Skólablaðið - 15.05.1910, Page 7
SKÓLABLAÐIÐ
71
orðið 122 ára. Verst endast baðstofnr - og fjós; í þeim húsum
verður mestur raki, af manneskjunum ogskepnunum; þargrætur
hver viður Baldur úr helju leynt eða Ijóst frá haustnóttum til
vordaga. Baðstofur geta ekki orðið rnjög gamlar, ef þœr era
ofnlausar. En m'ikill munur er þó á endingunni eftir veðurlagi.
Norðurland er miklu þurrviðrasamara en Suðurland, ársúr-
koman fullum helmingi minni. ÖU hús endast því betur fyrir
norðan; hygg eg nærri sanni, að þar geti torfbaðstofur staðið að
meðaltali 3 mannsaldra, en syðra ekki langt fram yfir þriðjung
úr mannsaldri. Hér á suðurlandi hef ég séð margar baðstofur
grautfúnar eftir 8—10 ár. I Húnavatnssýslu þekki ég margar
baðstofur, sem eru orðnar 50—70 ára gamlar og enn mjög
stæðilegar. Þaðsegir mér Pétur ritsjóri Zóphóníasson að í Viðvík í
Skagafirði sé baðstofa, sem reist hafi verið á 18. öld; hafi Jón
Espólín lengt hana þá er hann bjó í Viðvík og sá endinn nú
hrörlegastur þó yngstur sé. Espólín fór Irá Viðvík 1816.
Þá er éftir að vita hvort timburhús endast mun betur. Það
er mjög mikið vafamál. Oömul timburhús eru til, 100 ára og
þaðan af eldri; en þau eru fá. Flest timburhús hér á landi eru
reist á síðasta mannsaldri úr ungum við og óhörðnuðum. Þau
eru lítt reynd, og járnið felur fúablettina. En þess eru eigi all-
fá dæmi að 5—10 ára gömul timburhús hafa reynst skaðfúin
innan járnklæða, þar sem að liefur verið gáð.
Það er nú engum efa bundið að íbúðarhús bænda bæði
torfbæir og timburhús myndu endast miklu lengur, efhúsinværu
vermd á vetrum; eg hygg þau myndu yfirleitt endast helmingi
lengur; en þá er líka auðstætt hvílíkt feikna tjón þjóðin bíður öld
eftir öld af eldsneytisskortinum.
Þola torfbœir ver landskjálfta en timburhús?
Á því er enginn efi. Timburhús þola landskjálfta allra húsa
best. Það leyndi sér ekki í landskjálftanum mikla á Suðurlandi
árið 1896. Mitt er annað mál, hvort ekki er gerlegt, að breyta
torfbæiunum svo að þeir þoli landskjálfta alt að því áviðtimb-
urhús. Annars eru þau hjeruð fá, þar sem óttast þarf svo mikinn
iandskjálfta, að húsuni sé hætt.
Hvort er dýrara torfbœr eða timburhús?
Það er altalað, og efalaust, að timburhús eru miklu dýrari.