BFÖ-blaðið - 01.01.1966, Blaðsíða 6
var það þó einkum eitt atriði, sem
við vildum minnast á, sem sé glit-
merkin. Ýmislegt gott mætti gera til
að fá fólk til að taka upp notkun
glitmerkja (spjöld, bönd), og heiður
sé öllum þeim sem vilja vinna þar að
eða leggja því starfi fé. En þetta er
ekki nóg. Það er ekki nóg að hrópa
upp um glitmerki, þegar hver sem
vill getur eftir sem áður, án hættu á
viðurlögum, ganað út í niðamyrkur
á blautt malbik, klæddur dökkum
regnverjum frá hvirfli til ilja. Aug-
ljóst er, hversu heimskulegt þetta er
og andstætt allri skynsemi.
Meðfram stafar þetta máske af
því, að endurskinsbúnaður er nýleg
uppfinning, aðeins nokkurra ára
gömul, og hafa menn því almennt
ekki gert sér grein fyrir gagnsemi
hennar enn. Að auki veldur þessu
sennilega sú grundvallarskoðun al-
mennings, að fótgangandi vegfar-
endur eigi allan „rétt“ og að þeir
þurfi aldrei að óttast hegningu, nema
þá í hreinum undantekningartilfell-
um.
En nú hlýtur að vera kominn
tími til að breyta þessu, gera fót-
gangandi fólki það skiljanlegt, að
það verði að hlýða umferðarreglun-
um sem aðrir vegfarendur. Að nauð-
synlegt sé, að það geri sig sýnilegt í
myrkri alveg eins og bílarnir.
Undarlegt að ekki skuli þegar
hafa verið tekið ákveðnum tökum á
þessu máli.
ÖKUÞREYTA
I Svíþjóð kom nýlega út bók með
þesu nafni: Trafik och trötthet -
Umferð og þreyta. Höfundar bókar-
innar eru tveir, þýzkur prófessor að
nafni Albert Ponsold og sænski um-
ferðarsérfræðingurinn Rune And-
réasson. Blaðið Motorföraren birti
fyrir skömmu samtal höfundanna um
efni bókarinnar.
Allir ökumenn, segir blaðið, þyrftu
að þekkja vel munin á því að vera
óþreyttur eða þreyttur. Rannsóknir
hafa farið fram varðandi þetta, t. d.
var rannsakað ástand 175.000 öku-
manna, sem þurftu að fara alllanga
leið um nokkuð misjafnlega gerða
þjóðbraut í Bandaríkjunum. Talið
var víst, að 15% slysanna á veginum
orsakaðist af þreytu. 34% orsakað-
ist af aðgæzluleysi og 45% af þreytu
og aðgæzluleysi í senn. Því nánar
sem þetta var athugað, virtist aug-
ljóst að aðgæzluleysið var að miklu
leyti afleiðing þreytunnar. Það er
þreytandi verk að aka bíl.
Önnur rannsókn, einnig í Banda-
ríkjunum, leiddi í ljós, að 147 bílstjór-
ar í 454 umferðarslysum og 24 í 56
dauðaslysum höfðu sofnað við stýr-
ið, og í skýrslu um umferðarslys á
þjóðbrautum landsins yfirleitt árið
1964, segir, að ástand ökumannanna
hafi verið sljóleiki, aðgæzluleysi,
6
BFÖ-BLAÐIÐ