Alþýðublaðið - 13.12.1964, Qupperneq 13
A5 gefa..
Framh. af bls. 3.
Sumir eru börn, þó að þeir séu
orðnir fullorðnir, og vantar ein-
hvern gamlan og traustan pabba til
þess að leita ráð hjá. Suma vant-
ar í einstæðingsskap shjum bróð-
ur til þess að tala við — mann,
sem þeir þekkja svo vel, að þeir
þurfa ekki að hafa neina afsökun
fyrir því að koma og heimsækja
hann, — mann, sem er sama þótt
þeir séu leiðinlegir og í slæmu
skapi, þegar þeir koma í heim-
sókn.
Þannig er nóg að gera fyrir þá, |
sem hafa svolítinn tíma, sem þeir
vita ekki hvað þeir eiga að gera
við,.og svolítið af peningum, sem
þeir vita ekki, hvernig þeir eiga
að nota.
' Sennilega er almennasta orsök
liinna álgengustu mannlífsmeina
það, að menn hugsa of mikið um
sjáifa . sig. Og auðveldasta lækn-
ingin einnig hitt .að fá áhuga á
hág annarra manna.
Orðið bróðurþel er fagurt orð,
cn mikið misnotað. Menn taka oft
það að vilja eiga sér bróður fyrir
það að vera bróðir.
Til skýringar þessu er stutt saga,
sönn saga, sem gerðist í hinni
stóru heimsborg, Lundúnum. Og
hún er betri fyrir það, að þar kem-
ur bíll við sögu, og nú vilja allir
eignast bíl. Bíll er eiginlega orð-
inn partur af persónuleika nútíma
mannsins. Bíllinn er nú orðinn
það sama og bindið og flibbaskyrt-
an var einu sinni, skilyrði þess, að
maður geti sýnt það svart á hvítu,
að hann sé maður með mönnum.
En þetta ér ságan:
Maður nokkur, sem söguna seg
ir, átti ríkan bróður og þessi ríki
bróðir gaf honum bíl í afmælis-
gjöf. Ég held það hafi verið á
afmælisdaginn eð!a skömmu
seinna, að hann rakst á piltung
nokkurn, sem við hér á landi,
mundum kalla á fermingaraldri
vera að skoða bílinn. Maðurinn
var nógu hreykinn af bílnum og
nógu lítillátur til þess að ávai'pa
drenginn 'og spyrja hann, hvort
honum þæ.tti þetta ekki fallegur
bíll.
— Jú, svaraði drepgurinn.
—Og bróðír minn gaf mér hann
í aímælisgjöf, sagði maðurinn.
Yið þessi tíðindi vaknaði áhugi
drengsins fyx’ir alvöru, og hann
sagði.
— Ep hvað það væri gaman. . .
En svo Sa£ði hann ekki neitt
en horfði stöðugt á bílinn, og
maðurinn bjóst við að liann hefði
ætlað að segja að það væri gaman
að eiga slíkan bróður, og ætlaði
að samsinna því afdráttarlaust,
því að liann hafði reynsluna.
En drengurinn hafði ekki þetta
í huga, Hann endurtók setninguna
og gagð.i:
En hváð það væri gaman að
vera slíkur bróðir.
Drengurinn átti nefnilega lam
aðan bróður, gem hann hugsaði til
Þessi saga er merkileg af því
að hún upplýsir glögglega skilin
á miili tveggja viðhoi-fa í lífinu
Annað er fólgið í því að ásælast
hitt í því að gefa.
Það er hér, sem skilur á milli
feigs og ófeigs.
Hin fyrrnefnda gerir allsnægt-
^IIIIIIIIIIIIIIIHIIII
.................................................................................%
FYRIR JÓLIN
VASALJÓS
VASALJÓS
ALLAR STÆRÐIR
WINTHER
ÞRIHJÓL
3
GERÐIR
Sérstaklega
sterkbyggð
ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI
BATTERI
ALLAR STÆRÐIR
FYRIR Transistor-útvarpstæki.
FYRIR Transistor-segulbandstæki.
FYRIR Myndavéla-f 1 ask, vasaljós,
alls konar leikföng o. m. fl.
Ávallt fyrirliggjandi.
Þá eru japönsku batteríin
Reiðhj ólaverzlunin
ÖRNINN
Spítalastíg 8. — Sími 14661.
Stmrise
mt
ALLAR
STÆRÐIR
OG
GERÐIR
VASALJÓS
ALLAR STÆRÐIR
\ .................................Illllllllllllll...•IIHIIIIIIIIIIIII.II"M,»,m........
...........................................................................iiiiiiiiiiii«ii"""*"
miiiiiiiinuiiiiiimiiiiiiiiini,i|",,,,,,,,,n,,‘'**
ir og það, sem þar er fram yfir
að böli, hin síðarnefnda að mik-
illi gæfu.
Konunglundaðir menn bei'a
hai'ma í hljóði, en gleðjast í hópi
góðra vina( af þvi að þeir vilja
ekki lýta heiminn með hryggð
sinni, en kjóSa hins vegar að hann
verði fegurri af gleði þeii’ra.
Það er stórmannlegt.
Rauði kross íslands hafði fyrir
nokkru í undirbúningi að koma
upp sjóði, sem nota á til að veita
hjálp, þegar til hans er leitað.
Og það kemur oft fyrir.
Venjulega er hjálpar vant þeg
ar í stað. Það er ekki gott að
þurfa að bíða. Og það er nú einu
sinni staðreynd, að í dag eru
tveir þríðjungar mannkynsins
fjarri því að hafa nóg-til hnífs
og skeiðai'.
Rauði krossinn þarf að eiga
þennan sjóð til þess að geta svar
að hjálparbeiðnum þegar í stað,
því að það er of seint að gefa
barni mat á morgun, ef það er
hungrað í dag.
í dag er það sem sagt ekki við
þótt afar okkar og ömmur, lang-
afar og langömmur þyrftu stund
um að horfast í augu við skortinn.
En hvernig væri þá að heiðra
minningu þeirra og hreystileg af-
rek í harðri baráttu við erfið skil
yrði um leið og við gefum öðrum
hlutdeild í gleði okkar, með því að
styðja Rauða krossinn myndar-
lega við að koma upp þessum
sjóði.
Til þess gefast alltaf færi.
Það þarf ekki endilega að efna
til almennrar söfnunar. Það er
alltaf hálfleiðinlegt að þurfa að
skipuleggja greiðasemi, þótt hjá
því verði víst ekki komizt enn. ,
Og nú fyrir jólin þurfa íslenzk
ir heimilisfeður naumast að kvíða
harðindum á sama hátt og for-
feður þeirra, því að nýju húsin
eru hlý og nýju mublurnar mjúk
ar, auk þess sem náttúran ei’
blíð og gjöful.
En þeir eiga að kvíða því, ef
þeim skyldi vei’ða það á að sleppa
tækifærum til þess að leyfa öðrum
að eiga hlutdeild í gleði sinni.
☆
ALÞÝDUBLAÐIB — 13. des. 1964 13