BFÖ-blaðið - 01.01.1966, Blaðsíða 12

BFÖ-blaðið - 01.01.1966, Blaðsíða 12
frá dnlrium 09 félagntarfí Stofnuð deild á Siglufirði Árið 1965, miðvikudaginn 8. desember komu saman í Suðurgötu io nokkrir félags- menn í Bindindisfélagi ökumanna í þeim til- gangi að ræða um stofnun félagsdeildar BFÖ á Siglufirði. Til bæjarins var kominn hr. Sigurður Gunnarsson, erindreki og hafði hann átt við- tal við Guðmund Kristjánsson, umboðsmann BFÖ á Siglufirði um hvort mögulegt myndi að stofna þar deild BFÖ, en um 50 félagar voru þar í landssamtökunum. Guðmundur Kristjánsson hafði því haft samband við all- marga félagsmenn og boðað til þessa fund- ar. Mættur á fundinn var Sigurður Gunnars- son. Þá fór fram kosning stjórnar. Skv. lögum skal kjósa formann sérstakri kosningu. Uppá- stunga kom fram um Guðmund Kristjánsson sem formann. Engin önnur uppástunga var gcrð og var Guðmundur því sjálfkjörinn formaður. Uppástungur að tveim mönnum í stjórn komu fram og var stungið upp á Einari M. Albertssyni og sr. Ragnari Fj. Lárussyni. Engar aðrar uppástungur komu fram og voru þeir því sjálfkjörnir. Þá var stungið upp á tveim varamönnum í stjórnina, þeim Júlíusi Júlíussyni og Þórarni Hjálmarssyni og urðu þeir sjálfkjörnir. Tveir endurskoðendur urðu einnig sjálfkjörnir, þeir Þórarinn Vilbergsson og Birgir Vil- helmsson og til vara Ágúst Stefánsson. Að lokum var Sigurði Gunnarssyni þökk- uð koman og skildu allir er fundi var slitið eftir ánægjulega kvöldstund. Stofnuð deild í Bolungavík Hinn 1. des. s.I. var í Bolungavík haldinn stofnfundur BFÖ deildar með 1} stofnendum 12 og þann 9. jan. s.l. var svo haldinn fram- haldsstofnfundur og deild endanlega stofn- uð með 20 félögum. Sigurður Gunnarsson, erindreki áfengis- varnarráðs, hafði verið þarna á ferð nokkru áður, og réðist þetta þá, enda margir áhuga- menn um umferðaröryggi og bindindi á staðnum. Deildarstjórn: Formaður: Maris Haralds- son, smiður; ritari: Ólafur Halldórsson, hér- aðslæknir; gjaldkeri: Jónatan Sveinbjörns- son, vélvirki. Varastjórn: Guðmundur B. Jónsson, Jón Guðnason og Grétar Pétursson. Bjóðum hinar ungu deildir velkomnar í Bindindisfélag ökumanna og óskum þeim til hamingju. Samstarfsnefnd í umferðarmálum (BFÖ, FÍB og SVFÍ) Verulegt samstarf ríkir nú á milli þessara félaga. Hefur að vísu alltaf verið gott á milli áður fyrr, en ekki um mikið sam- starf að ræða. Hefur nefndin haldið áfram fundum sínum. Nefndin hefur nú fengið nokkuð magn af 1. flokks glitmerkjum og munu verða höfð samráð á milli félaganna, hvernig þeim verði dreyft. Er ekki ósennilegt, að gamalt fólk, sem er á ferli, verði fyrst og fremst látið njóta þeirra. Merkin verða iátin í té ókeypis. Ráðstefna á Hótel Sögu þ. 22. og 23. janúar s.l. BFÖ átti þar 2 fulltrúa, forseta sinn og hr. hdl. Hákon H. Kristjónsson. Stjórn BFÖ hefur ekki enn tekið ákvörðun um aðild að þeim samtökum, sem þar voru til umræðu, enda geta þau vart talizt stofnuð er þetta er ritað. BFÖ-BLAÐIÐ

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.