Alþýðublaðið - 13.11.1964, Blaðsíða 15
skrifstofuna? sagði hún um leið
og við lukum við að borða morg-
unverðinn. Það var einhver von-
arhreimur í rödd hennar eins og
hún hlakkaði tii að verða ein eft-
ir í húsinu. Það var gaman að fá
þig í heimsókn og þið Pétur verð
ið að koma tli okkar 'bæði, þeg-
ar hann kemur af spítalanum.
Gættu þin nú vel. Daníel sagði
mér að leggja ríkt á við þig að
fara varlega, ef þú færir eitt-
livað út. Ég held að liann hafi-
verið að hugsa um hvort ein-
liverjir vondir menn kynnu að
halda að vesalingurinn hún
Sandra hefði kannski sagt þér
eittiivað, sem þú mættir vita.
En blessuð vertu annars ekki að
hafa neinar áhyggjur. Þú skalt
auðvitað fara eins varlega og þú
getur, en vertu ekki með neinar
óþarfa áhyggjur. Enginn má sköp
um renna.
Ég held að með þessu hafi hún
verið að reyna að hugga mig.
Hún baltraði með mér út að hlið
inu, kyssti mig í kveðjuskyni og
horfði á eftir mér ganga burt.
Ég hef 'aldrei efazt um að frú
Barfoot þætti vænt um mig, en
eins hef ég alltaf verið viss um
að henni þótti vænt um þegar ég
fór, því þá var hún ein eftir í
liúsinu og hún elskaði einveruna
Ég fór ekki á skrifsfofuna, held
ur hringdi ég og bað um frí og
fór því næst á spítalann.
Þar var mér sagt, að Pétur
hefði farið þaðan kvöldið áður.
Læknarnir höfðu verið því mót-
fallnir, og vildu enga ábyrgð
bera á þessu tiltæki hans. Það
var lágvaxin kona og fremur stutt
í spuna, sem gaf mér þessar upp-
lýsingar. Ég gat ekki á neinn
liátt kennt henni um þetta, en
um nóttina. Hún kvaðst ekkert
það var stutt í mér og ég spurði
hana, hvort einhver hefði látið
hann hafa símanúmer og heimilis
fang hjónanna, sem ég gisti hjá
vita um hvað honum hefði verið
sagt, þegar hann fór út, hún
hefði ekki verið á vakt og hefði
hreinlega ekki hugmynd um hvað
átt hefði sér stað.
Þegar ég kom aftur út á göt-
- una varð ég skyndilega ofsa-
hrædd Ég fór í næsta götusíma
og liringdi heim í íbúðina okkar.
Þar svaraði enginn. En ef Pétur
skyldi ’hafa komið þar og skilið
eftir skilaboð, þá ákvað ég að
fara þangað, því ég taldi líkleg-
ast, að þangað hefði hann farið.
Þegar ég kom heim sá ég að
hann hafði meira að segja sofið
þar um nóttina og hann hafði
skilið eftir skilaboð til mín í eld
húsinu. Ef þú kemur aftur, _____
stóð á miðanum, — þá er ég far-
inn til Lachester.
Hann sagði ekkert 'hvenær
hann hefði farið, hvernig hann
hefði það, eða hvað ég ætti að
gera. Það var eitthvað við fyrstu
fjögur orðin, sem gerði það að
verkum, að það setti hálfgerðan
hroll að mér. Hvar hélt hann eig-
inlega að ég hefði verið? Hvað
datt honum í hug, að ég hefði
verið að gera?
Nú fannst mér ekki vera nema
eitt, sem ég gat gert, og það var
að fara til Laehester. Ég hringdi
samt fyrst heim til dr. Lindsay
og frú Joy kom sjálf í símann og
sagðist vera ein heima Dr. Lind-
say væri í sjúkravitjunum og
það hefði ekkert heyrzt frá Pétri
allan daginn.
Ég sagði henni, að hvort sem
yrði á undan heim, Pétur eða
dr. Lindsay, að segja þeim þá
að ég væri á leiðinni. Síðan hrað-
45
aði ég mér á næstu strætisvagna
stöð og lagði af stað
Ferðin tók mig um það bil
tvær og hálfa klukkustund og
allan þann tíma hugsaði ég -stöð-
ugt um hvað væri framundan hjá
okkur Pétri.
Þennan dag var veður einstak-
lega gott. Það var glaðasólskin
og blankalogn og sannarlega leit
út fyrir að veðrið gæti haldist
þannig óbreytt næstu dagana. Á
svona dögum finnst manni eig-
inlega synd að gera nokkuð ann-
að en sleikja sólina. Mér fór að
líða hálfilla i bílnum, því það
var mikill hiti úti og mollulegt
inni. Ég var stöðugt að velta því
fyrir mér, hvernig við Pétur gæt-
um tekið upp þráðinn að nýju.
Það var næstum ómögulegt að
ná taki á þessum þræði þessa
stundina, en nú reyndi þó held-
ur betur á styrkleik hans. Hluti
af sjálfri mér hafði misst trúna
á þessu öllu saman, en samt
fannst mér sú skoðun engan veg-
inn raunveruleg.
