BFÖ-blaðið - 01.12.1990, Qupperneq 13
merki um vanþekkingu, sem að vissu leyti er
skiljanleg. Ekki hafa farið fram rannsóknir
hér á landi sem sýna hvað megi og hvað ekki.
Sænskir vísindamenn hafa gert rannsóknir
á þessu sviði enda hafa Svíar nýlega fært nið-
ur prómillmörkin úr 0,5 í 0,2 prómill. Þeir
telja sig geta fært sönnur á að þau mörk megi
ekki vera hærri þar sem ökuhæfni er orðin
skert við meira áfengismagn. Sænska veg- og
umferðarstofnunin (Vág- och trafikinstitutet)
í Linköping lét gera könnun á magni áfengis í
blóði ökumanna eftir neyslu ýmissa drykkja.
Um var að ræða 10 konur og 12 karlmenn á
aldrinum 21 árs til 61 árs. Meðalaldur var 36
ár. Þyngd þeirra var 50-105 kg. Meðalþyngd
var 70 kg. Athuguð voru áhrif af pilsner
(Láttöl) 33 cl, sterkum pilsner 33 cl (klass II),
áfengum bjór 33 cl og léttvíni 18,75 cl með
styrkleika 11,5. Þá voru nokkrar gerðir af
sælgæti með áfengri fyllingu prófaðar.
Drykkjanna var neytt með mat og mæl-
ingar fóru yfirleitt fram 5 mínútum eftir mál-
tíð.
Léttur pilsner mældist í engu tilfellanna og
sterkari pilsner í einu tilfella hjá léttustu kon-
unni. Afengur bjór mældist hjá öllum nema
einni konunni. Mest mældist 0,20 prómill af
einni 33 cl flösku af áfengum bjór. Hjá flestum
kvennanna tók það 30-60 mínútur fyrir lík-
amann að hreinsa blóðið af vínanda.
Ekkert vínandamagn mældist hjá neinum
karlmanni af neyslu pilsners og hjá fjórum
mældist vínandamagn eftir 33 cl af sterkum
bjór. í öllum tilvikum var magnið undir 0,10
prómill. 13