BFÖ-blaðið - 01.01.1966, Blaðsíða 10

BFÖ-blaðið - 01.01.1966, Blaðsíða 10
UMFERÐARMENNING Góður ökumaður ekur alltaf eftir aðstæðum, hægt, jafnvel löturhægt í myrkri og slæmu skyggni, í hálku, á hættulegum beygjum og blindum hæðum o. s. frv. Hann ekur líka greitt er svo ber undir. Hann hlíðir umferðarreglunum, líka þeim ó- skráðu, stendur ekki of fast á sínum rétti, því hann veit að hinn eini, sanni réttur hans (skylda) er sá að forða slysum og tjónum. Slæmir öku- menn aka ekki eftir aðstæðum. Það eru þessir menn fyrst og fremst, þeir sem hvorki hlíða hinum skráðu eða óskráðu lögum umferðarinnar, sem gera hana að martröð, ásamt þeim gangandi vegfarendum, sem eru sama sinnis. Ég talaði um hin óskráðu lög umferðarinnar. Þau eru oft lítið minna virði en hin skráðu. Hér virð- ist mér þó nærri því skorta mest á hjá íslenzkum ökumönnum. Þú horf- ir á bíl ryðjast í gegnum hóp gang- andi fólks á gangbraut. Bíll bíður við gangstéttarbrún, á bílastæði eða á hliðargötu og þá kannske með heila bílalest fyrir aftan sig, og fáir stanza til að hleypa þessum bílum fram. Það kemur raunar fyrir, því á meðal okkar fyrirfinnast tillitssamir ökumenn, en þeir eru fáir, að því er io virðist, samanborið við hina, sem ekki eru það. Yfirleitt virðast menn hér aka blint „á sítium rétti“ og láta hinum eftir að bjarga sér eins og bezt gerist. En þegar menn gera þetta og svo eru ýmsir sem þver- brjóta þennan rétt, er þá von að vel fari? Það sýna slysin og tjónin, sem við heyrum sífellt um. Verði hér ekki hugarfarsbreyting hjá vegfar- endum yfirleitt, veit ég ekki, hvernig fara muni, en það verður áreiðan- lega ekki vel eða okkur til sóma. Það er lífsnauðsyn fyrir okkur að skapa hér umferðarmenningu. Að aka eftir aðstæðum: það gerir sá, sem hliðrar til í umferðinni, sá, sem aldrei snertir bíl sinn undir á- hrifum áfengis, sá sem ekur ekki út af á lausamölinni í beygjunum, ekur ekki fram úr á blindhæð, ekur var- lega fram hjá kyrrstæðum bílum, skilur bílinn sinn eftir heima eða ek- ur mjög varlega í hálku, gáir vel að, ekur ekki með óhreinar rúður og hálf ógegnsæjar, hefur bílinn sinn í lagi, fyrst og fremst öryggistæki og ljósa- búnað. Hér undir má líka telja það að þekkja hættur umferðarinnar yf- irleitt, t. d. gera sér grein fyrir, hve menn sjá oft illa á ljósatímanum eða jafnvel alls ekki t. d. dökkklætt fólk, BFÖ-BLAÐIÐ

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.