BFÖ-blaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 7

BFÖ-blaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 7
Helgi Hallgrímsson: Hvenær nær bundið slitlag frá Reykjavík til Akureyrar? Undanfarin ár hefur verið lögð mikil áhersla á að leggja bundið slitlag á þjóðvegi. í árslok 1988 er komið bundið slitlag á alls um 1980 km af þjóðvegakerfi landsins. Megnið af þessu slitlagi er á aðalvegunum. Á þessu ári voru lagðir 254 km af bundnu slitlagi. Leiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar hef- ur notið góðs afþessari þróun. Vegalengdmilli þessara staða er 432 km. Bundið slitlag er á 331 km, þar af voru 24 km lagðir á þessu ári. Malarvegir á þessari leið eru því 101 km nú í árslok. Ekki verður fullyrt með vissu, hve- nær þeir verða komnir með bundið slitlag. Vegáætlun er til endurskoðunar á Alþingi nú í vetur og hætt við nokkrum samdrætti í vega- framkvæmdum á næsta ári. Þá verður að hafa í huga að á nokkrum stöðum þarf að verja miklu fé til undirbyggingar vega, áður en unnt er að leggja á þá bundið slitlag. Það sem sagt er hér á eftir um þessi efni er því að hluta til getgátur, ef til vill blandnar nokkurri ósk- hyggju. I Hvalfirði og neðanverðum Borgarfirði eru fjórir malarkaflar samtals að lengd um 13 km. Vonir standa til að bundið slitlag verði lagt á þá á næsta ári. í ofanverðum Borgarfirði og beggja megin Holtavörðuheiðar eru þrír malarkaflar. Lengd þeirra allra er um 20 km. Lagt verður á hluta þeirra næsta ár, en þeim lýkur varla fyrr en á árunum 1990-91. Helgi Hallgrímsson er yfirverk- fræðingur hjá Vegagerð ríkisins. Norðurlandsvegur á austanverðu Vatnsskarði, ofan Varmahlíð- ar í Skagafirði. í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu er eftir einn kafli rúmlega 6 km langur og verður lagt á hann næsta ár. Á Vatnsskarði eru um 10 km eftir. Hluti þess kafla verður lagður bundnu slitlagi á næsta ári. Þá verður eftir svokölluð Bólstaðarhlíðarbrekka, og tekur það að minnsta kosti 2-3 ár í viðbót að ljúka henni. í Skagafirði austanverðum er eftir að leggja á um 14 km. Hluti kaflans fær bundið slitlag á næsta ári, en reikna verður með 2-3 árum í viðbót til að ljúka honum. Malarvegur er um Öxnadalsheiði vestan- verða og um mestan hluta Öxnadals eða alls um 30 km. Hér er um dýrar framkvæmdir að ræða og ólíklegt að þeim ljúki á skemmri tíma en 4-5 árum. Loks er ólokið við rúma 8 km í Hörgárdal en væntanlega fær sá kafli bundið slitlag á næstu tveim árum. Samkvæmt þeirri tilgátu sem hér er sett fram mun malarköflum á leiðinni til Akur- eyrar fækka jafnt og þétt á næstu árum. Þó munu væntanlega líða 4—5 ár áður en þeir eru allir horfnir. 7

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.