BFÖ-blaðið - 01.11.1989, Side 8

BFÖ-blaðið - 01.11.1989, Side 8
Heilbrigt líf-án áfengis, 2. hluti: Lífsstíll í sókn í síðasta blaði voru birt svör átta þekktra íslendinga við tveim spurningum um áfengismál. Hér verður fram haldið og kynnt sjón- armið ellefu annarra til þessara mála. Spurt var: 1. Hver er afstaða þín til áfengis og hvað ræður henni? 2. Hvað finnstþér brýnast aðgera í áfengisvörnum? Axel Jóhannesson, tónlistarmaður: 1. Takmarkalaust vantraust á vímugjöfum - byggt á slæmri reynslu minni. 2. Það, sem liggur beinast við og er brýnast, er jákvæð fræðsla. Hafa verður þá fræðslu í skólum með kynfræðslu, frekar en að setja þetta fram sem boð og bönn. Það á við hina yngri, sem eru að byrja neyslu. Hins vegar er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja, en það eru leiðir til að fræða hina eldri með beinum upplýsingum, sem þurfa að vera stöðugt í Qöl- miðlum. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sóknarprestur: 1. Mér finnst það sjálfri þægilegt og gott að vera án áfengis. 2. Menn verða að gera sér grein fyrir því, að áfengi er staðreynd í hversdagslegu lífi manna og þar af leiðandi verður hver og einn að finna einhverja skynsamlega af- stöðu, sem er heillavænleg fyrir sjálfan sig. Ásgerður Ingimarsdóttir, framkvæmdastjóri Öryrkja- bandalags íslands: 1. Afstaða mín til áfengis er sú, að þar sem sannað er að það hefur skaðleg áhrif á starfsemi heilans, sljóvgar vit og dómgreind, hef ég ákveðið að láta það vera. 2. Með markvissri fræðslu um skaðsemi áfengis frá unga aldri er best að koma í veg fyrir að fólk byrji að neyta áfengis. Þannig breytist almenningsálitið hægt og hægt. Erlendur Kristjánsson, æskulýðsfulltrúi ríkisins: 1. Afstaða mín til áfengis er sú að það sé skaðlegt heilsu fólks og óhamingjuvaldur. Það sé þvi hverjum manni fyrir bestu að nota það sem minnst og helst að komast hjá því með öllu. Gegnum tíðina hefur maður horft uppá marga vini sína verða áfengi að bráð, ungt fólk í blóma lífsins, sem hefur ekki gert sér grein fyrir að það hafði ekki vald yfir því að nota áfengi í hófi. Mjög fáir hafa þann styrk að geta stjórnað svo neyslu sinni að hún komi ekki niður á þeim sjálfum eða nánustu aðstandendum. Það er því hverjum hollast að láta áfengi eiga sig. Segja nei takk! er slíkt er boðið. Það er engin skömm

x

BFÖ-blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.