Skólablaðið - 31.01.1908, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 31.01.1908, Blaðsíða 4
SKÓLABLAÐIÐ 4 •^ikamðirushíun. (Tileinkað sveitaskólum og ungmennafje- lögum íslands.) Frh. Nú skulum vér aftur snúa oss að líkamsmentuninni og íþróttunum. Vjer verðum að kosta kapps um það, að þær hætti ekki með fermingaraldrin- um. Munu þær þá draga æskulýð- inn frá veitingahúsunum (og kaft'ihús- unum), þar sem hann situr í smá- klefum við drykkju og spil fram á nætur — og til leikvallanna í borg og bygð. En þó verða þeii að vera þann veg, að þeir hæni æskulýðinn að sjer. Víðlendir og vel úr garði gerðir verða leikvellir þessir að vera. Leikvellirnir bæta úr flestu því, er oft gerir æskulíf manns þungbært og gleðisnautt, svo sem of mikil einvera, fjelagsleysi og þar af leiðandi gleði- skortur. — Gleði er æskunni nauð- synleg. — Pá verðui lífið bjartara, og erfiðara að yfirgefa fósturjörð sina. — »Hvern veg ætli því hafi verið farið, að Gunnari á Hlíðarenda fjell svo þungt að fara að heiman frá ís- landi? Var það sjálf «Hlíðin«, er var svo fögur? Mun það eigi fremur hafa verið hið fagra œskulíf hans, er varpaði þvílíkri fegurð yfir æsku- stöðvar hans. að hann megnaði eigi að yfirgefa þær? Hvern veg sem þessu hefir verið farið, þá eigum vjer að kappkostaað gera skilnaðinn við fósturland vort eins þungan, og hann varð Gunnari. Munu íþróttir, leikvellir og endurminn- ingar þaðan drjúgum stuðla að þvi. Þær eiga að vaka í huga manns. draga »farfuglana« heim aftur til ætt- jarðarinnar og gyrða hana æ sterkari ástarböndum. Petta gera fagrar bernsku-endurminningar öllu öðru fremur, og höfum vjer margir dýra reynslu fyrir oss í því efni. Og jafn- vel þótt bernskuheimili sumra hverra hafi ef til vill verið miður gott — fá- tækt og jafnvel harðneskjulegt, eru þó endurminningarnar um bernsku- leikana og bernskuvinina jafn hlýjar og bjartar. En þar sem ekkert er? Engar tagrar endurminningar um heim- ili eða bernskuleika og bernskuvini, þá verður alt þungt og svart, jafn- vel þótt ættjarðarástin grói í hjarta manns, verður hún aðeins veiklulegt og afllítið örverpi í samanburði við það, er hún hefði getað orðið. Pjóð- fjelagið getur að vísu eigi tekið urn- ráðin frá Ijelegu heimilunum, en það getur auðveldlega veitt börnum og æskulýð fagurt og gleðiríkt fjelags- líf á góðum leikvöllum, og þetta aetti þjóðfjelagíð að vera skyldugt að gera. Pað ætti sannarlega eigi að vera tilviljun einni háð að breiða fegurð yfir heimilin og ættjörðina! Leikvalla-lífið á að vera takmarkað vissum reglum — og einnig fornsögu- lesturinn. þetta tvent á að fara sam- an. Fornsögurnar hvetja til dáða, og líkamsmentunin þroskar skaplynd- ið og líkamann til þess að fram- kvæma dáðirnar. Hvortveggja þetta í sameiningu eyk- ur ástina á landi og þjóð og gæðir mann þarinig afli því, er ástin ein get- ur veitt. Og einmitt nú höfum vjer þess brýna þörf. V. Kennarar og leikstjórar. Nú ber að því vaði, hvort kennar- ar vorir sjeu því starfi vaxnir að tak- ast líkamsinentun í barnaskólum á hendur. — Ættu það engin vand- ræði að verða fyrir kennara þá, er afla sjer mentunar á komandi árum. Yrði þá aðeins að haga leikfimis- kenslu kennaraskólans á sama hátt og í barnaskólunum Reglulegar leik- fimishreyfingar yrðu þá sjerstaklega gönguæfingar og aðrar Hylkingahreyf- ingar.» Leikfimiskensla þessi verður að vera skyldunám eins og aðrar námsgreinar kennaraskólans. Kennarar þeir, sem nú eru að starfi, ættu að geta fengið nauðsynlega sjer- mentun í þessu á stuttum sjerstökum námsskeiðtim eða í sambandi við framhaldsmentun þá, er nú á að hefja á kennaraskóla vorum. Mætti þar á stuttum tíma veita tilsögn í knattslœtti, hring-varpi, skíðahlaupi ogeinnig und- irstöðuatriðum kenslu í stökki, klijri, kapphlaupi, glimum