Skólablaðið - 01.05.1911, Page 1

Skólablaðið - 01.05.1911, Page 1
SKOLABLAÐIÐ -----9SSS®-- FIMTl ÁRGANGUR 1911. Reykjavík, 1. mai. I 6. tbl. Þegar læra skal lifandi útlent tnál, ♦ varðar mest til allra orða, að undirstaðan rjett sje fundin* hvað franiburðinn snertir. Því læri menn rangan framburð í fyrstu tekst þeim mjög sjaldan að leiðrétta hann aftur, nema þeir eigi kost á að dvelja langdvölum með þeirri þjóð, er málið talar. Hafe margir fundið til þessara vandkvæða, þótt enginn sæi hand- hægt ráð við. En nú virðist mér ráðið vera fundið, og það er: að nota málvél. Er það mjög farið að tíðkast bæði vestan hafs og austan. Latínuskólakennari, herra Sveinbjörnsson í Árósum, mun einna fyrstur manna í Danmörku hafa notað málvél við málakenslu. Kunningi minn sagði mér frá því, og bað eg hann að leita upplýsinga hjá hr. S. um reynslu hans í þessu efni. Árangurinn varð bréf það er hér fylgir. Þakka eg hr. S. fyrir greiðviknina um leið og eg leyfi mér að birta brjefið. Bréfið hljóðar þannig: »Fyrir 15 árum síðan, 1895, keypti eg Edisons Standard Phonograph ásarnt keflum á ýmsum málum. Engir textar fylgdu með svo eg varð smámsaman sjálfur að framíeiða þá. Þegar eg var orðinn gagnkunnugur vjelitini, fékk eg mér kefli með atriðum, sem til voru í frönskum og enskum lesbðkum lærisveina, og fór nú að nota hana við og við í bekkjunum. Skýrði eg fyrst tekstann nákvæmlega fyrir nemendunum og Ijet þá búa sig vel undir til næsta skiftis.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.