Skólablaðið - 15.05.1910, Blaðsíða 2
66
SKÓLABLAÐIÐ
'menn trúi hverju sem þeir sjá á prenti. Á þvi mun engan
furða. Eigi á eg heidur við það, að þér gjörið það með
ræðum og skrafi um alþýðumentun og ættjarðarást; slíkt
geíur líka verið gott með, en það getur líka verið þreytandi
leiðinlegt. Áheyrendum er farið að verða tamt að spyrja
sjálfa sig, hvað búi nú undir fimbulfambinu og fagurmæl-
unurh og þykir einatt glytta í síngirnina undir, þó að vand-
lega sé ofan á breitt. Með þeim hætti vinst það aldrei. En
vér höfum ’stundum í vetur talað um skoðankenslu, og
talið hana bestu aðferðina til að fræða og leiðrétta. Ég
hygg að hún verði í þessu efni eina aðferðin, sem dugir.
Þér verðið að sýna það, láta menn þreifa á því, að góð
kensla getur gert börnin námfúsari, vitrari og betri, þar sem
léleg kensla kemur að litlum eða engum notum. Ég hef
tröllatrú áalþýðu landsins bæði að viti og mannkostum; þykist
hafa það af reynslu; og eg er sannfærður um, að hún
reynist ekki svo tornæm ef þessari aðferð er við hana beitt
og vel að henni farið. Hún lærir þá að meta barnakenslu
að verðleikum. Og það er henni líka fyrir bestu.
Jeg veit, að þessi krafa til yðar er þung; og sárast
finna þeir til, hversu erfitt er að fullnægja henni, sem mest-
an hafa áhugann og vandlátastir eru við sjálfa sig. Þeir
kenna mest til af vonbrygðunum og erfiðleikunum. sem
óaðgreinanlegir eru frá þessu starfi. Þeir þurfa á þolinmæði
og trú að halda, barnakennararnir eigi síður en aðrir menn;
jafnvel flestum fremur; þolinmæði til að bíða eftir ávöxtun-
um, trú á því, að upp af góðu sæði sprettur fyr eða síðar
eitthvað gott; trú, sem kemur fram í því að vinna af alúð
og öllum mætti, og fela svo kvíðalaust árangurinn honum
sem ávöxtinn gefur.
Það er, ef svo mætti segja, rótarávextir, sem kennararnir
eru að rækta; fagilr gróður getur að vísu komið fljótt og
berlega í Ijós, en það arðmesta er þó einmitt falið undir
yfirborðinu lengi vel; kemur eigi íljósfyren við uppskeruna,í
æfistarfi þroskaáranna. Og þar á hún einkum heima setn-
ingin, sem þið kannist við, að kennarinn áorki meira með
því, hvað hann er, heldur en nieð því, hvað hann veít.