BFÖ-blaðið - 01.12.1988, Page 9

BFÖ-blaðið - 01.12.1988, Page 9
Miklatorg í skammdegisbirtunni. Innan fárra ára verða hér gatnamót með umferðarljósum. leyfð sé vinstri beygja inn á fjögurra akreina stofnbraut í nágrannalöndunum öðruvísi en með ljósastýringu. Umferðarljós eru talin fækka slysum um 30-50%. Hringtorg Hringtorg eru enn öruggari umferðar- mannvirki en umferðarljós. Þau eiga þó yfir- leitt ekki heima á umferðarmiklum stofn- brautum, því ekki er hægt að hafa græna bylgju á hringtorgum! Hér verður líka að hafa í huga, að hringtorg veldur því, að stofnbraut fær minna aðdráttarafl miðað við þann val- kost að hafa ljósastýrð gatnamót með grænni bylgju. Það þýðir aukna slysahættu í íbúðar- hverfum vegna gegnaksturs, ef rými stofn- brautakerfisins er ekki nægjanlegt. Hring- torg koma vel til greina á umferðarminni stofnbrautum og tengibrautum. Lagfæring gatnamóta Sums staðar í aðalgatnakerfinu er gatna- mótum áfátt. T.d. er nokkuð algengt að beygjureinar fyrir vinstri beygjur vanti, þannig að aftanákeyrslur eru óþarflega margar. Bætt umferð í íbúðahverfum í eldri íbúðarhverfum borgarinnar er um- ferðarskipulagi víða áfátt. Sérstaklega gildir það um elstu hverfin eins og gamla Austurbæ- inn og gamla Vesturbæinn. Iþessum hverfum má víða minnka slysahættu með því að setja einstefnu á fleiri götur eða með því að setja hraðahindranir. Best væri að geta lokað íbúð- argötum í annan endann, en í þessum hverf- um eru götur það þröngar, að það er ekki hægt, en í öðrum eldri hverfum er það víða raunhæfur möguleiki. í nýjustu íbúðarhverfunum er skipulagi umferðar gjarnan áfátt að því leyti að safngöt- ur eru of langar og umferðarmiklar og gegna stundum jafnframt hlutverki tengibrautar. Mikil og hröð umferð þvert í gegnum íbúðar- hverfi skapar mikla slysahættu, sérstaklega fyrir börn. Til borgaryfirvalda streyma því erindi um hraðahindranir. Núna eru komnar um 150 öldur í Reykjavík og enn fremur tölu- vert af þrengingum. Skiptar skoðanir eru um ágæti hraðahindrana og finnst mörgum að nú sér nóg komið þó fæstir efist um að þær dragi úr slysahættu. Skipulag umferðar í íbúðarhverfum framtíðar Við skipulag nýrra íbúðarhverfa í Reykja- vík verður framvegis lögð meiri áhersla á umferðaröryggisþáttinn en hingað til. Hafin er vinna við deiliskipulag nýrra íbúðarhverfa norðan Foldahverfis. Þar verður öllum ströngustu reglum um aðgreiningu mismun- 9

x

BFÖ-blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.