BFÖ-blaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 14

BFÖ-blaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 14
bílstjórum líka að aka á þessum tilrauna- köflum. Verða fengnir bílstjórar, sem fara á hverj- um degi um veginn til þess að skrá hjá sér athuganir varðandi hálku og annað. Þá hefur bundið slitlag verið sett á vegaxlir á þeim stöðum, þar sem einna mesta slysa- tíðnin hefur verið, svo sem við Kúagerði og víðar. Eykur það mikið öryggi, þar sem oft myndast brík við vegbrúnir og hætta fyrir þann, sem missir bílinn sinn út fyrir bundna slitlagið. Þá eru áform um að tvöfalda veginn við Kúagerðið og setja stefnuörvar víðar en verið hefur, sem þó eins og fyrri daginn er komið undir Qármagni hverju sinni. Jafn- framt er rætt um að tvöfalda veginn frá Straumsvík að Hafnarfirði. Viðmælendur BFÖ-blaðsins hjá Vegagerð- inni sögðu þó, að mesta öryggið, sem gerlegt væri að setja upp, væri meiri lýsing og upp- setning eyja við gatnamót inn á veginn ásamt afreinum og aðreinum. Búið er að lýsa veginn fyrir ofan Hafnarijörð, og á næsta ári á að lýsa Keflavíkurveginn út að Krýsuvíkurveginum. Suður frá þarf að lýsa veginn frá Njarðvíkum og inn að Höfnum. Nýlega hefur verið lýst frá Hafnarvogi að Grænási. Hjá Fitjum hafa verið settar upp lýstar örvar á eyjar til þess að vekja athygli bílstjóra í tíma á eyjunum. Þá þarf að setja upp eyjar við vegamótin til Grindavíkur og Voga til þess að draga úr umferðarhraða ásamt að- og afreinum til verndar bílum sem eru að koma inn á veginn eða að fara út af honum. Slysatíðni á veginum hefur ekki aukist undanfarin ár. Hins vegar hefur slysum ekki fækkað heldur Qölgað eitthvað, þar sem umferð hefur aukist mikið hin síðustu árin. Fjölgun slysa hefur einna helst orðið við þétt- býlisstaðina, þar sem ekki hefur verið gætt sem skyldi öryggis við hönnun nýrra gatna- móta og frágangs þeirra. Tilhneiging hefur verið að fjölga gatnamótum eftir því sem þétt- býlið þenst út án þess að búa um þau sem skyldi. Keflavíkurvegurinn verður þannig áfram nokkuð varhugaverður. Á meðan áðurnefnd- ar úrbætur hafa ekki komist í framkvæmd skyldu menn stilla hraða sínum í hóf, þannig að menn eigi góðar minningar um vegferð eft- ir Keflavíkurveginum í framtíðinni. p.þ. Fyrir glögga lesendur Þessi uppskrift að óáfengri glögg hefur birst áður en er hér endurbirt að gefnu tilefni. 2 bollar vatn 1 bolli sykur 2 msk. negulnaglar 2 kanilstangir, brotnar 2 tsk. saxað nýtt engifer (eða bútar af þurrkuðu) 4 bollar eplasafi 2 bollar appelsínusafi 4 msk. sítrónusafi Sjóðið vatnið og sykurinn í 10 mínútur. Bindið negulnaglana, kanilstengurnar og engiferið inn í grisju og látið vera í sykur- leginum í eina klukkustund. Hrærið afgang- inn af efnunum út í og hitið upp að suðu. Fjar- lægið kryddið. Berið fram heitt eða kalt. Þetta getur orðið nokkuð bragðsterkt þannig að ef börn eru með getur verið gott að hafa þeirra glögg kalda og blanda hana til helminga með Sprite eða öðr- um gosdrykk. Verði ykkur að góðu! 14

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.