Alþýðublaðið - 13.12.1964, Síða 5
ÞÚSUNDIR listaverka, sem stol
Ið var í Evrópu í síðari heims-
styrjöldinni, er enn leitað um all-
an heim, segir New York Times.
Nálega 20 árum eftir lok styrjald
arrnnar starfa sérstakar stofnanir
ríkisstjórna Frakklands, Ítalíu,
Þýzkalands, Austurríkis, Póllands
og Sovétríkjanna að því í kyrr-
þey að hafa upp á málverkum,
höggmyndum, veggtjöldum, sjald
gæfum bókum og fornri mynt,
sém eru hundruð milljón dollara
virði.
Allt frá Grikklandi til Kaliforn
íu gæta listfræðingar, safnvei-ð-
ir, einka-listfasöfn og löggæzlu-
stofnanir, þar á meðal Interpol,
að því, hvort, verk, sem stolið hef
ur vorið úir söfnum, kirkjum,
bókasöfnum, málverkasöfnum og
einkasöfnum koma aftur fram í
dagsljósið.
Á meðal verka þeirra er horf-
ið hafa, eru málverk eftir Titan,
Raphael, Caravaggio, Tintoretta,
Diirer, Fragonard, Hals, Cézanne,
Murillo, Reynolds, Van Gogh,
Memling, Klee og Veronese.
Mestu af verkum þessum stálu
nazrstar, sem héldu uppl ein-
hverri kerfisbundnustu ránsher-
ferð, sem um getur í sögunni. En
mörg verk tóku líka rússneskir
og bandarískir hermenn, þýzkir
verksmiðjuverkamenn, pólskir
bændur, ítalskir sveitamenn og
aðrir.
Ekki alls fyrir löngu fann
skemmtiférðamaður einn málverk
eftir Monet á bóndabæ í Þýzka-
landi. Bóndinn hafði fengíð mál-
verkið, sem er mörg þúsund doll
ara virði, fyrir pund af smjöri ár
ið 1946.
í Liibeck í Þýzkalandi játaði
maður nokkur, sem handtekinn
var fyrir nokkrum mánuðum, að
hafa stolið 3000 málverkum úr
sprengjuheldum geymslum i Mack
mmgfm
mmm
i,Mynd af ungurn manni“ eftir Raphael, sem stollS var úr Czartorysky-
tðfninu í Krakow í Póllandi, einhverju mesta einkasafni í Evrópu,
Dwight D. Eisenhower, yfirhershöfðingi bandamanna, skoðar listaverk, sem nazislar höfðu stolið' og
fundust í saltnámu í Þýzkalandi. Með honum á myndinni eru hershöfðingjarnir Omar N. Bradlay og'
George S. Patton.
lenburg og Pommern í lok stríðs
ins. Mest af málverkunum hafði
þegar fyrir löngu verið selt aðil-
um utan landamæra Þýzkalands.
Tvö málverk eftir 15. aldar
meistarann Antonio Pollaiuolo,
sem stolið hafði vcrið úr Uffizi-
safninu í Flórens, fundust í fyrra
hjá fólki, sem eftir stríð hafði
flutzt frá Miinchen til Pasadene
í Kaliforníu.
í öllum þeim löndum, sem get-
ið er um hér að ofan, rannsaka
sérstofhanir eða söfn þessa hluti,
til dæmis í Bandaríkjunum,
þar sem fjármagnið er mest og
því mestur möguleiki á að selja
vel, fýlgjást bæði opinberir aðilar
og einkasöfn mjög vel með þeim
listaverkum, sem boðin cru til
sölu. Á árunum 1945 til 1962 náð
ust t. d. 3.978 stolnir listmunir í
Bandaríkjunum fviúr tilstilli utan
ríkisráðuneytisins og annarra
stofnana, og var skilað til 14 ríkja.
Meðal muna, sem þannig var
skilað, voru málverk eftir Rubens,
Cranach og Monet, sjaldgæf hand
rit og koparstungan ..Riddarinn,
draugurinn og djöfullinn" eftir Dur
er, sem Hitler hafði tekið í einka
safn sitt úr þýzka þjóðminjasafn
inu í Núrnberg. Koparstungunni
var skilað aftur til Núrnberg, Liðs
foringi 1 hernum, sem ekki vissi
hver hinn löglegi eigandi var,
hafði fengið hana; í hendur i
Þýzkalandi og þar eð hann vissi
ekki, hvað gera skyldi við hana,
bafði hann sent hana til Washing-
ton með fyrirspurn um, hvað gera
skyldi við hana.
FRAKKLAND.
Fréttamanni blaðsins gekk illa
að fá upplýsingar um það hjá við
komandi aðilum í Frakklandi
hversu gangi að ná aftur listmun-
um þeim, sem nazistar stálu í
Fralcklandi á str'íðsárunum, en rán
in liófust þar nokkrum vikur eftir
að Frakkland féll og stóðu þar til
innrásin í Normandie hófst.
Sú stofnun Þjóðverja, sem stóð
fyrir ránunum, gekk undir nafn-
inu E. R. R., eftir þrem fyrstu
stöfunum í fullu nafni hennar —
der Einsatzstab Reichsleiter Ros-
enberg.fúr die Besetzten Gebiete
— eðá.. starfsnefnd Rosenbergs
ríkisleiðtoga í hernumdu löndun-
um. Eins og nafnið bendir til réði
Alfred Rosenberg ránum þessurn
en hafði í vinnu hjá sér fjölda
listfræðinga, viðgerðarmanna og
matsmanna. Það, sem E.R.R. stal
í Frakklandi þar til í júlí 1944,
er nefndin flúði, var sem hér seg-
ir: 138 hlaðnir járnbrautarvagnar,
eða 4.174 kassar með 21.903 listá
verkum.
Mestu af verkunum, sem stolið'-
var handa Göring, Hitler og Ribb
entrop, hefur þegar verið skilao
til hinna upprunalegu eigenda i
Frakklandi. En þjófnaðirnir voru
svo margir, að mörg málverk, þar
á meðal sjálfsmynd Cézannes,
hafa ekki fundizt. Almennt er tal
ið í Frakklandi, að litlir mögu-
leikar séu á að fá muni aftur
úr þessu. Framli. á bls. T
Nálega tuttugu árum eftir lok síðari
heimsstyrjaldarinnar er enn þá leÉtaö
itm allan heim að þúsundum listaverka.,
sem stolið var í ringulreið styrjaldar-
innar. Mestum hluta afverkum þess-
um stálu nazistar, sem starfræktu kerf-
sshundnar ránsferðir í þessu skyni . . „
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. des. 1964 §