BFÖ-blaðið - 01.12.1988, Síða 5

BFÖ-blaðið - 01.12.1988, Síða 5
Viðamikil könnun sem gerð var í Noregi 1981-82 leiddi í ljós að 0,27% af eknum kíló- metrum voru ekin af bílstjórum með meira en 0,5 prómill vínanda í blóði, 0,42% í þéttbýli en 0,21% í dreifbýli. Könnunin leiddi og í ljós að rúmlega 20% þeirra sem óku ölvaðir voru með 1,5 prómill eða meira af vínanda í blóði sínu. Hins vegar voru 78% ölvaðra ökumanna (með 0,5 prómill eða meira) sem létust í umferðinni með þetta vínandamagn í blóðinu. Á grundvelli vitneskjunnar um þá vega- lengd sem ölvaðir ökumenn aka og íjölda ölv- aðra ökumanna sem látast í umferðarslysum er hægt að reikna út lífshættu af ölvunar- akstri. Sambandið á milli vínandamagns í blóði og hlutfallslegrar lífshættu ökumanna hefur verið kannað. Ökumaður með meira en 0,5 prómill vínanda í blóði er í 160 sinnum meiri lífshættu en ódrukkinn (með minna en 0,5 prómill). En lífshættan er ekki sú sama fyrir alla ökumenn þótt þeir hafi sama vínandamagn í blóði sínu. Þeir sem eru óvanir að neyta áfeng- is og hafa litla reynslu af akstri eru í mun meiri lífshættu. M.ö.o. ungt fólk er í umtals- vert meiri hættu en eldra fólk. Hér er aðeins getið um áhættu ökumanna en vitað er að ölvun á oft mikinn þátt í slysum gangandi vegfaranda og hjólreiðamanna. Hvers vegna er ölvaður ökumaður hættuleg- ur sjálfum sér og öðrum? í stuttu máli má svara þessari spurningu á þá leið að áfengisneysla dregur úr hæfni ökumanna til að leysa öll þau flóknu viðfangs- efni sem akstur ökutækis krefst. Má þar nefna skynjun (sjón og heyrn), viðbragðsflýti en ekki síst athygli og dómgreind. Ölvaður mað- ur á mjög erfitt með að einbeita sér að mörgu í einu, en akstur krefst slíks. Ölvaður ökumaður á erfitt með að ná skerpu á það sem hann horfir á. Þ.e.a.s. „fók- usinn“ er í ólagi, jafnvel svo að hann sér tvöfalt. Augun láta einnig ver að stjórn og augnhreyfingar verða hægari. Hæfnin til að taka við og vinna úr upplýs- ingum sem berast skynfærunum skerðist við neyslu áfengis. Sá sem er með lítið vínanda- magn í blóði getur leyst einföld verkefni álíka vel og sá sem er algerlega ódrukkinn. En eftir því sem viðfangsefnin verða flóknari og marg- þættari gengur hinum ölvaða mun ver. En þar greinir einmitt á milli feigs og ófeigs í umferð- inni; að bregðast fljótt og rétt við skyndilegum flóknum aðstæðum. Ökumaður verður að taka við miklum fjölda upplýsinga og vinna samstundis úr þeim í eina heild. Fylgjast með öðrum bílum, gangandi vegfarendum, meta hraða eigin bíls með tilliti til aðstæðna og meta stöðugt akstursaðstæður. Skyndileg breyting á þessum aðstæðum kallar á skjót viðbrögð. Vegna hinnar skertu hæfni, annars vegar á skynjun og hins vegar á úrvinnslu þess sem skynjað er, skapast mikil hætta og líkurnar á röngum viðbrögðum eða viðbrögðum sem koma of seint aukast og um leið hættan á dauðsföllum og örkumlun. Tiltölulega lítil ölvun skerðir þá hæfni sem hér hefur verið rætt um. Þegar við 0,5 prómill mörkin er nákvæmni og viðbragðstími svo og einbeiting mikið skert. Þrátt fyrir að vínandi sé horfinn úr blóði er hæfnin skert mun lengur eða allt að 20 klst. eftir drykkju. Það fer eftir magninu sem neytt er. Rannsóknir sýna að aksturshæfni er skert um 20% að meðaltali þrem klst. eftir að vín- andi er horfinn úr blóði. Þetta má rekja til þess álags sem áfengi er á líkamann, sem m.a. kemur fram í hækkuðum blóðþrýstingi. Fyllsta ástæða er til að vara ökumenn við þessari hættu og benda þeim á að aka ekki fyrr en síðari hluta dags eftir drykkju. 0,0 prómill Síðustu mánuði hefur mikil umræða verið um ölvunarakstur í Svíþjóð og Noregi og hafa bindindisfélög ökumanna átt þar drýgstan hlut. Þau hafa einnig sett fram þá kröfu að færa mörk um leyfilegt vínandamagn í blóði í 5

x

BFÖ-blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.