BFÖ-blaðið - 01.07.1986, Side 13

BFÖ-blaðið - 01.07.1986, Side 13
Árni Einarsson: Fjölmiðiar og fíkniefni Áhrif fjölmiðla á viðhorf okkar eru mikil. Þessu gera seljendur ýmiss konar vöru og þjónustu sér vel grein fyrir. Sama er að segja um stjórnmálamenn eins og sjá mátti í nýaf- stöðnum sveitarstjórnarkosningum hér á landi. Víða erlendis ganga þeir þó mun lengra. í litlu samfélagi sem rúmar fáa fjöl- miðla eru áhrifm enn meiri en þar sem Qöl- breytni þeirra er meiri. Allir fá sömu eða svip- aðar upplýsingar og því hætta á einsýnni umræðu en ella. Með upplýsingum sínum, áherslum og efn- isvali/efnismati draga fjölmiðlar upp fyrir okkur ákveðna heimsmynd. Því fjarlægara, ókunnuglegra og flóknara sem viðfangsefnið er þeim mun grandalausari eru viðtakendur. Vegna hraða og mikils magns af upplýsingum gefst lítill sem enginn kostur að sannreyna þær eða leita nánari skýringa. Fjölmiðlar eiga mikinn þátt í þeirri mynd sem við gerum okkur af fíkniefnamálum. Það hversu oft og mikið er Qallað um þetta mál, í hvaða samhengi (unglingar/fullorðnir, afbrigðilegt/venjulegt, hættulegt/skaðlaust o.s.frv.) og hvort umfjöllun er jákvæð eða nei- kvæð til neyslunnar/neytenda hefur eðlilega áhrif á viðhorf okkar. Vegna aðstöðu okkar, eða öllu heldur aðstöðuleysis, til nánari athugunar er hætt við að við gerum afstöðu fjölmiðilsins/fréttamannsins, sem fram kem- ur í framangreindum þáttum, að okkar eigin. Engin samantekt er til um umfjöllun íslenskra fjölmiðla um fíkniefnamál. Því verður allt mat á því ónákvæmt og persónu- bundið. Ungtemplarafélag í Osló í Noregi hef- ur gert þessu nokkur skil þar í borg. Á tíma- bilinu janúar-mars 1984 var fylgst með umfjöllun sex blaða sem þar eru lesin. Nokkr- ar niðustöður þessarar könnunar verða rakt- ar hér á eftir. (1). 1. Mikill munur var á hve mikið blöðin fjöll- uðu um fíkniefni. 2. Um áfengi var yfirleitt Qallað hlutlaust (41.1%) eða neikvætt (37.6). Fimmtungur umfjöllunar var jákvæður í garð áfengis. 3. Nær alltaf var fjallað neikvætt um eiturlyf (85.1%) og aldrei jákvætt. 4. Nokkur munur var á umfjöllun blaðanna um áfengi í þessu tilliti (jákvætt/neikvætt) en mjög lítill þegar eiturlyf áttu í hlut. 5. Fyrst og fremst var fjallað um fíkniefni í tengslum við einstök slys eða sakamál (Áfengi 28.6% — Eiturlyf 44.8%). Mun meira var Qallað um eiturlyf sem vanda- mál (29.9%) en áfengi (12.4%). 6. Mjög lítið var um staðreyndir um fíkniefn- in, s.s. áhrif þeirra á líkama og heilsu (1.9%). 7. Mikill munur var á milli blaðanna á því í hvaða samhengi Qallað var um fíkniefni. Hér er einungis stiklað á stóru í niðurstöð- um þessarar könnunar. Spurningin er vitan- lega sú hvort áherslur þessara fjölmiðla koma heim og saman við veruleikann. Er t.d. víst að eiturlyf sé orsök meiri vandamála en áfengi (sbr. lið 5)? Vert væri að kanna tök íslenskra fjölmiðla á fíkniefnamálum með þessum hætti. Freist- andi er að ljúka þessum pistli með því að draga fram nokkur áberandi einkenni á umfjöllun í fjölmiðlum hér á landi í formi full- yrðinga: 1. Eiturlyf eru meira vandamál en áfengi. 2. Eiturlyf eru einkum bundin við unglinga. 3. Áfengisneysla er einkum bundin við börn og unglinga. 4. Drykkjusýki er helsta vandamálið sem áfengi veldur. 5. íslenska áfengismálastefnan (sem miðar að því að halda áfengisneyslu sem minnstri) er fáránleg. 6. „Vímulaus æska“ er mikið hagsmunamál. / Árni Einarsson á' . / er uppeldisfræðingur að mennt og starfar V J hjá Áfengisvarnarráði. 13

x

BFÖ-blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.