BFÖ-blaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 12

BFÖ-blaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 12
Leitað svara Búnaður dráttarvéla Á ferð um landið í sumar mætti lesandi oft dráttarvélum sem voru án ljósa og án ljósa- búnaðar sem tíðkast á öðrum þeim farartækj- um sem ekið er um þjóðvegi landsins. Hvaða kröfur eru gerðar til ljósabúnaðar og ljósa- notkunar dráttarvéla? Hvernig er háttað skoðun dráttarvéla? Bæta tryggingarfélögin tjón sem hlýst af vanbúnum dráttarvélum í þjóðvegaakstri? Leitað var svara hjá Ólaíi W. Stefánssyni skrifstofustjóra í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu: „Dráttarvél skal búin a.m.k. tveimur ljós- kerum er lýsa fram á við allt að 30 m. Að aftan skulu vera a.m.k. tvö rauð glitaugu. Heimilt er að hafa eitt vinnuljós, sem þó má ekki nota við akstur á alfaraleið. (sjá 25. gr. reglugerðar um gerð og búnað ökutækja). Við akstur dráttarvélar skulu lögboðin ljós vera tendruð í rökkri, myrkri eða ljósaskipt- um eða þegar birta er ófullnægjandi vegna veðurs eða af öðrum ástæðum, hvort heldur er til að ökumaður sjái nægilega vel fram á veg- inn eða til að aðrir vegfarendur sjái ökutækið. (32. gr. umferðarlaga). Samkvæmt umferðarlögum hafa ekki verið settar reglur um almenna skoðun dráttar- véla. Löggæslumönnum er hins vegar heimilt hvenær sem er að stöðva dráttarvélar sem og önnur ökutæki og skoða ástand þeirra og hleðslu; og vísa ökutæki til sérstakrar skoðunar ef það reynist ekki vera í lögmæltu ástandi. (68. gr. umferðarlaga). Auk þess framkvæmir Vinnueftirlit ríkisins eftirlit og skoðun á dráttarvélum. Tjón er hlýst af notkun dráttarvéla eru bótaskyld á sama hátt og tjón er hljótast af notkun annarra skráningarskyldra öku- tækja. Samkvæmt umferðarlögum er skylt er að kaupa bæði ábyrgðartryggingu og slysa- tryggingu ökumanns vegna dráttarvéla. Van- búnaður ökutækis breytir í engu bótarétti 12 þriðja manns.“ Einnig var leitað svara hjá Hreini Berg- sveinssyni hjá Samvinnutryggingum: „Svar við því hvort tryggingafélög bæti tjón af vanbúnum dráttarvélum ber að svara afdráttarlaust játandi og vísast til umferðar- laga nr. 50/1987, 88.-90. greinar. Dráttarvélar eru skráningarskyld ökutæki og fébótaábyrgð nákvæmlega sú sama og um bifreið væri að ræða. Hin lögboðna ábyrgðartrygging er forsenda þess, að þessi tæki fái að vera í notkun, svo að tryggt sé, að hver sá, sem fyrir tjóni verður af þeim, fái tjón sitt bætt, að tiltölu við sök. Vanbúið ökutæki skapar ábyrgðarmanni sínum ríkari ábyrgð og þá um leið vátrygging- arfélagi gagnvart þriðja aðila. Sé vanbúnaður meðvirkandi eða eina orsök slyssins er augljós fébótaábyrgð fyrir hendi til handa þeim, sem fyrir sannanlegu tjóni hafa orðið.“ Framrúðubrot „Lesandi BFÖ- blaðsins, sem fékk stein í framrúðuna spyr hvaða kröfur tryggingarfé- lög geri til sönnuna slíkra tjóna, hvort allt tjónið sé greitt og hvort fylla eigi út eyðublöð um umferðaróhöpp, ef rúða brotnar.“ BFÖ-blaðið leitaði svara hjá Reyni Sveins- syni, deildarstjóra tjónadeildar hjá Ábyrgð hf.: „Þegar framrúða bifreiðar brotnar er það í flestum tilfellum af völdum steinkasts. Oftast er um að ræða stjörnu eða sprungu, sem myndast, þar sem notkun svonefnds perlu- glers fer minnkandi, en sú gerð glers brotnaði í smátt við mikið högg. Bíleigandi eða umráðamaður með brotna framrúðu snýr sér til skrifstofu tryggingarfé- lags síns eða næsta umboðsmanns, þar sem sérstakt eyðublað er útfyllt og beiðni fyrir nýja rúðu og ísetningu er afhent. Tjónaskoðunarmenn ganga úr skugga um tjónið áður en beiðni er gefin ut. Bifreiðasmiðir sjá síðan um rúðuskiptin og eru nokkrir aðilar, sem sérhæfa sig í þessari þjónustu. Ekkert mun vera því til fyrirstöðu að tjóns- eyðublað það sem nú er í bifreiðum sé notað til að tilkynna rúðutjón, þó það hafi ekki verið tilgangurinn."

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.