BFÖ-blaðið - 01.07.1986, Page 6

BFÖ-blaðið - 01.07.1986, Page 6
Kýr lífsstíll Jákvæöui* lít'siitiáti Erindi frá ráðstefnu Ábyrgðar hf. í vor Stefán Hreiðarsson: Lengi býr að fyrstu gerð Sú íslenska alþýðuspeki, sem birtist í þessu orðtaki, er yfirleitt túlkuð á þann veg, að vel skuli hlúð að börnum þessa lands, þau skuli upp alin í Guðs ótta og góðum siðum og þeim innrætt heilbrigt líferni, hvernig svo sem til tekst á endanum. í gegn um tíðina hefur þetta fyrst og fremst átt við um eldri börn, sem voru komin til nokkurs vits og því getað numið nokkuð það, sem fyrir þeim er haft. A seinni hluta þessarar aldar, með bættu heilbrigði almennt og vinningum læknisfræðinnar á alvarlegri smitsjúkdómum, hefur athyglin ekki síður beinst að ungabarninu og hinu ófædda barni og á hvern hátt atburðir á því skeiði geta mótað ævi einstaklingsins. Ætla ég að gera þessi atriði að umtalsefni mínu nú í dag. Fósturskeiðið er líffræðilega eitt flóknasta tímabil í þróun einstaklingsins. Fyrsti þriðjungur þess einkennist af mikilli frumu- skiptingu og flókinni sérhæfmgu frumanna í hin ýmsu líffæri. Á síðari tveimur þriðjungum meðgöngunnar fer síðan fram aðalvöxtur fóst- ursins. Þetta er sá tími, sem frumurnar eru næmastar fyrir eitrunaráhrifum ýmissa efna, sem geta valdið öðru tveggja, göllum á líffær- um eða skertum vexti. Það var trú manna áður fyrr, að fylgjan verndaði fóstrið fyrir efn- um úr blóðrás móðurinnar; að efni sem móðir- in neytti, næðu ekki til fóstursins. Þetta hefur sýnt sig að vera rangt; flest efni, sem fmnast í blóðrás móður í meðgöngu, komast yfir í fylgj- una í blóðrás fóstursins. Að auki vinna vefir fóstursins oft mun hægar úr þessum efnum en vefir móðurinnar og útskilnaður þeirra er 6 hægari, þannig að efnin geta safnast upp í veíjum fóstursins. Það er því ekki að furða, að hið líffræðilega umhverfi, sem hið ófædda barn býr við, geti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir þróun þess. Sá atburður, sem varð til þess að vísinda- menn og almenningur fór að gefa þessum mál- um meiri gaum, var Thalidomide óhappið. Thalidomide var meðal gegn ógleði, sem var sett á markaðinn á sjötta áratuginum og var mikið notað við morgunógleði hjá þunguðum konum. Síðar kom í ljós, að lyfið gat valdið alvarlegum fæðingargöllum hjá börnum þess- ara kvenna á þann veg, að þau fæddust með mikla styttingu á útlimum. í framhaldi af þessu hafa menn gert sér ljóst, að fjöldamörg efni, sem við notuð í daglega lífinu, geta vald- ið fósturskaða. Hér er um að ræða margvísleg efni, svo sem ákveðin lyf, vímuefni, tóbak og hugsanlega ýmis leysiefni. Hér gefst ekki tími til að ræða allan þennan fjölda. Hins vegar verður vart hjá því komist, að ræða þá þætti, sem vegna útbreiðslu sinnar hljóta að teljast langmikilvægastir, en það eru áfengisneysla og reykingar. Hvað varðar áfengisneyslu í meðgöngunni, þá hefur athygli manna beinst mjög að henni síðustu 10 til 15 árin í framhaldi af uppgötv- unum lækna, að mikil drykkja á fyrsta þriðj- ungi meðgöngunnar tengdist ákveðnum fæð- ingargöllum og vangefni. Það hefur hins veg- ar eins og oft er komið í ljós, að hér er ekki um alveg nýjan sannleik að ræða. Þannig var bannað í Karþagó til forna, að brúðhjón neyttu áfengis í brúðkaupi, þar eð þeim gæti þá fæðst gölluð börn. Þeir fæðingargallar, sem áfengið veldur, samanstanda, eins og áður er getið, af ákveðn- um útlitseinkennum og greindarskerðingu. Þessir einstaklingar eru gjarnan smáir og með smátt höfuð, þröngar augnglufur, sér- kennilegt nef og efri vör og væga útlimagalla. Greindarskerðingin getur verið rpismikil. Stefán Hreiðarsson barnalæknir er forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins og erfðaráðgjafi við Kvennadeild Landspítalans.

x

BFÖ-blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.