Alþýðublaðið - 13.11.1964, Blaðsíða 4
Reykjavík 12. nóv. EG.
EFTIRLIT MEÐ ÚTLENDINGUM.
JÓHANN HAFSTEIN, dómsmálaráðherra (S) mælti í dag fyr-
Ir frumvarpi til laga um eftirlit með útlendingum. Frumvarpið er
\flutt vegna væntanlegrar aðildar íslands,' að samningi hinna Norð-
urlandanna frá 12. júlí 1957 um afnám vegabréfaskoðunar innan
Norðurlandanna. Megin stefna þess samnings er sú,
sagði ráðherrann, að útlendingar geti ferðast að v’ild
án þess að sýna vegabréf innan Norðurlandanna eftir
að þeim hefur verið veitt innganga í eitt þeirra. Yrðu
því vegabréfaeftirlitsmenn að nokkru að ’gæta hags-
muna alira Norðurlanda í senn við störf sín. Frum-
varp þetta er samið af nefnd, sem’endurskoðað hefur
ö.'l ákvæði og reglugerðir um þetta efni með tilliti
til væntanlegrar aðildar íslands að fyrrgreindum samn
ingi. Enn fremur sagði Jóhann Hafstein; að frumvarp
ið gerði ráð fyrir lögfestingu ýmissa framkvæmda-
atriða, og að öðrum ákvæðum væri breytt til samræmis við það
sem er í grannlöndum okkar.
VERNDUN GAMALLA HÚSA.
Einar Olgeirsson (K) mælti í dag fyrir frumvarpi, sem hann
flytur, og fjallar um breytingu á lögum um verndun forn
minja. Leggur Einar til að eigendur þeirra húsa, sem
byggð eru fyrir 1874 og enn eru í notkun verði skyld-
aðir til að halda þeim við, en séu slik hús ekki notuð.
eða viðhald þeirra vanrækt, sé 'það réttur og skylda
ríkisins að halda þeim sómasamlega við. BreytingartR-
laga Einars gerir og ráð fyrir að ríkisstjórninni sé heim
• ilt að kaupa slík hús samkvæmt mati, og leggur þá
skyldu á hendur eigendum húsa, sem byggð hafa verið
fyrir 1874, að semja um sýningaraðstöðu við ríkisstjórn séu húsin
sérstaklega til sliks fallin.
ORLOFSLENGING.
Frumvarp til laga um lengingu orlofs var afgreitt frá neðri
deild í dag og fer nú til efri deildar.
Jóhann Hafstein dómsmálaráðherra (S) mælti í dag fyrir breyt-
ingu á 2. mgr. 256 grein hegningarlagá, þar sem gert er ráð fyrir
að hámarkstjórn sem miðað er við í nefndri grein verði hækkað í
3000 krónur úr 1000 krónum.
LÝSISHERZLUVERKSMIÐJA.
Skúli Guðmundsson (F), Gunnar Gíslason (S), Ólafur Jóhann-
esson (F), Einar Ingimundarson (S), Björn Pálsson (F), Jón Þor-
steinsson (A) og Ragnar Arnalds (K) hafa lagt fram þingsályktun-
artillögu sem er svohljóðandi:
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta nú þegar kanna
möguleika á sölu hertrar síldarfeiti á erlendum mörkuðum og gera
að öðru leyti ræltilegar rannsóknir á því, hvort nú sé orðið tímabært
að byggja á Siglufirði verksmiðju til herzlu síldarlýsis, sainkv,
ákvæðum laga nr. 93. frá 1942. Sýni rannsóknirnar hagstæða út-
komu, skal þegar hefja byggingu verksmiðjunnar.
BYGGJA ÞARF FLEBRI
NÝJA MENNTASKÓLA
Reykjavík, 12. nóv. EG.
Rikisstjórnin hefur ákveðið, að
byggður skuli nýr menntaskóli í
Reykjavík og verður hafizt handa
um frámkvæmdir næsta vor.„ Ég
er ennfremur eindregið þeirrar
skoðunar, að byggja þurfi fleiri
menntaskóla á landinu og að
sjálfsagt sé aff byggja mennta-
skóla bæði á Vestfjöröum og
Austfjörðum“, sagffi Gylfi Þ. Gísla
son, menntamálaráðherra í um-
ræðum um stofnun menntaskóla
á Vestfjörðum, sem fram fóru í
neðrideild Alþingis í dag.
Umræðurnar hófust með því
að Hannibal Valdimarsson (K)
mælti fyrir frumvarpi til laga um
stofnun menntaskóla á Vestfjörð
um, sem hann flytur ásamt öðrum
þingmönnum kjördæmisins. Hanni
bal kvað ekki
mikla þörf að
gera nákvæm-
lega grein fyrir
efni frumvarps-
ins, því að það
hefði þegar ver-
ið gert átta sinn-
um á Alþingi. Hann rakti stofnun
menntaskólanna á Laugarvatni og
Akureyri, og lagði ríka áherzlu
á nauðsyn þess, >að stofnaður yrði
menntaskóli á Vestfjörðum hið
fyrsta. Hé.r í Reykjavik væru nú
þegar þrír menntaskólar, sagði
hann, og mætti það ekki ske, að
þeim fjórða væri bætt við áður
en Vestfirðingar og Austfirðingar
fengju eigin menntaskóla. Hanni-
bal kvaðst að lokum treysta því
að þetta frumvarp yrði nú látið
ganga rétta boðleið en ekkj látið
daga uppi í nefnd.
