Alþýðublaðið - 22.10.1964, Blaðsíða 16
Fyrirlestur Carlsens
vakti mikla athygli
SJALDAN hefur slíkt úrval af
va'.damönnum þjóðarinnar safn
azt til að lilýða á fyrirlestur,
sem í gær, er Norðmaðurinn
Reidar Carlsen talaði hér um
baráttu Norðmanna fyrir jafn-
vægi í byggð landsins. Þessi
fyrrverandi ráðherra, sem nú
' stýrir atvinnustofnun norsku
byggðanna, flutti fyrirlestur á
vegum norsk-íslenzka félagsins
í Tjarnarcafé uppi, og var sal-
urinn þéttskipaður.
Þarna voru alþingismenn í
stórhópum, enda liöfðu þeir
rætt um skyld mál allan fundar
tíma sameinaðs þings fyrr um
öaginn. Þarna voru ráðherrar-
og háttsettir mebættismenn úr
ölium áttum, leiðtogar úr við-
skipta- og athafnalífi og fjöl*
margir aðrir. Þótti Carlsen mæl
ast vel, enda er hann baráttu-
maður af lífi og sál fyrir jafnri
byggð landsins og mótun nú-
tíma þjóðfélagsaðstæðna fyrir
alla landsmenn.
Carlsen lagði áherzlu á, að
flóttinn til þéttbýlisins væri
sérstaklega skaðlegur, af því að
bezta fólkið. færi oftast fyrst,
og þyrfti því að endurvekja
traust og fá dugandi konur og
menn til að viðhalda byggðinrii.
Hann sagði ítarlega frá marg-
víslegum ráðstöfunum í Noreg:
og öðrum löndum, en lagði
áherzlu á, að peningar gætu
ekki læknað allt, hér þyrfti
meira að koma til. Tæknin færi
stöðugt vaxandi og gerði afköst
hvers manns meiri, þannig að
allar stéttir eigi að fá jafn góð
lífskjör. Þyrftu að koma til
nýjar byggðir, þar sem unnt
væri að lifa alhliða nútímalífi.
Norðmenn yrðu að reisa sem
svarar eina 44.000 manna borg
á ári, en hins vegar færu fimm
sveitabýli, sem ekki eru hag-
kvæm í rekstri, í eyði á dag.
Fyrirlesturinn vakti mikla at
hygli og gaf hinum íslenzku
ráðamönnum margt að hugsa.
Alþýðublaðið kost*
ar aðeins kr. 80.00 á
mánuði. Gerizt á*
skrifendur.
Fimmtudagur 22. október 1964
MÚSIKALSK-
IR ÞJÓFAR
Reykjavík, 21. okt. — OTJ.
BROTIST var inn í starfsmanna
hús að Álafossi í morgun, og stol-
iff baðan töluverðum verðmætiun.
Þjófarnir virðást hafa verið menn
músikalskir, því 'að engu var stol-
ið nema Royal Standard harmon-
Guðmundur Steinsson,
Wýtt íslenzkt
leikrit frumsýnt
í GÆR VAR frumsýning í
'•’jóðleikhúisnu á Forsetaefninu
eftir Guðmund Steinsson. Aðal-
’fb.íutverkin eru leikin af Róbert
'jftrnfinnssyni og Rúrik Haralds-
%yni, en leikstjóri er Benedikt
Árnason. Næsta sýning verður svo
■á Iaugardagskvöld.
VANIAR3 SKOLASTJORA
OG FIMMTAN KENNARA
Reykjavík, 21. okt. 1964.
í yfirliti, sem blaðinu barst í
gær frá fræðslumálastjóra um
skólastjóra- og kennarastöður,
kemur í ljós, að nú vantar aðeins
3 skólastjóra og |15 kennara. Er
þetta góð útkoma miðað við fyrri
ár. Yfirlitið fer hér á eftir:
1. Barnaskólar:
Auglýst hefur verið fyrir 106
skólahéruð 28 skólastjórastöður
og 185 kennarastöður.
Settir hafa verið í embætti 33
skólastjórar og 169 kennara. Sum
ir þeirra endursettir án auglýs-
inga, ef báðum aðilum líkar vel-
(Skólanefndum og kennurum).
í umferð eru bréf varðandi 2
skólastjórastöður og 23 kennara-
stöður.
brjár nýjar bækur frá
Almenna bókafélaginu
Almenna bókafélagið hefur sent
4rá sér þrjár nýjar bækur hausts-
ffkis, Allt eru þetta bækur, sem
*»iga eftir að vekia athygli á bóka-
•tarkaðnum. Fyrst er að nefna
„í>ætti um íslenzkt mál“, undir
•itstjórn próf. Ilalldórs Halldórs-
«K>nar, því næst bókina „Spánn“
*?tir Hugh Thomas, úr bókaflokkn
um Lönd og þjóðir, og síðast en
ekki sízt fyrstu smásögur ljóð-
skáldsins, Guðmundar Frímanns.
