BFÖ-blaðið - 01.07.1986, Page 11
Páll postuli talar t.d. um heilbrigði í trúnni
(Tít. 1:13 og 2:2). Sé það hugtak skoðað í sam-
hengi við annað það sem Páll skrifar um, má
skilja „heilbrigði í trú“, sem andstöðu við hið
ýkta og afskræmda eða afdráttarlausa. Það er
t.d. varað við óhófi í öllum nautnum, ofmati á
eigið ágæti og hroka í samskiptum við aðra,
svo einhver dæmi séu tekin. Páll var líka mjög
gagnrýninn á þá stefnu, sem gyðingar höfðu
tekið gagnvart „lífsreynslunni“, trúarreynslu
og samskiptareynslu. Þeir höfðu sterka til-
hneigingu til að setja allar meginreglur í
ákveðnari skorður og búa til nákvæmar regl-
ur um framkvæmd meginboðanna. Um helgi
hvíldardagsins myndaðist t.a.m. heilmikil
reglugerð um það hvað mætti og hvað mætti
ekki. Matföng voru flokkuð í hreint og
óhreint, jafnvel fólk var ýmist hreint eða
óhreint og fór það þá eftir líkamlegu ástandi
eingöngu, sbr. holdsveikir.
Kristur varð auðvitað sá, sem fyrstur benti
á þessa skekkju í lífsafstöðunni með einhverj-
um verulegum árangri. Hann talaði um að
hvíldardagurinn hefði orðið til mannsins
vegna en ekki öfugt (sbr. Mk. 2:17) og hann
sagði að ekki saurgaði það manninn, sem inn
í munninn færi, heldur það sem út af honum
kæmi (sbr. Mt. 15:11). Þannig gafhannjarð-
neskum (mannlegum) fyrirmælum andlegt
innihald. Heilbrigð trú metur afstöðu sína til
Guðs og afstöðu sína til lífsins í sama vetfangi.
Með því móti gerir hún ráð fyrir því að maður-
inn sé ábyrgur í lífi sínu. Abyrgð mannsins
felst í því að hann hefur hæfileika til þess að
geta metið sjálfan sig og aðstæður sínar í ljósi
þess skilnings eða í ljósi þeirra forsenda, sem
hann hefur í kring um sig.
Maðurinn þarf því að vega og meta skilning
sinn og afstöðu til Guðs, sköpunar hans og til-
veru í mannlegu samfélagi. Ut frá því mótast
hugarfar hans gagnvart sköpuninni, gjöfum
Guðs og hvernig hann vill nýta sér þær og öðr-
um til blessunar eða bölvunar. Hér er því ekki
spurning um hreint eða óhreint, heldur
afstöðu. Með hvaða hugarfari umgengst ég
sköpun Guðs. Þess vegna segir Páll postuli
t. d.: „Allir hlutir eru hreinum hreinir, en
flekkuðum og vantrúuðum er ekkert hreint“.
(Tít. 1:15).
Á þessu stigi væri líklega gott að skoða lítið
eitt umgengni okkar við ýmis konar efni nátt-
úrunnar, sem við köllum almennt vímuefni.
Við skulum líta á þessa hlið út frá forvarnar-
starfi.
Meginmarkmið forvarnarstarfs er að hjálpa
einstaklingum til að taka ábyrga afstöðu og
ákvörðun og breyta samkvæmt því.
Með þessu er verið að hjálpa sérhverjum til
þess að þroska með sér styrk og eiginleika til
að taka persónulega og félagslega afstöðu,
sem brýtur ekki í bága við það grundvallar-
atriði, að ég þarf ætíð að vera ábyrgur gerða
minna og vera fær um að auðsýna náunga
mínum fullt tillit. Þetta gildir ekki aðeins um
þann sem ekki neytir vímuefna, heldur ekki
síður þá sem neyta í hófi eða óhófi.
Hér þarf því hver og einn ekki aðeins að
vera ábyrgur gagnvart sjálfum sér, heldur
einnig gagnvart sambræðrum sínum og hin-
um algilda reglugjafa, Guði.
Hér verður hver og einn að taka tillit til
reynslu sjálfrar sín og ekki síður reynslu kyn-
slóðanna. Maðurinn verður að þekkja tak-
mörk sín og vanmátt í þessu sem öðru. Það 11