Alþýðublaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 2
Bltstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedlkt Gröndal. — Fréttastjórl: Axnl Gunnarsson. — KltstjómarfuHtrúl: Klöur Guðnason. — Simar: 14900-14903. — Auglísingasíml: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriitargjald kr. 80.00. — 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandl: Alþýðuflokkurinn. JÓLAÞANKAR Bármikill sjór blekkir mig ekki, við logn er ég hálfu hræddari. ÞANNIG hljóðar ævagamalt íslenzkt spak- mæli, til orðið í þá tíð, er fiskimenn glímdu við ókunn og dularfull náttúruöfl á opnum kænum. Þessi hugsun getur átt við fleira en gæftir. Síð- ustu ár eru sönnun þess, að íslenzku þjóðinni gangi öllu verr að sigla í logni en bármiklum sjó, því góðæri og 'velmegun virðast leiða til úlfúðar og átaka milli stétta, flokka og einstaklinga, svo að öryggi skips og áhafnar er teflt í tvísýnti á stundum. Hvað veldur þessum örlögum? Nýútkomin sagnfræð-irit um þjóðmál og þjóð- arforustu fyrir hálfri öld eða svo leiða í ljós bresti í íslenzkri skapgerð, sem virðast ætla að gera ís- lenzk stjórnmál að eilífri sturlungaöld. Skyldi þetta, eða einhver einfaldari mannlegur breysk- leiki, valda, að því meir sem þjóðin efnast, því meiri'verður óánægja og togstreita um auðinn? Tæknin hefur fært okkur þau tæki í hendur, sem létt liafa lífsbaráttu og aukið svo afköst fram- leiðslu, að þjóðin er bjargálna — raunar meðal gæfusömustu hópa mannkynsins á því sviði. ís- lendingar hafa lengi haft góða alþýðumenntun, en nú er á næsta leyti æðri menntun fyrri alla og með henni vonandi fyllra menningarlíf á hverju heimili. En andlegur þroski og sönn félagshyggja hafa ekki aukizt að sama skapi. Jólin eru hátíð friðar og kærleika. Þau eru fyrir íslendinga velkomin hvíld í skammdegi vetrar, hvíld frá önnum og þrasi. Þau eiga ekki aðeins að * vekja umhugsun um fjölskyldu og næsta vinahóp, heldur þjóðfélag okkar í heild. Jólin eiga að minna á þær dyggðir, sem skapa lífi einstaklinga og þjóð arheildar tilgang og fegurð. íslenzka þjóðin þarf að hefja nýja baráttu gegn rótleysi og léttúð og minnast þess, að einn asni verður ekki að gæðingi, þótt gullsöðull sé á hann settur. Þjóðin þarf að víkka sjóndeildarhring sinn og taka þátt í þeirri baráttu, sem mannkynið alit stendur að, baráttu gegn hungri, fáfræði og ófriði. Slík barátta verður að hefjast heima hjá hverj um og einum — ef til vill heima við jólatréð. Að svo mæltu óskar Alþýðublaðið lesendum sínum gleðilegra jóla 2 24. des. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ _ V' ■ • •< «- •••-.. : Þessu má aldrei gleyma! ÞETTA E.ÍTUR ALLT mjöe glæsilega út. — Borgin er skreytt, gluggar verzlananna upp lýstir, blöðin full af glæsilegum auglýsinguni um fagra hluti og kræsingar, aldrei eins mikil bif- reiðasala, ljómi í augum og bros urn varir. Maður gleðst yfir þessu — og gleymir. Maður gleymir því, sem aWrei má gleymast. Hundruð heimila eru á vonarvöl vegna mis- taka. Þjóðfélagið á stundum sök- ina, en alls ekki alltaf, og það sem meira er, þjóðfélagið er í vanda statt þegar það reynir að hjálpa. FYRIR DYRUM Verndar-heim- ilisins við Stýrimannaslíg standa á hverjum morni utangarðsmenn, heimilisleysingjar, lítt klæddir, ís kaldirf soltnir og óhreinir. Þeir hafa, ef til vill, komið í gær- kvöldi, en ekki getað fengið það sem þeir báðu um, og þess