BFÖ-blaðið - 01.01.1966, Blaðsíða 4
Ástunda allír félagar BFÖ
góða ökumennsku?
Þetta er viðkvæm spurning. Ég
reikna sem sé með því, að félagar
BFÖ geri sér það ljóst, að félagið
sé annað og meira en einskonar bíla-
klúbbur, sem ekki geri neinar sér-
stakar kröfur til félaga sinna. En
hvaða kröfur gerir þá BFÖ til sinna
félaga? Að þeir séu bindindismenn.
Það er laukrétt. En það er til meira
ætlazt. Það er að vísu svo, að bind-
indismaðurinn er að öðru jöfnu betri
ökumaður en hinn, sem ekki er bind-
indismaður, en samt er bindindið
eitt ekki nóg til að gera hvern mann
að góðum ökumanni. Til þess þarf
meira, svo sem fyrst og fremst góð-
an vilja, þekkingu, æfingu, rétt við-
horf til umferðar, hirðusemi o. fl.
Og það er einmitt þetta, sem BFÖ
krefst af félögum sínum, sem sé, að
þeir ástundi góða ökumennsku, á-
stundi að gera sig að góðum öku-
mönnum, að valda ekki tjónum eða
slysum. Þetta getur að vísu alla
hent, líka góða ökumenn, en miklu
síður en hina, sem minna hirða um
að aka vel og varlega, gera sér ekki
grein fyrir hættum umferðarinnar
eða leika sér að þeim.
Ég held, og byggi það álit mitt á
verulegri þekkingu á málinu, að
mjög margir félagar BFÖ séu í þeim
hópi, sem kallast mega góðir öku-
menn, góðir vegfarendur og margir
þeirra í hópi hinna beztu ökumanna.
Þetta veit ég, bæði sökum þekkingar
minnar á starfsemi BFÖ í mörg ár,
skýrslum deilda, persónulegum kynn-
um af fjölda manns o. s. frv. Einnig
er mér þetta ljóst sem eins af stjórn-
armönnum Ábyrgðar hf. En mér er
líka annað ljóst. Það eru þó nokkrir
menn innan vébanda BFÖ, sem ekki
virðast ástunda svo góða öku-
mennsku sem vera skyldi, og virðast
ekki gera sér ljósa grein fyrir því til
hvers félagið ætlast af þeim, sem sé
að þeir séu öðrum fyrirmynd við
bílstýrið. Menn sem valda ítrekuð-
um tjónum og virðast, í fáum orðum
sagt, ekki vel hæfir sem félagar Bind-
iadisfélags ökumanna, hins íslenzka
umferðarfélags, félags hinna góðu
vegfarenda. Þetta verður að breyt-
ast. Félagar BFÖ verða að keppa að
góðri ökumennsku.
A. S.
4
BFÖ-BLAÐIÐ