Sigurður Bjarnason (S) lagði
áherzlu á að gera yrði allt sem
unnt væri til að jafna aðstöðu
landsmanna í þessum efnum en
eins og sakir stæðu væri aðstaðan
alls’ekki jöfn. Sigurður sagði, að
menn væru nú almennt orðnir
sammála um ágæti þess fyrir-
komulags að dreyfa æðri mennta
stofnunum um landið í stað þess
að staðsetja þær allar í Reykja
vík.
Matthías Bjarnason (S) reifaði
sögu og þróun menntaskólanna
hér á landi, og ga't þess að um
þessar mundir stæði yfir í öll-
um hreppum vestfjarða undir-
skriftasöfnun undir áskorun til
Alþingis um að verða við þeirri
réttmætu kröfu Véstfirðinga að
þar í fjórðungnum verði komið
á fót menntaskóla.
Sig]urvin Einarsson (F) sagði
að allir virtust nú geta verið sam-
■mála um mikilvægi menntunar,
en spurði jafnframt hvort allir
gætu þá ekki verið sammála um
að allir hafi jafna aðstöðu til að
njóta menntunar. Það eru nú 18
ár síðan þessu máli var fyrst
hreyft á þingi, sagði Sigurvin, og
nú vil ég spyrja hæstvirtan
menntamálaráðherra, hver sé af-
staða hans til þessa máls og hvort
hann vilji styðja þetta frumvarp?
Einar Ágústsson (F) sagði, að
sjálfsagt væri að dreyfa og fjölga
menntaskólunum og kvaðst hann
vera því hlynntur, að stofnaðir
yrðu menntaskólar bæði fyrir
austan og vestan, en þrátt fyrir
það dygðí ekki að loka augunum
fyrir því að knýjandi þörf væri
á nýjum mennlaskóla í Reykjavík,
þar sem núverandi skóli væri orð
inn allt of 1-ítill. Hannibal Valdi
marsson ætti ekki að vera með
dylgjur og brigzl, í garð þeirra sem
það vildu, því hinir sömu vildu
einnig að stofnaðir yrðu nýir
menntaskólar úti á landi.
Gylfi Þ. Gíslason, menntamála
ráðherra (A), sagði að ríkisstjórn
in hefði þegar ákveðið að byggja
nýjan mennlaskóla í Reykjavík
og mundi það verk hefjast næsta
vor. Ráðheirrann kvaðst eindregið
vera þeirrar skoðunar, -að byggja
þyrfti fleiri menntaskóla og það
sem fyrst. Þær framkvæmdir sem
næst blöstu við
í þessum efnum
1 sagði hann atS
! væru, að stækka
| heimavist mennta
skólans á Laug
arvatni, þannig
að fullnýta
mætti þá kennslu
krafta, sem þar
væru, og auk
[ þess væri bæði
eðlilegt og sjálf
sagt að byggja menntaskóla fyrir
austan og vestán, Gylfi benti á
að löggjöfin um menntaskólaná
væri í ítarlegri endurskoðun eink
um JbVafð varðar nárr»efni, -ei»
við þá endurskoðun mundi einn
ig sjálfsagt að taka tillit til fram
tíðarstaðsetningr menntaskóla úti
á landi. Þá væri og um þessar
mundir unnið að framkvæmda-
áætlun um skólabyggingar hér á
landi næstu árin, og hlyti einnig
að verða rætt um byggingar nýrra
menntaskóla í sambandi við þá
áætlun.
Auk fyrrgreindra töluðu Óskar
Jónsson (F) sem atyrti Hannibai
fyrir að taka of stórt upp í sig,
og að lokum talaði Hannibal aft
ur og kvaðst hvorki hafa veirið
með dylgjur eða brigzl, en kvaðst
heldur ekki hafa talað neina tæpi
tungu. Málið var síðan afgireitt
til annarar umræðu og mennta
málanefndar.
Lesið Alþýdublaðið
Varðberg
Frh. af 16. síðu.
í nefnd, sem starfaði á vegum Sam
einuðu þjóðanna að því að kanna
möguleikana á sameiningu Þýzka
lands. Mun Kristján rifja upp ým-
islegt það, sem gerzt hefur á
.sviði alþjóðastjórnmála og menn-
ingarmála á þeim langa ferli, sem
hann hefur fylgst með gangi þeirra
, mála.
Auk félagsmanna í „Varðbergi"
gefst meðlimum í „Samtökum um
vestræna samvinnu" kostur á að
taka þátt í fundinum.
Þetta er annar hádegisfundur-
•inn, sem „Varðberg" í Reykjavík
éfnir til á þessum vetri, en slíkir
fundir eru fastur liður í starfsemi
félagsins.
innincfarAjyolcl
SJ.RS.
ÞETTA, STÍLFAGRA OG VANDAÐA
EINS MANNS RÚM ER í SENN VEG-
LEG OG VARANLEG
JÓLAGJÖF,
GLÆSILEGT URVAL
HÚSGAGNA AF
ÖLLUM STÆRÐUM
OG GERÐUM
MUNIÐ HENTUG HUS
GÖGN Á HAGSTÆÐU
VERÐI.
HUSGÖGN
Ath. Opið til klukkan 10 í kvöld
Híbýlaprýði h.f. - Sími 38177 •> Hallarmúla
4 13. nóv. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