Skólablaðið - 01.05.1911, Side 11

Skólablaðið - 01.05.1911, Side 11
SKÓLABLADIÐ 91 En kaldar kenslustofur eru ekki úr söguuni fyrir það. Einn kennarinn, nýkominn heim úr »verinu<>, lýsir húsa- kynnum hjá sér í vetur og aðbúnaði að börnum þann veg, að ekki virðist ástæðulaust að vekja að nýju máls á þessu atriði. Ekki er þörf á að nefna það fræðsluhérað, sem hér á hlut að máli; liklega víðar pottur brotinn, en það bætir að vísu ekki úr skák. Það má heita afsakanlegt, að kenslustofur farskólanna séu ekki svo fullkomnar sem æskilegast væri; en það er óþarft og ófyrirgefanlegt að ylja þær ekki upp í vetrarkuldum- Það er óverjandi í alla staði, bæði vegna kennaranna og barnanna. Nægilegt loft, Ijós og — hiti eru fyrstu skilyrðin fyrir því að mannahíbýli séu viðunanleg. Það má hvergi vanta síst í skólastofum. Loft og ljós hefur löngurn verið af skornum skamti, í sveitabaðstofunum, og svo má lengi illu venjast að gott þyki. En kuldanum reyna flestir að verjast eftir mætti, og í lengstu lög. Torfbaðstofur tná byggja svo, að lifandi sé í þeini fyrii' kulda, ofnlausum: Veggir og þak úr torfi svo þykt, gluggar svo litlir og svo vandlega byrgðir, að hitinn af heimilisfólkinu ieiðist ekki til muna út. En þó reyna menn að ylja baðstof. rnar, og það enda þó að vinna megi sér þar oft ýmislegt til hita. Farskólarnir eru aftur á móti sumstaðar haldnir í fundarhúsa skriflum, með járnþaki, og einföldum tréþiljum, — húsum, sem reist hafa verið aðallega til þess að geta verið þolanlegt skýli handa fullorðnum karhnönnum á sumardag. Engum manni dytti í hug að hafast við í þ im vetrarlangt með hyski sitt, sakir kulda, allra síst nema með ofn hitun. Jafn- vel efasamt, að góður ofn komi að nokkru liði, því heita loftið gusast þegar út úr slíkum griudarhjöllum. En þessi has eru kennurunum boðin iyrir kenslustofur, og f þessum húsum ætlast fullorðið fólk til að börn sitji við lestur skrift og bóknám, hverju sem viðrar og hversu kalt sém er, 5 stundir á dag — í þessum húsum ofnlausum! Um það þarf nú ekki að ræða, hversu slík húsakynni há öllum framförum, og allri skólavinnu; börnin geta ekki einusinni skrifað, ekki snert á penna dag eftir dag, — þau eru svo loppin.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.