Skólablaðið - 01.01.1912, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.01.1912, Blaðsíða 7
SKOLABLAÐIÐ 7 fyrir þeim, að það sem er þess vert, að það sé gjört, er og þess vert, að það sé gjört vel. Þannig löguð áhrif á hugsunarhátt barnanna eru mikilsverð og við verðum að gjöra alt sem í okkar valdi stendur til að gjöra þau sem varanlegust. Heimilin taka beinlínis eða óbeinlínis höndum saman við okkur, með því að við styðjum viðleitni góðu heimilanna á að innræti börnum þeirra heilbrigðan hugsunarhátt í öllu, er að vinnu lýtur, en gegnum börnin sjálf höfum við ætíð nokkur áhrif á hin lakari heimili. Ennfremur álít eg að handavinnan í skólunum hafi mikla þýðingu sem nauðsynleg og hressandi tilbreyting fyrir barnið, það er þreytandi og sljófgandi að sitja 5—6 klukkustundir í lotunni við bóknám. Kennarinn kynnist fleiri hliðum á hæfileikum barnsins, og getur því gefið barninu sjálfur eða aðstandendum þess haldbetri leiðbeiningar viðíkjandi því fyrir hvaða stöður það er hæft en ella væri, því jeg geri ráð fyrir að allir góðir kennarar láti sjer framtíð barnanna á hjarta liggja lengur en meðan þau njóta kenslu hjá þeim, Börnunum er námsgrein essi flestum kærari, óska að hún væri kend á hverjum degi, harma það ef frídagur fellur á handa- vinnudag, og eiga jafnan bágt með að trúa því að tímarnir sjeu liðnir, þegar hringt er til útferðar. (Við höfum handavinnu 2 tíma í einu og engar frímínútur á milli). Fyrir þau börn sem litla hæfileika hafa til bóknáms, er handavinnan sönn blessun. engum er als varnað, þau eru mörg lagin til handanna þessj börn, og laðar því handavinnan þau, að skólanum, og gjörir þau honum aldrei fráhverf þrátt fyrir alt. Foreldrarnir segja að börnin séu meira inni við á kvöldin minna í sollinum, dunda við handvinnuna, sem þeim er sett fyrir. Eins og auðvitað er getur þessi handavinna aldrei orðið annað en undirstaða, en sé handavinnan vel kend og verði hún börnunum kær, vona eg aö þau leggi hana aldrei á hilluna og mörg nauðsynleg undirstöðuatriði vona jeg að gleymist aldrei.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.