BFÖ-blaðið - 01.07.1993, Qupperneq 12

BFÖ-blaðið - 01.07.1993, Qupperneq 12
GALTALÆKJARSKOGI um verslunarmannahelgina Allan tímann verður gaman enda er umhverfið sérlega fallegt, nóg við að vera, allur aðbúnaður og aðstaða til fyrirmyndar. Og allt án áfengis. Rútuferðir frá: REYKjAVÍK fBSÍ), KEFLAVÍK (SBK), CRINDAVÍK (SBK), SANDGERÐI (SBK), GARÐAR (SBK), VOGAR (SBK). HVAÐ VERÐUR UM AÐ VERA? Á daginn verður hjólreiðakeppni BFÖ og ökuleikni BFÖ, Lukkuland, leiktækjaland, minigolf að ekki sé minnst á barnaball og söngvarakeppni fyrir börnin. Spaugstofan skemmtir og Mikki refur og Lilli klifurmús verða á sveimi. Magnús Scheving þolfimimeistarinn glaðlegi stjórnar hádegisþolfimi.Talandi risa kanínur munu rölta um skóginn. Séra Pálmi Matthíasson messar í fögrum lundi og hefur hresst fólk sér til aðstoðar. Á kvöldvökum leikur Spaugstofan við hvern sinn fingur, HörðurTorfa trúbador syngur við raust og Raddbandið gefur tóninn. Magnús Scheving þolfimimeistari sýnir á sér alla enda og kanta. Á kvöldin sveiflast mannskapurinn í takt við skagfirska sveiflu Geirmundar, hljómsveitirnar Pandemonium og Örkin hans Nóa sjá um ýkt fjör fyrir unglingana. Á laugardagskvöldinu mun stórfengleg flugeldasýning lýsa upp himininn og rómantískur varðeldur stafa hlýlegri birtu um Bríkina.

x

BFÖ-blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.