Skólablaðið - 15.05.1910, Page 12

Skólablaðið - 15.05.1910, Page 12
76 SKÓLABLAÐIÐ til þess að, láta minningargjöf koma í staðinn fyrir krans — gefa Heilsuhœlinu það, sem krans myndi hafa kostað. Ártíðaskrá Heilsuhœlisins verður geymd fyrst um sinn í skrifstofu minni, Amtmannsstíg 1. Þar verður hún til sýnis á hverjum virkum degi kl. 5-7, og mun ritari minn, Jón lœknir Rósenkranz, taka á móti minningargjöfnm. Herra A. J. Johnsson hefur einnig gefið Holdsveikraspítalanum og Qeðveikrahælinu ártíðaskrár, og verða þær afhentar læknum þessarra sjúkrahúsa. Bækurnar eru nýkomnar.**) Eg kann honum bestu þakkir fyrir gjöfina. Heilsuhælinu hafa þegar hlotnast tvær minningargjafir, önnur frá Johnson sjálfum, til minningar um móður hans (50 kr), hin frá Bjarna prófasti Símonarsyni á Brjánslæk; hann kom til mín, sá bókina og gaf minningargjöf (5 kr.) til minningar um barn, sem lést fyrir tveim árum í sókn hans. Menn út um land eru beðnir að senda minningargjafir handa Heilsuhœlinu til Jóns læknis Rosenkranz, sem er fulltúi Heilsu- hælisstjórnarinnar. Hverjum þeim, er gjöf gefur, verður fengið eða sent við- tökuskírteini. Þau verða vönduð að útliti; bæjarbúar geta sent þau í stað kransa, og á þann hátt látið í ljós samhrygð sína þegar jarðað er. Hvað sem öðrum líður — þegar kemur að mér, vildi eg mælast til þess, að »kransarnir«, ef nokkrir yrðu, væru látnir fara í Heilsuhælið en ekki í gröfina mína. G. Björnsson. Nýbreytni mælist eigi nærri því altaf vel fyrir — síst þegar brugðið er útaf rótgróinni venju í einhverju því, er snertir oss sárt. En varla er hugsanlegt að nokkur skynsamur maður bregðist illa við því nýmæli, sem hér er borið fram. **) Pappírinn sendi gefandinn mér, en eg hef annast prentun og en eg het annast prentun og band fyrir hann, á hans kostnað.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.