BFÖ-blaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 6

BFÖ-blaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 6
0,0 prómill. Nú eru allar líkur á að þessi mörk verði lækkuð, þó ekki í 0,0 prómill, í Svíþjóð en þau eru þar 0,5 eins og hér á landi. En hvers vegna 0,0 prómill? Af því sem rakið hefur verið hér að framan er ljóst að áfengi er verulegur skaðvaldur í umferðinni sem taka verður ákveðnum tökum. Með tilliti til áhættunnar er eðlilegt að vinna að því eftir mætti að útrýma áfengi algerlega úr umferðinni. Það markmið að færa vínandamörkin í 0,0 hefur verið gagnrýnt á þeirri forsendu að það náist aldrei og sé óraunhæft. Menn verði t.d. að sleppa rauðvínssósunni út á kjötið til að vera vissir um að fara ekki yfir mörkin. Vitan- lega þarf að gera ráð fyrir ákveðnum sveigjan- leika innan öryggismarka. Aðalatriðið er við- horfið. Sú hugsun að hafi menn neytt áfengis komi ekki til greina að setjast undir stýri. 1. mars 1989? Með tilkomu bjórsins 1. mars n.k. er brotið blað í áfengismálum á íslandi. Venjur sem fela í sér daglega neyslu vínanda halda hér innreið sína og hætta er á að hún skili sér m.a. út í umferðina. Ekki endilega vegna þess að fólk telji sjálfsagt að aka undir áhrifum áfeng- is heldur að það telji að áfengisneysla í formi bjórs sé hættulaus að þessu leyti. Að þrátt fyr- ir einn bjór eða fleiri sé það enn undir mörkun- um og hætti því hvorki lífi, limum eða öku- skírteini sínu með því að aka. Sá sem neytt hefur áfengis á afar erfitt með að meta ölvun sína. Margt kemur til. Vín- andamagnið sem neytt er getur ekki verið einhlítur mælikvarði á ölvun. Þyngd neyt- andans, aldur og líkamlegt ástand, t.d. hvort hann hefur borðað nýlega, hefur áhrif á hana. Ennfremur þola konur áfengi ver en karlar að þessu leyti. Miklu munar á því hvernig fólk metur ölv- un sína og hvert raunverulegt vínandamagn er í blóði. í ljós kemur að fólk telur að runnið sé af því mun fyrr en er í raun. Þótt benda megi á að slys og dauðsföll í umferðinni kunni að vera tíðari í einhverjum öðrum löndum er ekki þar með sagt að ástand- ið sé gott hér á landi. Hvert mannslíf, hvert beinbrot og hver sködduð mæna í umferðinni er tilefni viðbragða. Hlutfall ölvunaraksturs í umferðarslysum hefur vaxið á síðustu árum og er hátt meðal ungs fólks. Nýjar venjur sem fylgja neyslu bjórs ná ekki síst til ungs fólks og kalla á enn frekari aðgæslu en nú er. Aðgæslu sem annars vegar má stuðla að með ákveðnari og afdráttarlausari reglum (0,0 mörkin) og viðurlögum og hins vegar með upplýsingum og stöðugum áróðri. Heimildir: Við samningu þessarar greinar var einkum leitað fanga með upplýsingar í eftirfarandi ritum: 1. Umferðarlög nr. 50/1987 2. Handbók í bindindisfræðum. Útg. Bindindisfélag kennara og Menntamálaráðuneytið. Reykjavík 1976. 3. Tillit. Fréttabréf Umferðarráðs. 1. tbl. 1. árg. Nóvember 1987. 4. Promille-kjöring og promille-trafikanter. Útg. Transport- ökonomisk Institut og Statens Edruskapsdireketorat. Nor- egur 1984. 5. Alkohol-medicinska verkningar. CAN. Stokkhólmur 1985. Þeim fækkar stöðugt sem aka á negldum Gatnamálastjórinn í Reykjavík Óáfengt um jólin VALKOSTUPv^f.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.