Skólablaðið - 01.01.1912, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.01.1912, Blaðsíða 13
SKOL.ABLAÐIÐ 13 hve varfærin við ávalt ættum að vera gagnvart skoðunum sem uppi eru, því vel má svo fara oftar sem hér, að það, sem á einum tíma er dæmt lítils nýtt, verði á næstu tímum hafið upp til skýjanna. Svo sem í flestu öðru svo er og í skoðunum þjóðanna bylgjugangur. Og sannleikurinn er venjulegast hvorki uppi á bylgjutoppinum né heldur í bylgjuláginni, heldur mitt á milli, bil beggja. Það var ekki sannleikur: að bókvitið verði ekki látið í askana, og það er heldur ekki sannleikur að það sé einhlýtt í askana — sannleikurinn er hér, eins og svo oft, bil beggja. Og að sjá þetta er útaf fyrir sig undurmikill ávinn- ingur. Að læra að þekkja sannleikann er ávalt óumræðanlegt fagnaðarefni, ómetanlegur sigur. Því með sannleikanum kemur frelsið; hann gjörir oss frjálsa, leysir oss úr fjötrum hindurvitna og hleypidóma, tekur burtu skýluna frá augum vorum svo vér sjáum hlutina, málefnin eins og þau eru, og lærum um leið að meta þau rétt. — Gamla viðkvæðið: að bókvitið verði ekki látið í askana er náttúrlega alveg rétt bókstaflega skilið — úr bók- viti verður enginn spónamatur búinn til — en það sem gömlu mennirnir sáu ekki var það, að bókvitið er á ýmsan hátt lykill að þeim forðabúrum sem allir verða að sækja í í alla sína aska; við gætum líka líkt bókvitinu við öngul, og bókstaflega hefði það þá líka verið rétt hjá gömlu mönnunum að önglarnir yrðu ekki látnir í askana, en rnörg matarílátin hefur það þó fylt, sem á önglana hefur komið. Þeir liorfðu ekki nógu langt frá sér, gömlu mennirnir, þeir voru of nærsýnir, og sáu því ekki björg- ina, sem bókvitið flytnr í skauti sínu, eygðu ekki leiðir þær til afkomu, vegs og frama, er mentunin opnar manninum. Þeir komu ekki auga á hið sanna gildi mentunarinnar, sáu ekki í þessu efni sannleikann. En svo hættir mönnum svo oft við því, er þeir vakna við vondan draum, sjá að þeir hafa verið að villast, að taka svo harða og langa spretti í gagnstæða átt að síðari villan verður stundum litlu minni en sú fyrri. Þannig slagar mannsandinn sig tíðum eins og hengill í klukku frá einni villu yfir í aðra — en smátt og smátt verða sveiflurnar minni uns hann að lokuin nemur staðar í friðarhöfn sannleikans. — Eins og það er fjarri sannleikanum að bókvitið, rétt skilið, sé ekki látið í askana, eins er hitt of langt farið að ætla að það

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.