Bókin heitir „Svartárdalssólin,“
og er tíu ástarsögur.
Þættir um íslenzkt mál, eru eftir
nokkra íslenzka málfræðinga. Dr.
Halidór Halldórsson prófessor hef
Framh. á bls. 4
Nú vantar enn 3 skólastjóra (í
6 mán. skóla) og 11 kennara, en
búið er aff ráða stundakennara á
3 stóðum, svo aff raunveruleg
kennaravöntun er ekki nema 8,
flest farkennarar.
II. Framhaldsskólar:
Auglýstar voru 101 staða (þar
af 3 skólastjórastöður) fyrir 36
stofnanir alls.
Settir hafa verið' 3 skólasfcjórar
og 100 kennarar. Nokkrir þeirra
endursettir í sömu stöðu.
Nú vantar 4 kennara, en búið
er að leysa vandann að mestu með
stundakennurum. j
Það er sameiginlegt fyrir barna-
og framhaldsskóla, að allmargir
kennarar, sem settir hafa verið,
hafa ekki full kennararéttindi og
sumir eru réttindalausir, en þeir
eru ekki settir í stöður, nema ekki
isé völ á möimum með réttindum.
iku, og Phillips plötuspilara og út
varpi (samstæðu).
Sá sem í herberginu býr var á
n^eturvakt þegar þetta skeði, og
uppgötvaði því ekki þjófnaðin.n
fyrr en henni var lokið. En ná-
granni hans í næsta herbergi
kveðst hafa vaknað um 6 leytið 1
morgun, við einhvern umgang, lit
ið út og séð þá til tveggja manna
á dökkum ,sex manna bíl, senni-
lega Ford. Er talið að þar hafi
verið þjófarnir. Þeir hafa farið
inn um glugga tekið þýfið á bak-
ið, og spásserað svo út um aðal-
dyrnar. Er talið vafalítið að þar
hafi verið á ferðinni menn sem
eru kunnugir á Álafossi. Þeir sem
kynnu að verða varir við harmon-
iku eða útvarpssamstæðu af fyrr
nefndum tegundum í „grunsam-
legum“ höndum, eru vinsamleg-
ast beðnir um að láta lögregluna
i Reykjavík, eða Hafnarfirði vita.
I SAMBANDI við frétt, sem
birtist í Alþýðublaðinu fyrir
nokkru, um fjárdrött hjá bílainn-
flutningsfyrirtæki, er rétt aö taka
fram, að kæran á framkvæmda-
stjóra þess er byggð á niðurstöð-
um í bókhaldi þess, eftir aff lög-
giltur endurskoöandi hafði farið
yfir það.
PERUSALA LIONS-
KLÚBBS Akraness
í KVÖLD fara Lionsfélagar um
Akranes og selja Ijósaperur. Allur
ágóði rennur til áhaldakaupa fyrir
sjúkrahús Akraness. Akurnesing
ingar eru hvattir til að styrkja
gott málefni og kaupa ljósaperur
Lionsfélaga í kvöld.
★ SPILAKVÖLD AlþýSuflokksfélaganna í HafnarfirSi verður j
A8i|iýðuiiúsinu í kvöld kl. 8,30. — Spiluð verður félagsvist. Sameiginlei;
llaffidrykkja. Emi! Jónsson, formaður Alþýðuflokksins, flytur ávarp. Kvik-
‘ttipdasýning. Félagsmenn eru beðnir að mæta vel og stundvíslega.
Guðjón B. Baldvinsson
Jón Þorsteinsson
Sigurður Ingimundarson
Fundur Alþýðuflokksfél. annaö kvöld
ALÞÝÐUFLOKKSMENN í Reykjavik eru minntir á félagsfund Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur í
Iðnó næstkomandi föstudag 23. október kl. 8,30. Fundarefni er: Verðtrygging sparifjár; nauðsyn-
legar aðgerðir í útsvars- og skattamálum. Frummælendur verða Sigurður Ingimundarson alþm.,
Jón Þorstcinsson alþm. og Guðjón B. Baldvinsson, deildarstjóri. Kaffi verður á boðstólum á fundin-
um að venju. Allt alþýðuflokksfólks er velkomið á íundinn og er hvatt til að fjölmenna. - Stjórnin.
iWWMWWWWWMWVWWMWMWMVWmWWWWWMWWMWWMUMWWW