Alþýðublaðið - 13.12.1964, Qupperneq 14
Heimilistrygging er öryggi
Heimilistrygging er óefað ódýrasta trygging sem völ
er á, miðað við þá viðtæku vernd, er hún veitir heim-
ilisföðurnum og allri fjölskyidunni. Heimilisfaðir með
ábyrgðartilfinningu getur varla vanrækt að kynna.
sér skilmála hennar og kjör. Leitið til skrifstofu vorr-
ar, og vér erum ætíð til þjónustu.
Sitt af hverju tagi
LAUGAVEG 178 SÍMI
Jötun
Grip
★ SIR DAVID ECCLES, fyrr-
verandi menntamálaráðherra
Breta, hefur sagt eftirfarandi
gullkorn um framgang manna
í lífinu: - Séu menn vel upp-
aldir og ekki ýkja mannfælnir,
komast þeir áfram í lífinu, jafn
vel þótt þeir séu heimskir. . .
★ 4-*
★ AFKVÆMI bláhvelisins veg-
ur við fæðinguna um tvær smá-
lestir.
★4-*
★ AMERÍSKÍ BLAÐAMAÐUR-
inn John T. Dennis sagði fyrir
nokkrum- árpm: - Ameríka er
dásamlegt lland. Hér getur-
verkamaðurinn orðið prófess-
WMWMWMWWVMMWV ;
STÓRLÆKKAR
LÍMKOSTNAÐINN
JÖTUN GR.IP UMIR:
Plast- og veggplötur á borð
og veggi. Gúmmf og plast*
dúka á gólf og stiga. Þétti-
lista á blla og hurðir. Svamp
til bólstrunar.Tau og pappír
á járn ofl.
IWIÁLNING H.F.
or, aðeins ef hann unlr því að
hafa lægri laun!
★4-*
★ SJÖN OG HEYRN lirein-
dýranna er mjög dauf. Aftur er
lyktnæmi þeirra sérlega skörp.
*-—★
★ STRANGE PETERSEN, pró-
fessor í Árósum hefur sagt
um reykningarnar: — Ég lief
þekkt tvíburabræður, annar
þeirra reykti eins og skorsteinn
og dó úr elli 93 ára gamall.
Hinn reykti aldrei og varð að-
eins átta daga gamall!
★4-*
★ PRÓFESSOR í guðfræði-
deild lagði áherzlu á það við
nemendur sína, hve svipbrigði
prestsins væru mikilsverð.
- Þegar þið talið um himna-
ríki, sagði hann, á andliti ykkar
að ljóma af friðsæld og fögn-
uði, en þegar þið talið um liel-
víti nægir hinu venjulegi .og
eðlilegi svipur!
★ 4-*
★ ÞAÐ GETUR verið dýrt
spaug að horfa á eftir kven-
fólki úti á götu, sér í lagi þegar
maður er í fylgd með eiglnkonu
sinni. Maður nokkur í Michigan
var úti að verzla með kerlu
sinni og gengu þau um fjöl-
farna verzlunargötu. Allt I einu
varð manninum litið um öxl á
eftir ungri, Ijóshærðri blóma-
rós, er gengið liafði framhjá
þeim. Jafnskjótt þreif konan í
einn af pökkunum, sem maður-
inn hélt á, og henti honum af
öllu afli gegnum stóra rúðu í
verzlunarglugga. Þessl litla
augnagota til ljóshærðu skvís-
unnar kostaði eiginmanninn
sem sagt um 2000 krónur!
14 13. des. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐlÐ