BFÖ-blaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 11
Úr norskri auglýsingu gegn ölvun við akstur.
máli, mun neikvæðara heldur en í hraðabroti
og því ekki margir, sem gætu orðið til þess að
hvetja menn til að argast í laganna vörðum,
sem eru að gera skyldu sína oft við erfiðar
aðstæður, og til þess að vernda aðra þegna
þjóðfélagsins gegn því að lenda í slysum, sem
óhjákvæmilega eru fylgifiskur áfengisneyzlu,
við akstur.
I sjálfu sér eru þeir ekki margir, sem ætla
sér að aka fullir í upphafi. Hins vegar, þegar
komið er út af skemmtistaðnum, rigning úti
eða snjór og engan leigubíl hægt að fá, er ákaf-
lega freistandi að grípa til bílsins - ef komið
hefur verið á honum á skemmtistaðinn. í upp-
hafi ætti það að vera nokkuð rökrétt að skilja
bílinn eftir heima og koma sér á staðinn í
strætó eða leigubíl. Þá ætti að vera nokkuð
ljóst, að ekki verði teknar órökréttar ákvarð-
anir. Að hafa ekki freistinguna allt of nálægt
sér - forðast hana eins og kostur er.
Erfitt er að segja hvað gera ætti til þess að
reyna að koma í veg fyrir frekari akstur
manna undir áhrifum. Þó er virkari löggæsla
sennilega einna árangursríkasta aðferðin til
þess að menn aki síður undir áhrifum. Einn
lögreglumaður sagði frá því að þeir heíðu
reynt það eitt sinn að leggja lögreglubíl á
svæði fyrir framan vínveitingahús, þar sem
þeir voru sjáanlegir úr öllum áttum, þegar
menn komu út. Sagðist hann ekki muna eftir
jafn mörgum bílum á stæðinu daginn eftir.
Það er samdóma álit flestra, sem rætt var
við, að megin starfið, sem styrkja eigi til þess
að koma í veg fyrir ölvunarakstur sé virkari
löggæsla og eftirlit frá hennar hálfu. Það er
fyrst og fremst afstaða ökumannsins sjálfs,
sem segir til um það, hvort honum dettur í hug
að aka drukkinn. Þannig geta auglýsingar og
áróður haft geysi mikið að segja til þess að
sýna mönnum fram á afleiðingar gerða sinna,
ef ekið er undir áhrifum. Að láta lögregluna
vera eins konar reiðan skólastjóra til þess að
koma í veg fyrir að maður aki fullur er ekki
vænlegt til árangurs. Heldur er það fyrst og
fremst afstaðan sem skiptir máli.
Ekki virðist þeim fækka sem dæmdir eru til
fangelsisvistar fyrir ölvunarakstur sem aðal-
brot heldur þvert á móti þá hefur þeim íjölgað
samkvæmt tölum, sem fengust hjá Dóms-
málaráðuneytinu. Árið 1979 voru 11 dæmdir í
fangelsi fyrir ölvunarakstur sem aðalbrot og
geta menn hafa setið inni fyrir önnur brot
einnig og þá eru þeir ekki taldir með hér. Árið
1983 voru þeir 41 og árið 1987 voru 65 ein-
staklingar dæmdir fyrir ölvunarakstur sem
aðalbrot. Yfirleitt eru menn ekki dæmdir til
varðhalds eða fangelsisrefsingar fyrr en eftir
að hafa verið teknir þrisvar sinnum undir
áhrifum. Þannig sést, að þrátt fyrir nokkuð
stöðugan og jafnan áróður, sem dunið hefur
yfir undanfarið, hefur þeim Qölgað, sem hafa
verið dæmdir. Vonandi er, að herferðin á
þessu ári fækki þeim eitthvað, sem aka undir
áhrifum og þar af leiðandi verði færri dæmdir.
Samtök leikara hafa lagt drjúgan skerf hér að
mörkum, sem er þakkarvert. Helst er árang-
urs að vænta af þessu starfi, ef nógu margir
leggjast á eitt um að dæma ölvunarakstur sem
slæma hegðun. Lögreglan hefur í mörg horn
að líta, er fjárvana, fámenn og býr við of léleg-
an tækjakost til þess að fylgjast með þeim
drukknu við stýrið eða þá þeim, sem aka eftir
að hafa misst ökuskírteinið. Þar er einna helst
árverkni hvers lögregluþjóns, sem kemur að
notum. Hins vegar ætti hinn almenni borgari
að segja til þeirra sem eru undir áhrifum við
akstur, áður en þeir valda sjálfum sér og öðr-
um hættu.
pþ. 11