Alþýðublaðið - 13.12.1964, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 13.12.1964, Qupperneq 3
SIGVALDI HJÁLMARSSON: AÐ GEFA EÐA GIRNAST ÚR ÞVÍ að komið var fram á út- mánuði, fannst fólki hér fyrrum í einmanaleik og drunga hinna íslenzku skammdegisvikna, að liorfa mætti fram til ljúfari tima: Vorið, blessun náttúrunnar og huggun hrelldra sálna, var smátt og smátt að færast nær. Þó voru erfiðustu tímar ársins jafnan fram undan. Vetrarbyljirnir voru oft harðastir á útmánuðum, og ef farið var að þrengjast í húi, mat- ur af skornum skammti, eldivið- ur rýr og heyin knöpþ, ef ekki voraði vel og snemma, háði bónd- inn stríð sitt við náttúruöflin, hald inn nokkrum kvíða um málalok. Það var þá jafnan karlmennsku afrek að sjá sér og sínum sóma- samlega farborða. ,,Ég vil engan hafa á mínu skipi, sem ekki er hræddur”, sagði Moby Dick. Sama gildir í mannlifinu. Ótti er annað en ragmennska. Hetja getur óttast. Hetja er sá sem óttast, en hefur samt hug- rekki til þess að halda áfram og gefast ekki upp - sá, sem þolir kvíðann fyrir því sem enginn virð- ist geta ráðið við . sá, sem þolir mikla ábyrgð, þqgar einhver verð- ur að taka á sig mikla ábyrgð, og ekki er hægt að kenna neinum um, ef illa fer, nema sjálfum sér. Það hvíldi mikil ábyrgð á herð- um íslenzkra heimilisfeðra fyrir svo sem hundrað árum, því að þá var ehn ekki bægt frá dyrum manna þeim voða, að menn létust úr ófeiti, einsog hungurdauðinn var svo kurteislega orðaður í kirkjubókunum. Til þessarar á- byrgðar fundu þeir jafnan þungt á veturna. Og það hvílir vafalaust dkkert mirfni ábyrgð á íslenzkum heimil- isfeðrum í dag, þótt hún sé nú annars eðlis. Nú er ekki spurningin, hvort menn liafa í sig og á. Nú er þetta orðið öfugt. Menn halda áfram að borða, þótt þeir séu ekki svangir og drekka þótt þeir séu ekki þyrstir, og þeir leita skemmtana, þótt þá langi ekki til að skemmta sér. Svo er nú öld snúið og örlögum rennt. Mönnum gengur auðveldlegar að gera sér grein fyrir þeim álirif- um, sem framfarir síðustu áratuga hafa á efnalegt líf manna, en hinu er miklum mun erfiðara að svara, hvaða breytingar það liefur í för með sér almennt að búa við liin nýju skilyrði til langframa. Enn virðist ekkert vera komið í Staðinn fyrir þá miklu brýningu karlmennsku og manndóms, sem fólgin er í því að heyja baráttu . við tvísýn lífsskilyrði. ' Ekki svo að skilja, að óblíð kjör geri manninn betri út af fyrir sig. En það er hægt að vaxa á barátt- unni-við alla erfiðleika, og ef til vill er það mein nútímans, að fólk skilur ekki nógu vel á hvern hátt það er erfitt og vandasamt að vera manndómsmaður við hin nýju skilyrði. Okkur liefur ekki skilizt nógu vel í hverju það er fólgið að vera hetja við hin auð- veldu skilyrði nútímalífsins, og við hvað við eigum að vera hrædd- ir til þess að verðskulda það nafn. Það er augljóst mál, að á sama hát.t og það getur verið lirein hetju dáð að hugsa aðeins um mat og föt, þegar það er erfitt að afla þeirra, er ekkert eins löðurmann legt áhugamál og það að hugsa ekki um annað en þessar nauð- synjar, þegar þær koma með auð- veldum hætti upp í fangið á manni, óðar en við er litið. En um livað eiga menn þá að hugsa? Ég tel, að þeir gjgi fyrst og fremst að hugsa um eitthvað ann- að en sjálfan sig og sína stór- merkilegu persónu, beina athygl- inni frá því, sem þeir geta svo auð veldlega aflað sér. í enskri tímaritsgrein var ný- lega frá því skýrt, að eitt af þvi sem þjakaði nútímafólk mest væri einmitt það að keppa eftir að eign- ast meira af því, sem það þegar ætti. Menn kepptust við að vinna fyrir meiri tekjum til þess að geta byggt stærra og nýtízkulegra hús, keypt fleiri og nýtízkulegri mubl- ur og stærri og furðulegri bíl, enda þótt þeir ættu bæði hús og bíl og mublur fyrir. Okkur hefur ekki skilizt í hverju það er fólgið að vera hetja við hin auð- veldu skilyrði nú- tímalífsins... Þetta er kjánalegt kapphlaup. Og svo endar þetta með pillum til þess að geta sofið, og öðrum til þess að geta vakað. En hvernig væri nú að leiða at- hyglina við og við að kjörum ann- arra í staðinn? íslenzkar brauð- og mjólkur- stöðvar í Alsír, þar sem hungur varð börnum að bana fyrir tveim- ur árum, eru gleðilegt dæmi um það, að íslendingar leiða athygl- ina að kjörum annarra. En það er ýmislegt að nær þeim. Þrátt fyrir .góðæri til lands og sjávar og þrátt fyrir hina miklu tekjujöfnun, sem tryggingarnar framkvæma á hverju ári, þá spil- ast alltaf misjafnlega vel úr fyrir mönnum. Péningar einii- duga ekki. Dæmi um vandræði og örbirgð eru til á þessum vetri á þessu landi, þótt þau séu ekki mörg. Til eru heilsulitlir einstæðing- ar, sem vegna sinnuleysis og óheppni hafa orðið viðskila við samborgarana og eiga enga fé- laga. Þeir eru ef til vill ekkert auðnuminni en ýmsir vel vlnn- andi og tekjuháir einstaklingar, en þeir geta ekki bætt sér upp tómleika daganna með gæðum peninganna, því að peninga hafa þeir af skornum skammti. Kona ein fór fyrir jól út að vinna frá sjö börnum, flestum ung- um til þess að vinna fyrir jóla- glaðning, því að maðurinn var ör- kumla. Kona ein sótti nýlega um vinnu vtð að skúra hótel í Reykjavík. Hún hafði eignazt 12 börn og níu voru á lífi. Maðurinn er verka- maður. Konan ætlaði að vinna við skúringarnar á nóttunni, þeg- ar börnin væru sofnuð. Þriggja barna fjölskylda var ný- lega flutt úr litlu húsi í Reykja- vík, sem ekki var betra en það, að þegar frost var, hengu klakadröngl arnir niður úr loftinu. Dæmin eru fleiri. Það er aldrei hægt að girða fyrir óhöpp með neins konar tryggingarstarfsemi. Það er aldreí hægt að koma í veg fyrir það, að mönnum tekst misjafnlega að spilaj úr sínum tækifærum. Peninga- styrkir geta verið gagnslitlir nemaj annars konar hjálp komi til. Ogj maðurinn lifir ekki á einu saman! brauði. í sumum tilfellum þarf ráð og leiðbeiningar. í sumum tilfellum vináttu og félagsskap. Framh. á bls. 13. Og- svo endar þetta með pillum til að geta sofið og öðrum pillum til að geta vakað ... ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. des. 1964 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.