Skólablaðið - 01.05.1911, Page 7

Skólablaðið - 01.05.1911, Page 7
SKÓLABLAÐIÐ 87 Handavinna: Car. /ialvorsen: Strikkebog (1,65). Haandbog i kvindeligt haandarbeide. (1,75.) Matreðsla: Dorothea Christiansen og Helga Helgesen: Husstel. (1,00.) Folkeskolens Kogebog. (100.) Eg hef einnig tekið með í skrána nokkrar af nýjustu og bestu kenstubókunum, sem notaðar eru við lýðskólana. Verð sumra bókanna hef eg sett ef:ir minni, en eg held, að þær sé ekki fjarri lagi. Akureyri í mars 1911. H. B. Smágreinar um uppeldi. (Eftir Guðmund Hjaltason). VIII. Ksnnsla undlr bsrum himni. Eg kendi börnum og unglingum 15 ár í Norður Þingeyjar- sýslu oglárá Lauganesströnd. N. þingeyjarsýsla, einkuni Langa- nesið, hefur lengi verið talin með útkjálkum. Og satt er það, að oft er þar kalt, ekki síst á vetrum. En nokkrum sinnum kendi égbörnum samt undir berum himni, bæði þegar hláka var, og eins þótt frost og snjór væri. Valdi þó oftast logn eða hægviðri til þess. Einusinniíór ég með hópinn upp á fjall á Langanesi. Var þá frost og lueinviðri, en logn; þegar upp á fjallið kom, blasti við reginhaf í austri og eins í norðri. Sagði eg þá við börnin: »Nú sjáið þið tvö veraldarhöf í einu.« Þótti þeim það merki- legt og höfðu gaman af víðsýninu, því mikil var. fjallasýnin: Axarfjarðar, Þistilsfjarðar og Sléttufjöll í vestri og norðvestri, og fjöllin fyrir austan Fljótsdalshérað í suðaustri. Kendi eg á leiðinni og eins uppi á fjallinu. Stundum sat eg með þau og kendi þ im undir sjávarhömrum og sagði þeim sitt hvað um

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.