Skólablaðið - 15.05.1910, Qupperneq 3
SKÓLABLAÐIÐ
67
kostið því kapps um að vera sem best, þá vinst yður mest,
mest í því, sem mestu varðar og drjúast dregur hverjum
manni.
Eg tala við yður, eins og þið séuð sjálfsögð að verða
barnakennararar, sem þér vitanlega eigi eruð. Ég býst alls
eigi við, að það verði æfistarf yðar allra. Hins vegar þykir
mér líklegt, að þér gefið yður flest öll við því iengri tíma
eða skemri. Og eg treysti því um yður öll, eftir þeim
kynnum sem eg hef af yður, að þér rækið það með fullri
alúð. En í hverja stöðu, sem þér annars komist, má við
því búast, að fleiri börn eða færri verði jafnan á leið yðar
og þá langar mig að biðja yður einnar bónar að skiln-
aði; liún er sú, að þér látið þau börn heldur njóta kennara-
skólans en hitt, ef þér liafið lært hér nokkuð, sem einhvers
er vert, ef þér berið eftir hérveruna einhvern yl til skólans,
þá látið það koma fram á vesalings börnunum, sem verða
yður samferða á lífsieiðinni lengri spöl eða skemri. Reynið
að verða þeim kennarar í einhverju góðu. —
Þér farið nú héðan, þegar sumarið kemur, og dreifist
heim um sveitirnar. Jeg bið kærlega að heilsa þeim öllum.
Jeg vildi óska að þær fengju nú allar sól og sumar með
yður. Og eg vildi óska að sól og sumar fylgdi líka með
yður í öðrum skilningi. Framtíðarspor yðar eru hulin.
Enginn veit hvert eða hvernig þau kunna að liggja. Jeg
ætla einskis um það að óska. Þar veit eg svo lítt hvers
biðja ber. En einsóskaéghjartanlega, og vil kveðja yður með
þeirri bæn til guðs fyrir yður öllum, að eitthvað gott megi
gróa í hverju yðar spori, hvar sem þau eiga að liggja. Þá
verða þau gjæfuspor, hvort sem þau verða að öðru leyti
•étt eða þung.
II. Söngkennarapróf.
Það fór fram í Kennaraskólanum 14. þ. m. Dagsins
er hér getið fyrir þá skuld, að það er eigi óhugsandi, að
hann kunni einhverntíma að verða talinn allmerkur dagur í
söngsögu þessa lands. Þrír nemendur luku prófi. Uppskeran
ekki meiri en svo, enda ekki við miklu að búast eftir atvik*