BFÖ-blaðið - 01.07.1986, Side 10
wi » ■ * í* a jrm -m
Jákvædur líismáti
Erindi frá ráðstefnu Ábyrgðar hf. í vor
Sr. Birgir Ásgeirsson:
Kristin trú og heil-
brigðar lífsvenjur
I. Skynsemi - trú - tilfinningar
Margir ætla að trú hafi lítið með almennt
heilbrigði að gera, ég tala nú ekki um, ef talað
er um trúarviðhorf og heilbrigða skynsemi. í
því sambandi má nefna sem dæmi afstöðu
manna til sköpunarsögunnar, annars vegar
hinnar Biblíulegu og hins vegar hinnar líf-
fræðilegu. Líffræðingurinn skoðar vélverk
náttúrunnar og dregur sínar ályktanir, og
guðfræðingurinn skoðar ljóðverk Biblíunnar
og dregur sínar ályktanir. Báðir fjalla þeir um
sköpun Guðs, en út frá gjörólíkum forsendum.
Annar skoðar meistaraverkið út frá áþreifan-
legum líffræðilegum staðreyndum, hinn út
frá því hvernig höfundurinn eða listamaður-
inn tjáir sig frammi fyrir hinum líffræðilegu
staðreyndum. í öðru tilvikinu er því verið að
fást við hluti, en í hinu við tilflnningar. Hér
má þó ljóst vera að dregin er mjög afgerandi
lína milli þessara tveggja heima, hins líkam-
lega og hins andlega.
Biblían er ákaflega furðuleg bók. Hún er
ljóðræn í þeim skilningi að margir kaflar
hennar eru fyrst og fremst túlkun á mannleg-
um kenndum gagnvart því sem maðurinn sér
og skynjar og upplifir í lífi sínu. En Biblían er
einnig ákaflega raunsæ á mannlegar hliðar, í
víðri merkingu þess orðs. Hún gerir jafnt ráð
fyrir hinu líkamlega sem hinu andlega. í
seinni sköpunarsögu 1. Mósebókar er
manninum lýst t.a.m. á þrennan hátt. Hann
er gerður af leiri jarðar, sem vísar þá til hins
jarðneska í verund hans, hann er blásinn
anda Guðs, sem höfðar þá til hugsunar hans
og vilja - og þar sem ekki þótti gott að hafa
10 hann einan, fékk karlinn konuna að félaga
(maður eru þau eftir sem áður), sem minnir á
að maðurinn er félagsvera. I öllu þessu taka
nú að hrannast upp atriði í frásögninni, sem
vísa til tilfinninga. Eru það líkamlegar til-
finningar eins og hungur, kuldi og sársauki,
andlegar tilfinningar eins og forvitni, ágirnd,
ótti og félagslegar tilfinningar eins og
blygðun, ásökun, hatur. Orðin sem valin voru
eru öll neikvæð og tákn um ófullkomleika
mannsins, en andhverfa þeirra eru þá jákvæð
og það sem maðurinn keppir eftir. Þessi tog-
streita tilfinninga er ekki bundin einhverri
einni hlið mannsins, heldur er hana að finna í
öllu fari hans, andlegu sem líkamlegu. Rask-
ist jafnvægið í þessari togstreitu (baráttu),
verður maðurinn ekki í jafnvægi. Heilbrigði
hans felst þá í því að hann geti háð hina eðli-
legu baráttu á öllum sviðum lífs síns og náð
árangri. Það hefur í för með sér farsæld, vel-
líðan, hamingju. Brýnt er þá einnig að líta á
manninn í heild sinni, þegar rætt er um heil-
brigði hans eða veikindi.
II. Heilbrigði í trúnni
Á lífsbraut sinni er maðurinn sífellt að tak-
ast á við tilfmningar sínar, líkamlegar og
andlegar, og smátt og smátt öðlast hann reyn-
slu, sem er honum til leiðbeiningar, hjálpar og
stuðnings.
Slíka alhliða reynslu er manninum nauð-
synlegt að öðlast til að hann geti lifað af þau
tilfinningalegu átök, sem lífið færir honum.
Slíka reynslu getur maðurinn enda varla
tileinkað sér sjálfur á einni mannsævi.
Mannkynið hefur hins vegar aflað sér ærið
mikillar reynslu í gegnum tíðina og reynir að
skila henni til næstu kynslóðar.
Samhljómur við þessa lífsreynslu eða
undirtektir við meginreglurnar er því það
sem kalla má heilbrigðar lífsvenjur og heil-
brigð lífsafstaða.
Séra Birgir Ásgeirsson
er sóknarprestur að Mosfelli.