vegna gengið úti um nóttina, legið í bát um, dyraþrepum, í skjóli við ösku tunnur. Flestir eru þessir menn brostnir, vonlausir, kaldhæðnir, uppgefnir fyrir erfiðleikum, sem þeir liafa sjálfir skapað sér. MARGIR ERU þcssir menn sjúkir, í raun og veru allir, því að í allri þeirri atvinnu, sem nú er, eiga allir að geta bjargað sér á einhv^rn hátV. Enginn þarf að | ganga iðjulaus. Margir segja: Þess | um mönnum er ekki hægt að bjarga. Það er bezt að þeir krókni — Það er rétt, að þeir njóta ekki samúðar, cn þeir eiga að njóta miskunnar. Okkur vantar ,tflæk ingaheimili“ á borð við þau, sem til eru í borgum, með sitt flet og hlýju, brauðhleif og súpudisk. Hins vegar á þjóðfélagið erfitt með að lijálpa nema með því að vesalingarnir séu sviptir sjálf- ræði og þeir síðan teknir og flutt ir burt á heimili annars staðar. ÞETTA ER IIÖRMULEGT — og má ekki gleymast. En hitt er enn hörmulegra, að mikill fjöldi barna er allt að því á vonarvöL Faðirinn er drykkfelldur og svik- ull, hann stclur launum sínum og eyðir þeim í drykkju. Á mörgum heimiluon er eiginmaðurinji og faðirinn vcrsti skálkurinn. Þarna er kæruleysið og samvizkuleysið eins og það getur verst verið. Á NOKKRUM HEIMILUM er móðirin, sem brýtur mest at sér gagnvart börnum sínum. „Þeg ar ég vaknaði þar sein ég liafði dottið út af á dívangarminum, sat móðir mín klofvega ofan á mér með sildina, sem maðurinn liafði gefið mér og reyndi að troða hcnni hrárri, upp í mig og hún öskraði: „Éttu nú! Éttu nú“. Hún var mcög drrkkin.“. Þetta las ég nýlega í bréfi frá unglingi. Og ég veit að þetta er satt. ÉG SÉ ÞIG lesandi minn hrista höfuðið og ég heyri þig segjaj ,,Þetta er ekki satt“. En það er því miður satt, og ég á margar slíkar lýsingar, sem ég veit að eru sannar. Þær ættu allar að birtast í bók. — Ég vert að þið þráið að njóta jólagleðinnar og það er heilbrigt og það er gott — og ég óska þess af heilum hug, að þið njótið hennar í ríkun* mæli. En gleymið ekki því, sens gerist við dyrnar ykkar. Það er barn við fætur þér! Það er vesal ingur við fætur þér! Hannes á horninu. Ævintýri á gönguför er jóla- leikrit Leikfélags Reykjavíkur og myndin hér til hliðar er af Har- aldi Björnssyni og Brynjóífi Jó- hannessyni í hlutverkum sínum. Eindálka myndin er af Bessa Bjarnasyni í jólasöngleik ÞjóðJ leikhússing „Stöðvið heiminn - , hér fer ég út“. ..• Jólaleikrit Leikfélags Reykja- víkur verður að þessu sinni „Ævintýri á gönguför“, en leik- stjóri þar verður Ragnhildur Stein grímsdóttir. Brynjólfur Jóhannes- son leikur ifíammerráð Krans birki dómara, en Haraldur Björnsson assessor Svale. Þeir félagar léku þessi sömu lilutverk þegar „Ævin- týrið“ var sýnt á vegum Leikfé- lagsins 1933, og ættu „endurfund- irnir“ að verða ánægjulegir, Önnur hlutverk verða í hönd- um þeirra: Erlings Gíslasonar, Ingu Þórðardóttur, Gísla Halldórs- sonar, Bjargar Davíðsdóttur, Guð- rúnar Ásmundsdóttur, Arnars Jón* sönar, Péturs Einarssonar og Karl* Sigurðssonar. Leiktjöld gerðl Steinþór Sigurðsson. Jólaleikrit Þjóðlcikhússins ver®» ur „Stöðvið Heiminn“, leikstjórl Ivo Cramér. Aðalhlutverkin erH leikin af þeim Bessa Bjarnasynl og Völu Kristjánsdóttur, en auk þeirra koma fram 9 leikkonur oj dansarar. Hljómsveitin verðuc skipuð 16 hljóðfæraleikurum und- ir stjórn Eckert Lundin. Þýðandi leikritsins er Þorsteinn Valdl- marsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.