Alþýðublaðið - 13.11.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 13.11.1964, Blaðsíða 8
SIDAN kosningarnar í Svíþjóð fóru fram í september hafa leið- togar borgaraflokkanna þriggja, Hægri flokksins, Miðflokksins og Þjóðarfloklcsins, mikið rætt um samvinnu sín í milli. En nú er svo komið, að þessar umræður hafa snúizt upp í harðar deilur milli flokkanna innbyrðis. Hægri flokk- urinn virðist því eindregið fylgj- andi, að borgaraflokkarnir taki upp samstarf, en Miðflokkurinn og Þjóðarflokkurinn eru hikandi og óttast, að Hægri flokkurinn mundi mestu róða í slíku samstarfi. I septemberkosningunum var í nokkrum kjördæmum boðinn fram sameiginlegur hluti Mið- flokksins og Þjóðarflokksins, svo- kallað „Medborgerlig Samling,” og gafst þessi tilraun að sumu leyti vel. í báðum flokkum berj- ast sterk öfl fyrir eflingu þessa samstarfs fyrir bæjar- og sveitar- stjórnarkosningarnar 1966 og þing kosningarnar 1968. En það eru síður en svo allir fylgismenn flokkanna, sem hrifn- ir eru af slikri þróun. Ýmsir ótt- ast, að sjálfstæði þeirra verði skert, og einkum eru margir sem hafa ímugust á því, að salnstarfið nái til hægri flokksins. Það hefur vakið furðu hve Hægri flokkurinn beitir sér ein- dregið fyrir samstarfi borgara- flokkanna, en flokkurinn beið ó- sigur í þingkosningunum. Leið- togi flokksins, prófessor Gunnar Heckscher, hefur gefið í skyn, að samstarfinu skuli komið á í áföng- um. Fyrst skuli tekin upp „tækni- leg” samvinna af ýmsu tagi í ýms- um kjördæmum í bæjar- og sveit- arstjórnarkosningunum 1966 og skuli þessi samvinna leiða til al- gerrar sameiningar flokkaniía fyr- ir næstu þingkosningar. Heckscher hefur gefið í skyn, að nauðsynlegt kunni að reynast að haga samstarfi borgaraflokk- anna í bæjar- og sveitarstjórnar- kosningunum þannig, að árangur þess verði fjórar ólíkar sam- steypur: Alger borgaraleg sam- vinna. Medborgerlig Samling plús hreinir flokkslistar, Medborgerlig Samling plús Hægri og allir flokk- arnir þrír hver í sínu lagi eins og áður. ★ TILSLAKANIR. Hægri menn hafa undirbúið jarð veginn fyrir borgaralega sam- vinnu með því áð breyta afstöðu sinni til ellilaunamálsins. í kosn- ingabaráttunni hömruðu hægri menn á því, að hluta þeirra 2 milljarða króna sjóða, sem eftir- launastofnunin nýja, ATP, fær til umráða, yrði varið til að auka eftirlaun þeirra, sem þegar njóta eftirlauna. Nýlega hélt flokksráð Hægi flokksins fund um eftirlaunamál ið. í tilkynningu, sem gefin va út eftir fundinn sagði* að þeirr sem ekki fengju ellilaun nú þeg iimiiiMiiiiiiiiiMiiiiiimmiiiniiiiiiimiiiiiiiiiiiimMmimiimiiiimiMmMimimmiuiiiiiimMiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiimiMmimiimiiiimiiiiiiiiiimiiiimminiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiili ,, í DÝRAGARÐI | Brunnir kolskógar. Leikrit í einum þætti eftir Einar Pálsson. I Tónlist: Páll ísólfsson. | Leiktjöld: Steinþór Sigurðsson I og Saga úr dýragarðinum. Leikrit í einum þætti eftir 1 Edward Albee. Þýðandi: Thor Vilhjálmsson. Leiktjöld: Steinþór Sígurðsson I Leikstjóri: Erlingur Gíslason. Leikur Edvvards Albees gerist 1 á Miklatúni þeirra í New York = Central Park, á sumardegi, síð- 1 degis, í baksýn er lauf, tré, him- | inn, segir í textanum. Líklega Lzn sólskin. Frá þessu er vikið í sýn- ingu Leikfélags Reykjavíkur undir leikstjórn Erlings Gísla- sonar: þar standa bekkirnir tveir á nöktu sviði, umluktu háum, ó- kleifum járngrindum. Dýragarð- urinn er hér, — þar sem gerist saga þeirra Jerrís og Péturs um einmanaleikann og um dauðann; tvenns konar einmanaleik, tvenns konar dauða. Þessi umgerð hæfði vel þeim Helga Skúlasyni og Guðmundi Pálssyni. Óhamingja, örvænting, ofsi Jerrís var alla tíð þunga- miðja sýningarinnar; hann er eins og dýr í búri, tærður af hungri í eitthvað, bara eitthvað, kannski mannleg samskipti, sam- úð, líf. Hvað sem er. Og þessi sýning varð eins konar einsmanns sýning Jerrís: Helga Skúlasonar. Þetta er nú alls ekki sagt til að niðra leik Guðmundar Pálssonar sem einmitt gerði Pétri afbrags- góð skil samkvæmt þeirri aðferð sem valin var. Hann var uppmál- aður smáborgarinn, friðsamur, óáleitinn, hlutlaus, niðursokkinn í hugsunarlausa ánægju með eig- in hag, og að því skapi uppnæm- ur fyrir sjálfum sér, virðingu sinni. Guðmundur Pálsson var Helga sönn stoð og stytta og hlut- verk hans, réttskapað í sýning- unni, hæfilega skoplegt. En þess má líka minnast að önnur áherzla leiksins væri möguleg, svo að Pétur skipaði þar miklu meira rúm: lýsing hins hversdagslega, hversdagsmannsins. fremur en þess afbrigðilega. Hvort tveggja á heima í dýragarðinum. Þar með er ekki sagt að röng leið liafi verið valin. Þvert á móti. Það sannaði Helgi Skúla- son í hlutverki Jem's sem hann nýtti sér til fullnustu. Jerrí hans gerir ekkert af tilviljun eða í kæruleysi: í upphafi miðar hann Pétur út, velur sér liann, hvert orðsvar, viðbragð hans síðan er skref í áttina að settu marki, hnífstungunni í lokin — þótt það verði engum Ijóst fyrr en að henni er komið. Þetta er sál- fræðileg hrollvekja, gædd sí- aukinni spennu, stígandi til Ioka. Og Helga Skúlasyni tekst að sanna okkur þennan mann, gera þessa stígandi raunverulega, hnífstunguna annað og meira Brunnir kolskógar: Haraldur Björnsson og Gísli Halldórsson. Saga úr dýragarðinum: Guffmundur Pálsson og Helgi Skúlason. en hrollbragð. Hún virtist raun- verulegur áfangi, rökrétt ferða- lok •— þótt sú ferð endi í spurn, blendingi hermitóns og bænar eins og. líka segir í textanum. Eg helá Helgi hafi engu hlut- verki sínu gert jafn-fullkomin skil, ekki einu sinni Franz í Föngunum í Altóna, þótt reyndar sé þar :ólíku saman að jafna. Þessi: sýning mun vera frum- raun Erlings Gíslasonar sem leikstjóra hjá Leikfélaginu, og verður ekki annað sagt en vel hafi tekizt. Hann virðist hafa skilið alveg réttum skilningi efni við sýningarinnar í leiktexta og leikendum; sönnun þess er hve áreynslulaus, sjálfleikin Saga úr dýragarðinum virtist. Thor Vil- hjálmsson þýddi leikinn á kjarn gott mál, þjált og eðlilegt án þess það yrði nokkurn tíma hversdagslegt, sem er víst meiri list en virðast kynni. Edward Al- bee er í hópi þeirra höfunda sem vekja mesta athygli og forvitni um þessar mundir, í fararbroddi nýrrar kynslóðar í leikhúsinu. Það var sannarlega gaman að fá að kynnast við hann í sýningu sem þessari sem öllum er til sóma sem að henni standa; og verður enn forvitnilegra eftir en áður að sjá Virginiu hans Woolf í Þjóðleikhúsinu, sem verður víst nú á næstunni. En sýningu Leikfélagsins ættu allir að sjá sem hirða vilja um leiklist okkar eins og hún gerist bezt. ★ AFTUR TIL KOLSKÓGA. Á undan Sögu úr dýragarðin- um var leikinn einþáttungur Einars Pálssonar, Brunnir kol- skógar, sem Leikfélagið lék áður á listahátíð í vor. Þá fannst mér örla ýmislega á skáldskap í þessu verki, eða öllu helduc skáldlegri hugmynd; og raunar finnst mér enn að svo sé. En óneitanlega verða missmíði leiksins ljósari við að sjá hann upp á nýtt. Eink- anlega háir honum uppgert og forskrúfað tungutak; viðleitni leiksins til persónusköpunar er lengst af hálfkæfð í málfari hans. Og bygging leiksins er með mikl- um lýtum, einkanlega hin lang- vinjiu og treggengu inngangsat- riði. Þar börðust þeir vonlítilli baráttu við óþjálan efnivið Gísli Halldórsson, sem nú er kominn í hlutverk Arnórs bónda, og Har- aldur Björnsson í hlutverki prestsins. Arnór var í meðförum Gísla niðurbældur, undirokaður af bágindum sínum, og yfir sig viðkvæmur; Gísli má stundum gæta sín að værna ekki hlutverk sín — og sízt er það vert í þess- um leik. En Haraldi Björnssyni auðnuðust engin sannfærandi tök á sira Jóni; með köflum virtist hann alveg utangátta hlutverk- inu sem líklega var vonlegt; ann- ars staðar var eins og brygði fyrir drögum að lýsingu prests- ins sem nýttust þó ekki í sam hengi. Líklega var hlutverkaskipan nær lagi í vor; Brynjólfur Jó- hannesson í hlutverki Arnórs, — Gísli prestsins. En betri texti væri þó miklu nauðsynlegastur. Það sanna átök þessara þriggja mikilhæfu leikara við efnið, fjórar túlkunartilraunir þeirra í öðrum hlutverkum «ru sem fyrr þau Kristín Anna Þórar- insdóttir (Geirlaug), Helga Bach- mann (Steinvör) og Pétur Ein- arsson (duggarinn) og gerðu þeim skil eftir föngum sínum og þeirra sem fyrr. Helgi Skúlason leikstjóri hefur leyst sinn starfa af hendi með góðri trúmennsku; en spyrja má Framhald á 10. siðu ........... S 13. nóv. 1964 —- ALÞÝDUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.