Skólablaðið - 01.05.1911, Page 13

Skólablaðið - 01.05.1911, Page 13
SKOLABLAÐIÐ 93 Frá alþingi. Frv. til laga um frœðslu œskulýðsins. Nefnd sú, er kosin var til að íhuga það mál, komst öll til þeirrar niðurstöðu, að fella frumvaipið, og var það síðan moldað á tilhlýðilegan hátt af yfirgnæfandi meiri hlula efri deildar. Frv. Jóns á Hvanná um lengingá frestitil að semja fræðslu- samþyktir, var eftir nokkrar umræður felt í neðri deild. Enda ekki gott að sjá til hvers gagns sú breyting var. Frv. til laga uin breytingá lögum nm styrktarsjóð barnakennara var felt við 3. umr. í neðri deild, eftir að hafa verið rætt í nefndum í báðum deildum og samþykt við 2. urnræðu í neðri deild. — Frv. mátti heita meinlaust og gagnslítið, þar sem það fór að eins fram á að lækka gjald nokkurra kennara til sjóðsins, en aðalkrafa málsflytjanda var frá upphafi sú, að sjóðnum yrði breytt 1 eftirlaunasjóð, það verður sjálfsagt gert á sínum tima. Spurningar og svör. 1. Þarf að taka fram í ráðningarsamningi kennara að uppsagn- arfrestur sé 6 mánuðir frá beggja hálfu; er það ekki sjálf- sagt að lögum? Uppsagnarfrestur (hve langur hann skuli vera) er ekki ákveðinn með lögum. 2. Má gefa barni burtfararskírteini frá skóla, sem vantar 1 '/.2 mánuð til að fylla 14 ára aldur við skólauppsögn að vorinu, en fullnægir að öðru leyti fullnaða'-prófseinkunnum í öllum námsgreinum? Ef svo er að gefa megi barninu fullnaðarskírteini, er þá ekki hægt að krefjast þess að prestur fermi barnið? Já. Fullnaðarprófskirteini gefur engan rétt til að heimta prestur fermi barn.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.