Alþýðublaðið - 13.11.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.11.1964, Blaðsíða 7
 Sambandsþing Bindindisfélags ölsumanna hefur samþykkt eftir- farandi ályktun um hægri handar akstur: Til ríkisstjórnar íslands (Forsætisráðherra.) Sambandsþing Bindindisfélags ökumanna, haldið í Reykjavík 24. október 1964, telur mjög æski- legt, að hægri handar akstur verði tekinn upp hér á landi hið fyrsta, og skorar á ríkisstjórnina að láta hefja, eins fljótt og unnt er, nauðsynlegan undirbúning að því. Jafnframt heitir BFÖ öllum þeim stuðningi við málið, er samtökin geta í té látið. Sambandsþingi er vel kunnugt um þann undirbúning, sem þeg- ar er hafinn í þessu máli til at- hugunar á kostnaði við umgetna breytingu. Með tillögu sinni vill það leggia áherzlu á, að það telur þessa breytingu óumflýjan- lega, fyrr eða síðar, og þá flest, sem mælir með því, að hún verði gerð svo fljótt sem unnt er, eða að afloknum öllum nauðsynleg- um undirbúningi, sem hlýtur að taka langan tíma, en nauðsynlegt er að geti hafizt sem fyrst, al- mennt. í Næsta tbl. tímaritsins Umferð ar, spm væntanlega kemur út i nóvember, og verður sent yður, hr. forsaetisráðherra, fjallar aðalr- greinin um hægri handar akstur og þær hugmyndir, sem BFÖ hefur um það, hvernig skuli vinna að farsælli lausn í þeim málum. Umferffarslysunum fer stöðugrt fjölgandi. Fö VILL BREYTINGAR Á UMFERÐARLÖGUNUM Vilja taka upp hæari akstur hér BFO fekur umferðamálin lil alhugunar! SHVBSTflfill SætúnJ 4 - Sími 16-2-27 , BiiUna tf smurður fijótt og Beljuia sUmt tegmto tf mmdin Látið okkur stilla og herða upp nýju bifreiðina! BÍLASKOÐUN Skúlacötn 32. Simi 18-10«. Látið okkur ryðverja og hljóðeinangra bifreiðina með TECTYL! RYÐVÖRN Grensásveg 18, síml 1-99-45 Sambandsþing Bindindisfélags ökumanna hefur skorað á Al- þingi að breyta ákvæðum gild- andi umferðarlaga í ýmsum veigamiklum atriðum. Fer tillaga þingsins í heild hér á eftir: Fjórða sambandsþing Bindind- isfélags ökumanna, haldið í Reykjavílc 24. október 1964, sam- þykkir að skora á Alþingi að breyta ákvæðum gildandi umferð arlaga á þann veg, að 1. ákvæði 25. gr. umferðarlag- anna, varðandi vínandamagn í blóði ökumann, verði breytt þann ig, að í stað 0.50 %„ (pro mille) komi 0.35'/cc í stað 1,20 %c komi 0,80 /c. 2. Það ákvæði sé sett í lögin, að ökumönnum, sem taka gjaid fyr- ir akstur á fólki og/eða vörum, sé með öUu bannað að neyta áfengra drykkja, deyfandi og/eða svæfandi lyfja síðustu 8 klukku- stundir fyrir akstur. Sama gildi um staðgengla þeirra. 3. Ökumönnum þeim, sem um ræðir hér að framan, skal meðan á stJrfstíma þeirra stendur, vera með öllu óheimilt að kaupa áfenga drykki fyrir 'aðra, enda þótt það'sé gert án endurgjalds. 4. Maður, sem tekinn er fyrir að hafa valdið umferðarbroti, tjóni eða. slysi, skal taiinn hafa ekið undir áfengisáhrifum, enda þótt ekki náist til hans fyrr en allt að '5 klukkustundum eftir at- burðinn, ef hann er þá undir áhrifum áfengis. 