o. fl. — Yrði þá allur útbúningur á námsskeiðum þess- um að vera nákvæmlega eins og við barnaskólana. Vjer skulum hugsa okkur starf kenn- ara í þessa átt að loknu námsskeiðí. í fyrstunni mundi það auðvitað ganga fremur tregt og seint, og yrði það starf einskonar undirbúningur undir það, er síðar mundi verða. í skólum þar sem börn gengju heim til sín, (í kauptúnum) mætti þá láta yngstu drengina fara heim að loknu skóla- náminu á daginn, en halda eldri drengj- unum (14 ára og eldrí) eftír stundar- korn til líkamsæfinga og láta þá iðka klifur, stökk, hringvarp o. s. frv , þang- að til þeir læra að kenna og stjórna hinum drengjunum. Er þetta bæði mjög mikilsvert og nauðsynlegt, þar- eð það ætti að vera takmarkið til sveita, að drengirnir æfðu sig af sjálfs- dáðum og stjórnuðu sjer sjálfir, undir umsjón kennarans, og er það því mjög áríðandi að yngri drengirnir venjist við að lúta stjórn hinna eldri. Pegar eídri drengirnir eru álitnir nógu færir stjórnendur, má velja stund i miðj'um námstíma til líkamsiðkana, •’eins og áður er drepið á', t. d>. urrj miðdagsverðar leyti, og--láta. drengina síðan snæða á eftir. Æfenn^riníislfletuj- síðan alla nemendurna iðka það, sem kent hefir verið, æði tíma, og sýna þá »leikstjórarnir« hinum, hvernig eigi að temja sjer hreyfingarnar og láta alla læra þær. A sama hátt getur kennarinn síðar kent leikstjórunum ýmsafleiri leika og íþróttir t. d. knattsldtt o. fl. og látið þá svo kenna hinum drengjunum og æfa þá. Síðan er nýjum æfingum bætt við smámsaman t. d. skiðahlaupi, þar sem hægt er að koma því við o. s. frv. Kennarinn veitir á þenna hátt aðal- lega eldri drengjunum tilsögn, og verður hann sjálfur að takast stjórn á hendur í þeim æfingum, sem ætl- aðar eru eldri drengjunum einum, t. d. glímur o. fl. Lætur hann þá helst aðeins tvo og tvo glíma í einu. Að lokinni glímu takast. svo strák- ! arnir í hendur. j Foringja ætti jafnan að velja úr flokki eldri drengjanna. Og er »undir- búningstíminn* er liðinn (einn vetur t. d,), og æfingar á að hefja í röð og reglu, getur kennarinn daglega eða vikulega ákveðið, hvað iðka skuli. For- inginn og fjelagar hans takast svo framkvæmdirnar á liendur. Gangi eigi alt eftir óskum, verður kennarinn að koma til sögunnar, og er þá venju- lega best að endurtaka »«ndirbúning- inn« með eldri drengjunum. Foringinn verður að vera vel fær og röskur í leik og íþróttum og hafa stjórnanda-hæfileika. Hann stendur fyrir flokk.ium gagnvart kennaranum og tekur venjulega við fyrirskipunum kennarans. Fjelagar hans úr eldra ilokki eru aftur ráðunautar hans. Þó er gott og gagnlegt, að kennarinn ráð- færi sig af og til við alla eldri dreng- ina; við það vaxa þeir í áliti hinna yngri; og verður, það svo að vera, ef vél á að fara. Eigi þarf það, að valda neinum vandræðum að velja foringja, því venjulega er einhver sá drengur í hverjum skóla, er allir hin- ir viðurkenna með sjálfum sjer að skari fram úr þeim öllurri. Sjeu tveir jafnsnjallir, má varpa hlutkesti milli þeirra. í byrjun hvers skólaárs, kallar kenn- arinn elstu drengina fyrir sig í ein- rúmi og brýnir alvarlega fyrir þeim að styðja foringjann dyggilega í starfi hans, halda vel saman, gæta »skyldu hlýðni« sinnar og ákvæða skólans yfirleitt. Þeir eiga að kappkosta að forðast og útrýma hjegómagirnd, met- orðagirnd og öfund hjá sjálfum sjer og hinum yngri. Okostir þessir niynd- ast eigi við leikana, en þeir koma þar ef til vill í ljós. Sú hugsun þarf að ríkja í hverjum skóla, að sje einhver drengur þar for- ingi eða leikstjóri, þá beri að hlýða honum. og virða hann í stöðu sinni, . og að það sje bæði óskynsamle;gt og , Ijptt að brjóLa þessa re;glu. Py& Ojg ó|ur\dare§njur drepgur, sem éigi vill hlýða öðrum drengjum,"verð-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.