BFÖ-blaðið - 01.12.1990, Qupperneq 5

BFÖ-blaðið - 01.12.1990, Qupperneq 5
Varða með krossmarki við Reykjanesbraut: Á að minna ökumenn á ábyrgð þeirra á varasömum vegaköflum Áhugahópur um bætta umferðarmenningu stóð í haust fyrir uppsetningu á vörðu með krossmarki við Reykjanesbraut (Keflavíkur- veginn), nánar tiltekið við Kúagerði. Vörð- unni er ætlað að minna vegfarendur á að veg- urinn getur verið varasamur á þessum kafla, sérstaklega að vetrarlagi þegar ísing og hálka getur myndast fyrirvaralítið, enda hafa orðið alvarleg umferðarslys og banaslys á þessum kafla. Reykjanesbrautin er mikill hraðaksturs- vegur og umferðarslys sem þar verða eru jafn- an alvarleg, stundum banaslys, menn slasast alvarlega og eignatjón verður mikið. Talið er að um 45 banaslys hafi orðið á Reykjanes- brautinni á þeim tveimur áratugum sem hún hefur verið í notkun. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðar ríkis- ins á nýlegri ráðstefnu um umferðarmál er kaflinn við Kúagerði einn sá varasamasti og eru þeir þó margir slæmir. Þarna liggur veg- urinn einna næst sjó og í beygju. Vegna rak- ans myndast ísing þar iðulega jafnvel þótt hún sé ekki á öðrum vegarköflum. Vörðuna sem sett var upp við Kúagerði hlóð Þorsteinn Einarsson og við athöfn flutti séra Cecil Haraldsson blessunarorð. Þar voru við- staddir nokkrir félagar sem starfað hafa í Áhugahópi um bætta umferðarmenningu og þar var einnig móðir pilts sem lést í umferð- arslysi á þessum kafla. Við athöfnina var einnig flutt bæn hennar. Áhugahópurinn hefur síðustu misserin lát- ið nokkuð að sér kveða varðandi umferðar- öryggismál, meðal annars staðið fyrir auglýs- ingaherferð, umferðarviku á Aðalstöðinni og félagar hafa talað um umferðarmál á fundum hjá ýmsum félagasamtökum. Að sögn Ragnheiðar Davíðsdóttur er ráð- gert að koma upp fleiri slíkum vörðum á þjóð- vegum landsins. Vonast áhugahópurinn til að uppsetning þessarar fyrstu vörðu verði öðrum 5

x

BFÖ-blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.