BFÖ-blaðið - 01.01.1966, Blaðsíða 1

BFÖ-blaðið - 01.01.1966, Blaðsíða 1
BFD-BLADID FÉLAGSRIT BINDINDISFÉLAGS ÖKUMANNA 1. TBL. 1. ÁRG. 1966 Hi. tmr uttgu (Or Motorföraren) Loksins! - var komið að okkur að segja - hafa vátryggingafélögin í hyggju að taka til greina niðurstöð- ur þær, sem lengi hafa fengizt úr hagskýrslum um umferðarslys. Sem sé, að ungu ökumennirnir standast svo illa samanburð við hina aldurs- flokkana, að ekki verður hjá því komizt, að vátryggjendur láti vanda- málið til sín taka. Þegar bifreiða- vátryggingafélögin hafa komið sér saman um heildargrundvöll um hvernig tryggja skal bifreiðarnar, um sameiginlegan flokkunarlista tjóna og hvernig uppbótar- og afsláttar- kerfið á að líta út hjá öllum félög- unum, getum við ef til vill vænzt heilbrigðari samkeppnisaðferða yfir- leitt í samanburði við það ástand, sem ríkt hefur fram að þessu. BPÖ-BLAÐIÐ Hæsti slysamánuður ársins 1965 fram að þessu hefur verið október með 148 dauðsföll og af þeim höfðu 32 - eða fimmti hver maður - ennþá ekki náð 26 ára aldri. Af athugunum Bertils Aldermanns, dósents, á skipt- ingu hinna 6007 fólksbifreiðastjóra, sem slösuðust á árinu 1962, eftir aldri kemur í ljós, að helmingurinn var undir 30 ára og fjórði hver maður undir 22 ára. Athuganir Bandaríkja- manna benda til, að fólksbifreiða- stjórar undir 20 ára valdi þrefalt fleiri slysum en karlar á aldrinum 30 til 60 ára. Þýzk rannsókn, sem tók til tveggja ára, staðfestir algjörlega niðurstöður Aldermans dósents og hið sama kemur fram um hin miklu áfelli hinna ungu ökumanna við

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.