BFÖ-blaðið - 01.07.1986, Síða 4

BFÖ-blaðið - 01.07.1986, Síða 4
þetta alveg rétt hjá henni. Og nú hafði hann í raun enga afsökun lengur. Beltin í nýja bíln- um voru sérstaklega góð. Líklega væri best að setja þau á sig eftir að þau væru búin að fá sér pylsur í söluskálanum. Það var ekki nema hálftíma akstur þangað. Malarvegurinn var beinn og greiðfær og lít- il umferð á móti. Óttalega eru þau vitlaus þessi hámarkshraðamörk hugsaði hann. Ekk- ert fannst fyrir hraðanum í bílnum góða. Hann steig aðeins fastar á bensíngjöfina. Krafturinn var einstakur í þessum bíl. Mölin var laus á veginum við beygjuna. Þessa beygju kunni hann utanað. En í utanbókar- lærdómi má lítið út af bregða svo samhengi ruglist og kunnátta glatist. Stór jeppi kom á móti - alveg óvænt. Það var ótrúlegt hvað hann var fljótt kominn að beygjunni með lausamölinni frá blindhæðinni fyrir handan. Þeir byrjuðu báðir að rása á veginum. Þetta virtist ekkert mál. En. - Hvað var nú þetta. Skyndilega tók nýi bíllinn af honum völdin. Þetta sjónarhorn hafði hann aldrei séð á beygjunni. Nú stefndi hann í allt aðra átt en nokkru sinni fyrr. „Guð minn góður“ heyrði hann sagt. Bíllinn endastakkst út af veginum. Einkennilegt var það hvað stýrið veitti hon- um litla vernd þótt hann ríghéldi í það. Hann tókst á loft. . . Hljóðið í slípirokknum fjarlægist. „Hvernig líður þér í dag ástin mín.“ En hvað hann þekkti röddina. Það var kominn heimsóknar- tími. „Hvernig mér líður.“ Jú mér hefur liðið betur.“ „Það er yndislegt veður í dag. Það fara áreiðanlega margir út úr bænum um helgina, jafnvel þótt komið sé haust.“ Æskan og umferðin BFÖ-blaðið hefur fengið leyfi til að birta bréf sem landlæknir og lögreglustjórinn í Reykjavík sendu skólastjórum grunnskóla í vor. Tekur blaðið undir hvatningu embættis- manna um aðgerðir og væntir jákvæðra við- bragða. Reykjavlk, 10. aprll 1986. HVERNIG DRACA MA UR UMFERDAKSLYSUM. A árunum 1981-84 virtist heldur draga úr dauðsfölluin vegna umferðarslysa en nú virðist allt sækja i sama farið á ný ef dæma má af slysaíreynurn. Hvað er til ráða? Oft licfur okkur tekist vel upp i aögerðum gegn siysuin en þvi miour er oftast um skammtlma árangur að ræða. Aðgerðir gegn umferðarslysum haustið 1985 tókust vel þvi að stórfækkun varð á slysatilfellum á Slysadeild Oorgarspitalans en slðan ekki meir. Með liliðsjón af góðum skammtima árangri leggjum við til að næsta haust verði aftur hafist handa um aðgerðir I svipuðuin mæli og haustið 1985 en með öðrum áherslum. I hvcrjum grunnskóla verði t.d. 12-15 ára ncmendur scndir út á gölur I riágrenni viðkomandi skóla einn dag eöa dagstund i liverjum mánuði eða annan hvern mánuð. Neinendur fylgist með umferðinni og þvi hvort umferðarreglum sé fylgt, en fiest slys verða vegna þess að of hratt eða ógætilega er eklð. Liklegt er að þessi aðgerð verði til þess að bifreiðastjórar auki aögæslu og þá má búast við áranyri. Kostur er að álag eykst sáralitlö á kennsiuskrá þar eö nemendur verða ekki í skólanum mcðan á tilrauninni stendur. Vel mætti lita á þessa aðgerð sem umferðarkennslu og mætti gjarnan gefa nemendum einkunn fyrir. Sjúkrahús og heilsugæslustöövar (I Reykjavik Slysadeild Oorgar- spitalans) geta slðan fylgst með þvi hvort slysatilvikum fækkar þá daga sem athugun fer fram. Hér værl þvi um að ræöa tilraun af hálfu æskufólks til þess að draga úr hættu á umferðarslysum á heimaslóðum. Vel má vera að þeim takist þaö sem mörgum oplnberum nefnduin hefur ekki tekist. Þess ber að geta að þessl stefna er mjög i anda stefnumörkunar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarlnnar, sem telur að árangursrikasta aöferðin til þess að draga úr hellsuvá sé að virkja fólkiö til aðgerða. . úi'- (A Olafur Olafsson f landlæknír Jíbfcoui tjr Böðvar Bragason lögreglustjórl

x

BFÖ-blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.