BFÖ-blaðið - 01.12.1988, Side 8

BFÖ-blaðið - 01.12.1988, Side 8
Þórarinn Hjaltason: Áhrif umferðarskipulags í Reykjavík á umferðaröryggi Núverandi ástand Samkvæmt upplýsingum frá tryggingafé- lögum hefur umferðarslysum fjölgað töluvert í Reykjavík á undanförnum árum. Árið 1983 slösuðust 331, árið 1984 slösuðust 435, árið 1985 slösuðust 489, árið 1986 slösuðust 558 og árið 1987 slösuðust 635 manns. Svipuð þróun hefur átt sér stað annars staðar á landinu. Skýringin er að sjálfsögðu fyrst og fremst hin mikla aukning á umferð, en einnig skipta aðrir þættir máli, svo sem stóraukinn akstur yngstu ökumannanna, en þeir eru eins og kunnugt er margfalt hættulegri í umferðinni en þeir sem eldri eru og reyndari. Lauslega áætlað er slysakostnaður í Reykjavík a.m.k. einn og hálfur milljarður króna á ári. Væntanlegar endurbætur í aðalskipulagi Reykjavíkur. Á þessu ári var samþykkt nýtt aðalskipulag Reykjavíkur fyrir tímabilið 1984—2004. Þar er lögð megináhersla á greiða og örugga umferð. Götur eru flokkaðar eftir hlutverki sínu í Qóra flokka: stofnbrautir tengibrautir safngötur húsagötur Gert er ráð fyrir aðalstígakerfi sem greinist frá aðalgatnakerfinu (stofnbrautum og tengi- brautum) með undirgöngum eða brúm fyrir fótgangandi eftir því sem efni og aðstæður leyfa. 8 Þórarinn Hjallason er yfirverk- fræðingur umferðardeildar borgarverkfræðings. Umferðarþáttur hins nýja aðalskipulags er í aðalatriðum óbreyttur frá því sem hann var í því gamla sem gilti fyrir tímabilið 1962- 1983. Gamla aðalskipulagið var gagnmerk og stórhuga áætlun, sérstaklega í ljósi þess að um það leyti sem skipulagsvinnan hófst þá var stór hluti gatna í Reykjavík malargötur. Dæmi um mikilvægi flokkunar gatna og aðgreiningu umferðar eru hinar nýju borgir eða „new towns“ í Englandi. Þar hefur þessum reglum verið fylgt meira eða minna við upp- byggingu heilla borga. Slysatíðni í þessum nýju borgum er aðeins 20—50% af því sem ger- ist í öðrum breskum borgum. Lauslega má áætla, að þær endurbætur á stofnbrautakerfi Reykjavíkur og aðgreining umferðar, sem hið nýja aðalskipulag gerir ráð fyrir, muni að öðru jöfnu fækka slysum um 20%. Það jafngildir því að slysakostnaður minnki um 300 milljónir króna á ári. Áætlað hefur verið að uppbygging stofnbrautakerfis- ins kosti um 200 milljónir á ári. Nýjar og endurbættar stofnbrautir munu fækka slys- um beint af þeirri einföldu ástæðu að þær eru öruggari en núverandi stofnbrautir. Hér skipta mislæg gatnamót (umferðarbrýr) tölu- verðu máli, en ætla má að kostnaður vegna slysa þar sé að jafnaði um helmingi lægri en í ljósastýrðum gatnamótum með jafn mikilli umferð. En endurbætt stofnbrautakerfi mun einnig leiða til fækkunar slysa með óbeinum hætti við það að hættulegur gegnakstur færist að miklu leyti út úr íbúðarhverfum yfir á stofnbrautir. Aðrar mögulegar endurbætur á umferðarskipulagi Umferðarljós Þó að umferðarljósum hafi Qölgað mikið í Reykjavík, en þau eru 46 talsins, þá vantar enn milli 20 og 30 umferðarljós, ef miðað er við leiðbeiningar frá nágrannalöndunum um það, hvenær eigi að setja upp umferðarljós á gatna- mótum. T.d. má nefna, að undantekning er að

x

BFÖ-blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.