5. Enginn, sem grunaður er um ölvun við akstur, má neita að ’láta flytja sig til læknisrannsókn ar, eða sýna mótþróa gegn þeirri ráðstöfun. Sambandsþing Bindindisfélags ökumanna samþykkti tvær eftir- farandi tillögur fyrir skömmu: Til dómsmálaráðherra íslands. Sambandsþing Bindindisfélags ökumanna, haldið í Reykjavík 24. október 1964, skorar á dómsmála- ráðherra. að beita sér fyrir því„ að uppkvaðningum dóma og framkvæmdurn þeirra, vegna brota á umfcrðarlögunum, verði hraðað mikið meira en nú tíðk- ast. Ennfremur að framfylgt sé stranglega ákvæðum 80. greinar umferðarlaganna um fangelsun og réttindasviptingu vegna ölv- unar við akstur. (Sambandsþing BFÖ telur að dómur og fullnæging hans, sem kemur fljótt á eftir broti, sé sál- fræðilega séð miklu áhrifameiri 6. Sambandsþing BFÖ telur, að bifreiðastjórum, sem sviptir hafa verið ökuleyfi ævilangt, vegna ölvunar við akstur, skuli ekki 'Veitt ökulayfi á ný, nema að þeir hafi sannanlega verið bind- indismenn í samfleytt 5 ár eftir brotið. Tillögur um refsingar. 1. Viðurlög við brotum umferð arlaganna varðandi ölvun við I akstur, verði þyngd þannig, að og vænlegri til að bera árangur, en ef mikill dráttur verður á. lEnnfremur mun hætta á því, að maður, sem lengi verður að bíða eftir fullnægingu dóma, líti að lokum á hana sem hefnd frá hálfu þjóðfélagsins en ekki refs- ingu). Til borgarstjórans í Reykjavík. Sambandsþing Bindindisfélags ökumanna, haldið í Reykjavík 24. október 1964, samþykkir að lýsa ánægju sinni yfir því, hve vel hef- ur miðað áfram gatnagerð í Reykjavík á yfirstandandi- ári, og telur að með slíkum framkvæmd- um sé stefnt að auknu umferðar- öryggi, almennri hollustu og auk- inni endingu ökutækja. brot gegn 1. mgr. 25. greinar lag- anna, sbr. 3. mgr., svo og brot gegn 2. mgr. sömu greinar, varoi ætíð sviptingu ökuleyfis um á- kveðinn tíma. 2. Hver sá, er innan 5 ára fiá fyrra broti verður sannur að sök um ölvun við akstur, skal svipt- ur ökuleyfi æviiangt. 3. Brot gegn þeim ákvæðum, er um ræðir í tillögu nr. 2 hér að framan, varði sömu refsingu og ölvun við akstur. 4. Brot gegn ákvæðum í tillögu nr. 3 sé látið varða sviptingu öku- leyfis í ákveðinn tíma. 5. Brot gegn ákvæðum í tillögu nr. 5, sé látið varða verulegri þyngingu við ákvörðun refsinga eða sviptingu' réttinda. Tillögur um nýja lagasetningu. 1. Fjórða sambandsþing BFÖ, haldið í Reykjavík 24. október 1964, samþykkir að skora á Al- þingi að setja lög, e.r skyldi alla þá, er leyfi hafa. á hverjum tíma ti! áfengisveitinga, að hafa einn- ig jafnan til sölu óáfenga ávaxta- drykki, þ. e. hin svokölluðu óá- fengu vín. 2. Fjórða sambandsþing BFÖ, haldið í Reykjavík 24. októbér 1964, samþvkkir að skora á A1- þingi að setja lög um ökuskóla, og að þar verði m. a. ákveðið um kennslu í umferðarsálfræði cg um áhrif áfengis varðandi um- ferð. VANDIO VALID - VELJIÐ VOLVO Vilja halda dóms- uppkvaðningum ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. nóv. 1964

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.