Mér fannst vagninn rétt mjak-
ast áfram og sólin skein of björt
beint í augu mín. Þegar við fór-
um að nálgast Lachester fannst
mér bíllinn aftur fara of hratt,
því ég vildi geta velt þessu betur
fyrir mér áður en komið væri á
leiðarenda. Allt. í einu var ég
samt kominn á fætur og búinn
að ’biðja vagnstjórann um að
stanza. Ég fór út skammt frá
Hvíta hestinum og gekk í áttina
að kránni. Ég var ekki hálfnuö,
þegar mér fannst að ég hlyti að
vera að sjá ofsjónir, því mér
hafði sýnzt Daniel Barfoot ganga
inn á krána. það var ekki von á
öðrum strætisvagni fyrr en eftir
dágóða stund, og þess vegna
fannst mér það ekkert gera til,
þótt ég færi inn og athugaði
hvort ég hefði séð rétt. Ég hélt
áfram og á bílastæðinu við krána
sá ég bíl Daniels við hliðina á
sendiferðabíl Geo Biggs. Augna-
bliki síðar gekk ég inn og þá stóð
Daniel Barfoot við borðið og var
að panta sér wiskýlögg í glas.
Ekki veit ég 'hvað frú Barfoot
hefði sagt, ef hún hefði vitað um
þetta, því hann mátti ekki drekka
neins konar áfengi. Um leið og
ég sá þetta, sá ég annað, sem
gerði það að verkum, að mér brá
öllu meira. Geo. Biggs sat í sínú
venjulega horni, en hann hélt
ekki á glasi með tvöföldum wiský
sjúss, eins og hann var vanur,
heldur hélt hann á glasi af tómat
safa. Útlit lians var betra en það
hafði áður verið. Hann var svo-
lítið vandræðalegur ’og það var
næstum eins og hann skammað-
ist sín svolítið. Hann var gulari
í framan en ég minntist að hann
hefði verið áður. Það var ekki
um.að villast að hann sá mig
og þekkti mig, en hann gaf það
aðeins. til kynna með því að
depla augunum nokkrum sinn-
úm, og svo hélt hann áfram að
horfa sem fastast niður í glasið
■ sitt.
Ég gekk til Daniels Barfoot og
sagði: — Þú hefðir nú getað
sagt mér að þú ætlaðir hingað.
Þú hefðir getað sparað mér far-
gjaldið með strætisvagninum.
Hann hrökk við þegar ég sagði
þetta. — Mikið er mér annars
illa við þegar einhver kemur mér
svona á óvart. Þú steinsvafst
þegar ég fór i morgun og ég er
viss um að það hefði þurft heila
lúðrasveit til að vekja þig. Fyrst
þú ert nú komin hingað, livað
má ég þá bjóða þér að drekka?
Ég svaraði honum og sagði að
mig langaði ekkert í, en ég vildi
mjög gjarnan að hap,n æki mér
til Lachester.
>
að t.
SÆNGUR
Endurnýjum gömlu sængurnar.
Seljum dún- og fiöurheld ver.
NÝJA FIÐURHREINSUNHV
Hverfiagötn 87A. Síml 16738.
Góðan daginn, frú Lindsay, ^
sagði Galpin, eigandi krárinnar. j
og kom að borðinu til okkar. Við !jt
höfum ekki séð ykkur hjónin •:
hérna síðan á laugardaginn. Það
var nú annars nieira vesenið. Mér
þótti afsapiega leiðinlegt
heyra það, sem svo gerðist. Auð- ti
vitað gat engu okkar dottMS í hug: ■>
til hvers þessi kynni gætu leitt, ,
— ekki satt, Georg?
Georg Biggs skellti glasimi \
sínu á borðið. Dagsatt, sagði }
hann svo lágt að varla heyrðist. '
— Ég ætla að fá aftur í glasið, '
sagði hann.
— Aftur það sama? spurði
Galpin furðu lostinn. ,j
— Já, heyrðirðu ekki hvað ég J
sagði? endurtók Biggs.
— Viltu alls ekki Vodka sam*
an við?
Biggs leit á Galpin og hana
var á svipinn eins og hann ætl*
aði að fara að kasta upp. Galpiri
yppti öxlum og fyllti glasið af
tómatsafa, og bætti svolítilll
Worcestersósu og ögn af sítrónu
safa út í. '
— Mér finnst ég varla get*
tekið við greiðslu af þér fyrit
þetta, Georg, sagði hann og ýttl
peningunum til hans aftur.
— Þú vilt helzt aldrei taka at
mér peninga, sagði Biggs dapur-
lega. — Hvað ér eiginlega aA
peningunum mínum? Eru þeif
uos.s)>)!pau3a qoijBf
:NVUmtIVK H3 H3AH
GRANNARNIR
i M Cb ^
• 1
—• X.vo vaailjR, etan núgga, þrjá jacöatberia, Bel bidda .. .
etam vaaiíia, tvo násra — sei; það er iíka vítlaust . ,.s» eino
VEROUR svmo
'\ (CVÖLD KL.B
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. nóv. 1964