Skólablaðið - 01.01.1912, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.01.1912, Blaðsíða 8
8 SKOLABLAÐID Það er synd að nota ekki þessa lipru fingur og mjúku vöðva, vinnukraftinn og fjörið til líkamlegra starfa meira en hingað til hefur verið hægt að gera í skóluin vorum. Það er alveg furðanlegt hverju börnin geta komið í verk, og hvað þau gera vel yfirleitt. Á sýningum þeim, sem við höfum haft hér á vorin við skólann, hafa verið um 700 handavinnumunir, stærri og smærri (Barnatatan 150—160). Um 100 hluti fengu börnin að nota til jóla- og sumargjafa. Fram yfir helmingur af vinnunni var unninn heima. Handavinnukenslan er 4 stundir í efri bekkjunum og 2 í þeim neðri, svo ekki er hægt að segja að mikill tími eyðist. En — segja sumir — þetta eiga börnin aðlæraá heimilum sínum, geta lært það þar. Já, mikið satt, en það er gamia sagan, þau gera það ekkí nema sum, og mér er óhætt að segja fæst í kaupstöðum, og það er altaf að gera við þv' sem er. Jafnvel í sveitunum veit eg til að margir vel gefnir unglingar eru mjög fákunnandi til handanna. Þó nokkrar konur í sveitum þeim, sem jeg fór eftir að sunnan, mintust að fyrra bragði á það, að það þyrfti að fá handavinnu inn í sveitaskólana. Frásögn sunnanblaðanna um handa vinnu barna á Iðnsýningunni hefur kanske vakið þær til frekari umhugsunar um málið. í sumum bæjum hefur handavinna verið kend um tíma á sumrin, og hafa menn borið það fyrir, að óþarfi væri því að taka hana upp í skólann á þeim stöðum, en öll börn njóta ekki þeirrar kenslu, og síst þau sem mesta þörf hafa fyrir hana, sum hafa ekki efni á að borga með sér, þó tillagið sé lítið, og þó það sé ekkert, þá fer fjöldi barna úr bænum jafnskjótt og skól- inn er búinn, og önnur fara ívist eða vinna fyrirsérá annan veg. Skólar í sjóplássum og þeir aðrir sem ríflegan kenslutíma hafa ættu að mega missa 2 tíma í viku að minsta kosti til handa- vinnu. Það sem aðallega er máli þessu til fyrirstöðu sem stendur er það, að hæfa kennara vantar, því kenslan þarf að vera góð, ef gagn á að vera að henni, ekki handahófskensla, en úr því á k málastjórn vor hægt með að bæta, ekki einungis með þvi

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.