei
hitzt.
Ég var heldur ekki að segja,
•uosspieaeH ^iTJÞH
ANNIHÍIŒVIVI HH HHAII
SÆNGUR
Hrein
frisk
heilbrigð
húð
Endurnýjum gömlu sængnmar.
Seljum dún- og fiðurheld ver.
NÝJA FIÐUEHREINSUNIN
Hverfisgötu S7A. Sírni 16738.
Auglýsingasíminn er 14906
í baksturinn
QnÖQÍð
TEÍKNARI* ,
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 22. október 1964 15,
'TE^/ObY